Fótbolti

Norðmenn engin fyrirstaða fyrir heimsmeistarana

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Thomas Müller fagnar marki í kvöld.
Thomas Müller fagnar marki í kvöld. vísir/getty
Þjóðverjar byrja undankeppni HM 2018 af miklum krafti en þeir rúlluðu yfir Norðmenn, 0-3, á Ullevaal vellinum í Osló í kvöld.

Heimsmeistararnir höfðu gríðarlega yfirburði í leiknum og Norðmenn máttu þakka fyrir að tapa bara með þremur mörkum.

Thomas Müller kom Þýskalandi á bragðið þegar hann skoraði á 16. mínútu. Hann lagði svo annað markið upp fyrir Joshua Kimmich á lokamínútu fyrri hálfleiks.

Müller var ekki hættur og hann kom Þjóðverjum í 0-3 á 60. mínútu þegar hann skallaði fyrirgjöf Sami Khedira í netið. Müller hefur nú skorað 34 mörk í 79 landsleikjum.

Þjóðverjar eru með þrjú stig í C-riðli líkt og Aserbaídsjan sem vann 0-1 sigur á San Marinó fyrr í dag.

Þá gerðu Tékkar og N-Írar markalaust jafntefli í sama riðli í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×