Ekkert mark var skorað þegar Írak og Danmörk mættust í upphafsleik fótboltakeppninnar á Ólympíuleikunum í Ríó ó dag.
Írakar voru ívið sterkari, voru meira með boltann og áttu fleiri tilraunir en tókst ekki að koma boltanum í markið.
Klukkan 19:00 í kvöld mætast Brasilía og Suður-Afríka í sama riðli.
Í næstu umferð A-riðils mætast Danir og Suður-Afríkumenn og Brasilíumenn og Írakar.

