Svisslendingar náðu ekki að tryggja sig áfram en eru í fínum málum | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2016 17:45 Sviss og Rúmenía gerðu 1-1 jafntefli í öðrum leik sínum í A-riðli á Evrópumótinu í fótbolta í Frakklandi. Svisslendingar gátu tryggt sér sæti í sextán liða úrslitunum með sigri en svissnesku leikmönnunum gekk illa að nýta færin sín í leiknum. Sviss er með fjögur stig en Rúmenar voru þarna að ná í sitt fyrsta stig eftir tap á móti gestgjöfum Frakka í fyrsta leiknum sínum. Bogdan Stancu kom Rúmenum yfir í fyrri hálfleik með sínu öðru marki á Evrópumótinu en Admir Mehmedi jafnaði fyrir Sviss í seinni hálfleiknum. Svissneska liðið var sterkara liðið og fékk mun fleiri færi í þessum leik. Rúmenarnir ógnuðu þó inn á milli og gátu vissulega skorað fleiri mörk. Bogdan Stancu skoraði markið sitt úr vítaspyrnu á 18. mínútu sem var dæmt á fyrirliðann Stephan Lichtsteiner fyrir peysutog. Bogdan Stancu er fyrstur til að skora tvö mörk á mótinu en hann hefur skorað þau bæði úr vítum. Svisslendingar náðu ekki að jafna fyrr en á 57. mínútu þegar boltinn datt fyrir Admir Mehmedi í teignum eftir hornspyrnu. Mehmedi hikaði ekki og náðu frábæru skoti í fjærhornið. Það þarf mikið að gerast til að þessi fjögur stig dugi Sviss ekki til að komast upp úr riðlinum en lokaleikur liðsins er reyndar á móti Frökkum. Frakkar mæta Albaníu í lokaleik dagsins og geta alveg eins og Svisslendingar tryggt sér sæti í sextán liða úrslitunum með sigri.Bogdan Stancu kemur Rúmeníu í 1-0 Stancu skorar út vítaspyrnu og kemur Rúmeníu yfir gegn Sviss. 1-0. #EMÍsland pic.twitter.com/JobWCZEp5S— Síminn (@siminn) June 15, 2016 Admir Mehmedi jafnar fyrir Sviss Mehmedi jafnar. Glæsilegt mark. Rúmenía 1, Sviss 1. pic.twitter.com/693lBVNrSy— Síminn (@siminn) June 15, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Í beinni: Arsenal - Monaco | Lið á sömu slóðum Í beinni: Juventus - Man. City | Tvö lið í tæpri stöðu „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Sjá meira
Sviss og Rúmenía gerðu 1-1 jafntefli í öðrum leik sínum í A-riðli á Evrópumótinu í fótbolta í Frakklandi. Svisslendingar gátu tryggt sér sæti í sextán liða úrslitunum með sigri en svissnesku leikmönnunum gekk illa að nýta færin sín í leiknum. Sviss er með fjögur stig en Rúmenar voru þarna að ná í sitt fyrsta stig eftir tap á móti gestgjöfum Frakka í fyrsta leiknum sínum. Bogdan Stancu kom Rúmenum yfir í fyrri hálfleik með sínu öðru marki á Evrópumótinu en Admir Mehmedi jafnaði fyrir Sviss í seinni hálfleiknum. Svissneska liðið var sterkara liðið og fékk mun fleiri færi í þessum leik. Rúmenarnir ógnuðu þó inn á milli og gátu vissulega skorað fleiri mörk. Bogdan Stancu skoraði markið sitt úr vítaspyrnu á 18. mínútu sem var dæmt á fyrirliðann Stephan Lichtsteiner fyrir peysutog. Bogdan Stancu er fyrstur til að skora tvö mörk á mótinu en hann hefur skorað þau bæði úr vítum. Svisslendingar náðu ekki að jafna fyrr en á 57. mínútu þegar boltinn datt fyrir Admir Mehmedi í teignum eftir hornspyrnu. Mehmedi hikaði ekki og náðu frábæru skoti í fjærhornið. Það þarf mikið að gerast til að þessi fjögur stig dugi Sviss ekki til að komast upp úr riðlinum en lokaleikur liðsins er reyndar á móti Frökkum. Frakkar mæta Albaníu í lokaleik dagsins og geta alveg eins og Svisslendingar tryggt sér sæti í sextán liða úrslitunum með sigri.Bogdan Stancu kemur Rúmeníu í 1-0 Stancu skorar út vítaspyrnu og kemur Rúmeníu yfir gegn Sviss. 1-0. #EMÍsland pic.twitter.com/JobWCZEp5S— Síminn (@siminn) June 15, 2016 Admir Mehmedi jafnar fyrir Sviss Mehmedi jafnar. Glæsilegt mark. Rúmenía 1, Sviss 1. pic.twitter.com/693lBVNrSy— Síminn (@siminn) June 15, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Í beinni: Arsenal - Monaco | Lið á sömu slóðum Í beinni: Juventus - Man. City | Tvö lið í tæpri stöðu „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Sjá meira