Tyrkir unnu sinn fyrsta leik í I-riðli undankeppni HM 2018 þegar þeir lögðu Kósovó að velli, 2-0.
Tyrkland er nú komið með fimm stig í riðlinum líkt og Úkraína tekur á móti Finnlandi síðar í kvöld.
Staðan var markalaus í hálfleik en Tyrkir tryggðu sér sigurinn með tveimur mörkum á fjögurra mínútna kafla snemma í seinni hálfleik.
Burak Yılmaz kom Tyrkjum yfir á 51. mínútu og fjórum mínútum síðar bætti Volkan Sen öðru marki við. Mörkin má sjá í spilaranum hér að ofan.
Kósovóar, sem eru að spila í sinni fyrstu undankeppni, eru áfram með eitt stig á botni riðilsins.
Tveir leikir fóru fram á sama tíma í D-riðli.
Írar gerðu góða ferð Vínarborgar og unnu 0-1 útisigur á Austurríkismönnum. James McClean skoraði eina mark leiksins á 48. mínútu.
Með sigrinum komust Írar á topp riðilsins en þeir eru enn ósigraðir. Austurríkismenn eru hins vegar aðeins með fjögur stig eftir fyrstu fjóra leiki sína.
Í Tblisi gerðu Georgía og Moldóva 1-1 jafntefli. Valeri Qazaishvili kom Georgíumönnum yfir á 16. mínútu en Alexandru Gatcan jafnaði metin tólf mínútum fyrir leikslok.
Georgía er með tvö stig í 5. sæti riðilsins en Moldóva með eitt í því sjötta og neðsta.
Fyrsti sigur Tyrkja | Írar gerðu góða ferð til Vínarborgar
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mest lesið








Max svaraði Marko fullum hálsi
Formúla 1


Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“
Íslenski boltinn