Englendingar kalla þetta versta tapið frá upphafi Bjarki Ármannsson skrifar 27. júní 2016 21:13 Gary Lineker, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands. Vísir/Getty Stærsti sigur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi vannst rétt í þessu þegar Íslendingar slógu út Englendinga á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi. Fyrir leikinn hefði það þótt nánast hlægileg tilhugsun að sjálfir upphafsmenn knattspyrnunnar yrðu að lúta í lægra fyrir Íslandi. Englendingar mættu til leiks með margar af helstu stjörnum ensku úrvalsdeildarinnar og mun ríkari sigurhefð en Ísland. Þeir þurftu þó að bíta í það súra epli að tapa fyrir litla Íslandi og viðbrögðin á breskum miðlum beint í kjölfarið eru samhljóma: Þetta var versta tap enska landsliðsins frá upphafi. Fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Gary Lineker lýsir því til að mynda hiklaust yfir á Twitter-síðu sinni. Hrósar hann Íslandi fyrir góðan leik en segir það um leið ótækt að England tapi fyrir þjóð sem býr yfir fleiri eldfjöllum en atvinnumönnum í knattspyrnu.The worst defeat in our history. England beaten by a country with more volcanoes than professional footballers. Well played Iceland.— Gary Lineker (@GaryLineker) June 27, 2016 Lýsendur breska ríkisútvarpsins spáðu því að Roy Hodgson landsliðsþjálfari myndi sjálfsagt missa starfið í kvöld eða á morgun vegna tapsins og höfðu rétt fyrir sér. Miðvellingurinn málglaði Joey Barton tekur undir og segir að allt þjálfarateymið þurfi að fjúka. Þá segir Michael Cox, knattspyrnublaðamaður Guardian og ESPN, að enska liðir eigi sér engar afsakanir. Hann segir tapið þó „aðeins“ það versta á stórmóti frá árinu 1950, þegar Englendingar töpuðu fyrir Bandaríkjamönnum á Heimsmeistaramóti í Brasilíu.Dear oh dear. No excuses there, surely England's worst tournament defeat since 1950.— Michael Cox (@Zonal_Marking) June 27, 2016 EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45 Gary Lineker: Ekkert lið á EM jafn kraftmikið og Ísland "Nú höfum við séð öll 24 liðin á EM en ekkert þeirra er jafn kraftmikið og Ísland,“ sagði gamli refurinn. 14. júní 2016 22:47 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira
Stærsti sigur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi vannst rétt í þessu þegar Íslendingar slógu út Englendinga á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi. Fyrir leikinn hefði það þótt nánast hlægileg tilhugsun að sjálfir upphafsmenn knattspyrnunnar yrðu að lúta í lægra fyrir Íslandi. Englendingar mættu til leiks með margar af helstu stjörnum ensku úrvalsdeildarinnar og mun ríkari sigurhefð en Ísland. Þeir þurftu þó að bíta í það súra epli að tapa fyrir litla Íslandi og viðbrögðin á breskum miðlum beint í kjölfarið eru samhljóma: Þetta var versta tap enska landsliðsins frá upphafi. Fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Gary Lineker lýsir því til að mynda hiklaust yfir á Twitter-síðu sinni. Hrósar hann Íslandi fyrir góðan leik en segir það um leið ótækt að England tapi fyrir þjóð sem býr yfir fleiri eldfjöllum en atvinnumönnum í knattspyrnu.The worst defeat in our history. England beaten by a country with more volcanoes than professional footballers. Well played Iceland.— Gary Lineker (@GaryLineker) June 27, 2016 Lýsendur breska ríkisútvarpsins spáðu því að Roy Hodgson landsliðsþjálfari myndi sjálfsagt missa starfið í kvöld eða á morgun vegna tapsins og höfðu rétt fyrir sér. Miðvellingurinn málglaði Joey Barton tekur undir og segir að allt þjálfarateymið þurfi að fjúka. Þá segir Michael Cox, knattspyrnublaðamaður Guardian og ESPN, að enska liðir eigi sér engar afsakanir. Hann segir tapið þó „aðeins“ það versta á stórmóti frá árinu 1950, þegar Englendingar töpuðu fyrir Bandaríkjamönnum á Heimsmeistaramóti í Brasilíu.Dear oh dear. No excuses there, surely England's worst tournament defeat since 1950.— Michael Cox (@Zonal_Marking) June 27, 2016
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45 Gary Lineker: Ekkert lið á EM jafn kraftmikið og Ísland "Nú höfum við séð öll 24 liðin á EM en ekkert þeirra er jafn kraftmikið og Ísland,“ sagði gamli refurinn. 14. júní 2016 22:47 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira
Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45
Gary Lineker: Ekkert lið á EM jafn kraftmikið og Ísland "Nú höfum við séð öll 24 liðin á EM en ekkert þeirra er jafn kraftmikið og Ísland,“ sagði gamli refurinn. 14. júní 2016 22:47