Leiðtogar heims heita 1.300 milljörðum til lausnar flóttamannavandans Heimir Már Pétursson skrifar 4. febrúar 2016 21:33 David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, er einn þeirra þjóðarleiðtoga hét því að heita fé til að mæta flóttamannavandanum. Vísir/EPA Leiðtogar heims hétu því í dag á alþjóðlegri ráðstefnu um flóttamannastrauminn frá Sýrlandi, að setja tíu milljarða dollara í verkefni til að mæta vandanum, þar af sex milljarða á þessu ári. Forsætisráðherra segir framlög Íslendinga vel samanburðarhæf við framlög annarra ríkja. Stjórnvöld í Bretlandi, Þýskalandi, Kuveit og Noregi ásamt Sameinuðu þjóðunum, stóðu fyrir alþjóðlegum leiðtogafundi í Lundúnum í dag til að virkja þjóðir heims í stuðningi við gífurlegan fjölda flóttamanna frá Sýrlandi. Sameinuðu þjóðirnar telja þörf á um 10 milljörðum dollara, eða sem svarar til 1.300 milljörðum króna til að standa undir vernd almennra borgara innan Sýrlands, móttöku þeirra í flóttamannabúðum og til stuðnings við þau ríki sem taka á móti flóttamönnunum. Ahmet Davutoglu forsætisráðherra Tyrklands segir tíu þúsund manns bíða þessa stundina eftir inngöngu í Kilis flóttamannabúðirnar við landamæri Sýrlands og Tyrklands vegna nýlegra loftárása á borgina Aleppo. „Sextíu til sjötíu þúsund manns í flóttamannabúðum norður af Aleppo stefna í átt til Tyrklands. Hugur minn er ekki í Lundúnum þessa stundina heldur við landamærin og við það hvernig eigi að færa allt þetta fólk frá Sýrlandi úr stað. Þrjú hundruð þúsund íbúar í Aleppo eru nú tilbúin til að halda af stað til Tyrklands,“ sagði Davutoglu. Leiðtogunum tókst á fundinum í dag að fá loforð þjóða fyrir 11 milljörðum dollara til að standa undir kostnaði við ýmis verkefni sem tengjast flóttamönnunum. Mótmælendur fyrir utan fundarstaðinn voru þó ekki bjartsýnir á að þetta breytti miklu. Abdulaziz Al-Mashi einn sýrlensku mótmælendanna segir að fundur sem þessi hafi verið haldinn í Kúveit fyrir ári og aðeins helmingur framlaga skilað sér. Þetta snúist allt um tölur. „Meira að segja þegar kemur að lífi flóttafólks eru þetta bara tölur í huga fólks. Yfir 250 þúsund manns hafa verið drepin. Við erum að tala um 4,6 milljónir flóttamanna en það er enginn að gera neitt til að binda enda á átökin,“ segir Al-Mashi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sat leiðtogafundinn í dag. Hann segir íslensk stjórnvöld setja einn milljarð króna í flóttamannavandann sem sé sambærilegt við framlög annarra ríkja. Skilningur sé á að aðstoða þurfi nágrannaríki Sýrlands að standa undir álaginu. „Og eflaust hjálpar það mönnum að átta sig á þessu að þeir sjá að annars muni straumurinn til Evrópu ekkert minnka. Þá muni fleira og fleira fólk leggja sig í lífshættu við að koma til Evrópu og það felur auðvitað í sér mikinn kostnað að hálfu þessara landa að bregðast við því,“ segir Sigmundur Davíð. Jafnvel meiri kostnað en að aðstoða flóttafólkið þar sem það er og veita börnum þess menntun, heilbrigðisþjónustu og skjól. Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Leiðtogar heims hétu því í dag á alþjóðlegri ráðstefnu um flóttamannastrauminn frá Sýrlandi, að setja tíu milljarða dollara í verkefni til að mæta vandanum, þar af sex milljarða á þessu ári. Forsætisráðherra segir framlög Íslendinga vel samanburðarhæf við framlög annarra ríkja. Stjórnvöld í Bretlandi, Þýskalandi, Kuveit og Noregi ásamt Sameinuðu þjóðunum, stóðu fyrir alþjóðlegum leiðtogafundi í Lundúnum í dag til að virkja þjóðir heims í stuðningi við gífurlegan fjölda flóttamanna frá Sýrlandi. Sameinuðu þjóðirnar telja þörf á um 10 milljörðum dollara, eða sem svarar til 1.300 milljörðum króna til að standa undir vernd almennra borgara innan Sýrlands, móttöku þeirra í flóttamannabúðum og til stuðnings við þau ríki sem taka á móti flóttamönnunum. Ahmet Davutoglu forsætisráðherra Tyrklands segir tíu þúsund manns bíða þessa stundina eftir inngöngu í Kilis flóttamannabúðirnar við landamæri Sýrlands og Tyrklands vegna nýlegra loftárása á borgina Aleppo. „Sextíu til sjötíu þúsund manns í flóttamannabúðum norður af Aleppo stefna í átt til Tyrklands. Hugur minn er ekki í Lundúnum þessa stundina heldur við landamærin og við það hvernig eigi að færa allt þetta fólk frá Sýrlandi úr stað. Þrjú hundruð þúsund íbúar í Aleppo eru nú tilbúin til að halda af stað til Tyrklands,“ sagði Davutoglu. Leiðtogunum tókst á fundinum í dag að fá loforð þjóða fyrir 11 milljörðum dollara til að standa undir kostnaði við ýmis verkefni sem tengjast flóttamönnunum. Mótmælendur fyrir utan fundarstaðinn voru þó ekki bjartsýnir á að þetta breytti miklu. Abdulaziz Al-Mashi einn sýrlensku mótmælendanna segir að fundur sem þessi hafi verið haldinn í Kúveit fyrir ári og aðeins helmingur framlaga skilað sér. Þetta snúist allt um tölur. „Meira að segja þegar kemur að lífi flóttafólks eru þetta bara tölur í huga fólks. Yfir 250 þúsund manns hafa verið drepin. Við erum að tala um 4,6 milljónir flóttamanna en það er enginn að gera neitt til að binda enda á átökin,“ segir Al-Mashi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sat leiðtogafundinn í dag. Hann segir íslensk stjórnvöld setja einn milljarð króna í flóttamannavandann sem sé sambærilegt við framlög annarra ríkja. Skilningur sé á að aðstoða þurfi nágrannaríki Sýrlands að standa undir álaginu. „Og eflaust hjálpar það mönnum að átta sig á þessu að þeir sjá að annars muni straumurinn til Evrópu ekkert minnka. Þá muni fleira og fleira fólk leggja sig í lífshættu við að koma til Evrópu og það felur auðvitað í sér mikinn kostnað að hálfu þessara landa að bregðast við því,“ segir Sigmundur Davíð. Jafnvel meiri kostnað en að aðstoða flóttafólkið þar sem það er og veita börnum þess menntun, heilbrigðisþjónustu og skjól.
Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“