Helena hrökk í gang og stelpurnar tryggðu sér silfur á fimmtu leikunum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2017 12:06 Helena Sverrisdóttir var nálægt þrennunni í dag með 21 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. Vísir/Stefán Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta tryggði sér silfurverðlaun á Smáþjóðaleikunum í San Marinó eftir fimmtán stiga sigur á Lúxemborg í lokaleik liðsins á leikunum. Ísland vann leikinn 59-44 en þetta var óopinber úrslitaleikur um silfrið þar sem Malta hafði þegar tryggt sér gullverðlaunin með sínum þriðja sigri í röð í gær. Helena Sverrisdóttir minnti á sig og var með 21 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar en Emelía Ósk Gunnarsdóttir var næststigahæst með 10 stig. Íslenska liðið hafði ekki spilað í hálft ár fyrir þessa leiki á Smáþjóðaleikunum og lykilmenn eins og Helena Sverrisdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir hafa allar ekkert verið með liðinu í meira en fimmtán mánuði. Það sást vel á mjög slökum fyrsta leik en liðið hefur síðan spilað betur með hverjum leik. Landsliðsfyrirliðinn Helena Sverrisdóttir lék ekki í tapinu á móti Möltu í fyrsta leik vegna meiðsla og klikkaði síðan á öllum átta skotum sínum utan af velli í öðrum leiknum á móti Kýpur. Helena fann aftur á móti taktinn í dag þar sem hún hitti úr 5 af 9 skotum sínum og öllum sjö vítunum. Hún var að vinna sín fimmtu silfurverðlaun á Smáþjóðaleikunum í dag. Keflvíkingurinn Emelía Ósk Gunnarsdóttir hefur staðið sig vel á mótinu en hún skoraði 10 stig í þessum leik sem var hennar fyrsti landsleikur í byrjunarliði. Íslenska liðið komst í 9-0 í byrjun leiksins, var 13-9 yfir eftir fyrsta leikhlutann, vann síðan annan leikhlutann 18-10 og var tólf stigum yfir í hálfleik, 31-19. Íslenska liðið var síðan með gott tak á leiknum í seinni hálfleiknum og sigurinn var aldrei í mikilli hættu.Atkvæðamestar í íslenska liðinu í leiknum: Helena Sverrisdóttir 21 stig, 7 stoðsendingar, 7 fráköst Emelía Ósk Gunnarsdóttir 10 stig Sara Rún Hinriksdóttir 6 stig, 6 fráköst Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 5 stig, 10 fráköst Hildur Björg Kjartansdóttir 5 stig, 8 fráköst Berglind Gunnarsdóttir 5 stig Sandra Lind Þrastardóttir 5 stig Thelma Dís Ágústsdóttir 2 stigÍslenska kvennalandsliðið á Smáþjóðaleikum í gegnum tíðina: 1989 á Kýpur - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull) 1991 í Andorra - bronsverðlaun (Lúxemborg vann gull) 1993 á Möltu - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull) 1995 í Lúxemborg - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull) 1997 á Íslandi - gullverðlaun 2003 á Möltu - bronsverðlaun (Malta vann gull) 2005 í Andorra - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull) 2009 á Kýpur - silfurverðlaun (Malta vann gull) 2013 í Lúxemborg - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull) 2015 á Íslandi - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull) 2017 í San Marínó - silfurverðlaun (Malta vann gull)Samantekt hjá íslenska kvennalandsliðinu: Gull - 1 - (1997) Silfur - 8 - (1989, 1993, 1995, 2005, 2009, 2013, 2015, 2017) Brons - 2 - (1991, 2003)Flest gullverðlaun: 7 - Lúxemborg (1989, 1991, 1993, 1995, 2005, 2013, 2015) 3 - Malta (2003, 2009, 2017) 1 - Ísland (1997) Körfubolti Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta tryggði sér silfurverðlaun á Smáþjóðaleikunum í San Marinó eftir fimmtán stiga sigur á Lúxemborg í lokaleik liðsins á leikunum. Ísland vann leikinn 59-44 en þetta var óopinber úrslitaleikur um silfrið þar sem Malta hafði þegar tryggt sér gullverðlaunin með sínum þriðja sigri í röð í gær. Helena Sverrisdóttir minnti á sig og var með 21 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar en Emelía Ósk Gunnarsdóttir var næststigahæst með 10 stig. Íslenska liðið hafði ekki spilað í hálft ár fyrir þessa leiki á Smáþjóðaleikunum og lykilmenn eins og Helena Sverrisdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir hafa allar ekkert verið með liðinu í meira en fimmtán mánuði. Það sást vel á mjög slökum fyrsta leik en liðið hefur síðan spilað betur með hverjum leik. Landsliðsfyrirliðinn Helena Sverrisdóttir lék ekki í tapinu á móti Möltu í fyrsta leik vegna meiðsla og klikkaði síðan á öllum átta skotum sínum utan af velli í öðrum leiknum á móti Kýpur. Helena fann aftur á móti taktinn í dag þar sem hún hitti úr 5 af 9 skotum sínum og öllum sjö vítunum. Hún var að vinna sín fimmtu silfurverðlaun á Smáþjóðaleikunum í dag. Keflvíkingurinn Emelía Ósk Gunnarsdóttir hefur staðið sig vel á mótinu en hún skoraði 10 stig í þessum leik sem var hennar fyrsti landsleikur í byrjunarliði. Íslenska liðið komst í 9-0 í byrjun leiksins, var 13-9 yfir eftir fyrsta leikhlutann, vann síðan annan leikhlutann 18-10 og var tólf stigum yfir í hálfleik, 31-19. Íslenska liðið var síðan með gott tak á leiknum í seinni hálfleiknum og sigurinn var aldrei í mikilli hættu.Atkvæðamestar í íslenska liðinu í leiknum: Helena Sverrisdóttir 21 stig, 7 stoðsendingar, 7 fráköst Emelía Ósk Gunnarsdóttir 10 stig Sara Rún Hinriksdóttir 6 stig, 6 fráköst Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 5 stig, 10 fráköst Hildur Björg Kjartansdóttir 5 stig, 8 fráköst Berglind Gunnarsdóttir 5 stig Sandra Lind Þrastardóttir 5 stig Thelma Dís Ágústsdóttir 2 stigÍslenska kvennalandsliðið á Smáþjóðaleikum í gegnum tíðina: 1989 á Kýpur - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull) 1991 í Andorra - bronsverðlaun (Lúxemborg vann gull) 1993 á Möltu - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull) 1995 í Lúxemborg - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull) 1997 á Íslandi - gullverðlaun 2003 á Möltu - bronsverðlaun (Malta vann gull) 2005 í Andorra - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull) 2009 á Kýpur - silfurverðlaun (Malta vann gull) 2013 í Lúxemborg - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull) 2015 á Íslandi - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull) 2017 í San Marínó - silfurverðlaun (Malta vann gull)Samantekt hjá íslenska kvennalandsliðinu: Gull - 1 - (1997) Silfur - 8 - (1989, 1993, 1995, 2005, 2009, 2013, 2015, 2017) Brons - 2 - (1991, 2003)Flest gullverðlaun: 7 - Lúxemborg (1989, 1991, 1993, 1995, 2005, 2013, 2015) 3 - Malta (2003, 2009, 2017) 1 - Ísland (1997)
Körfubolti Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira