Lögreglumál Sparkaði í og hrækti á innanstokksmuni í verslun Nóttin var róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem sinnti þó tveimur útköllum vegna einstaklinga í annarlegu ástandi. Annar var til vandræða í verslun og hinn að áreita fólk. Innlent 13.9.2023 06:21 Rændi unga bræður á leið út í sjoppu Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. þessa mánaðar vegna gruns um að hann hafi framið átta refsiverð brot frá 27. júní síðastliðnum. Meðal brotanna er rán fimm þúsund króna af ungum bræðrum sem voru á leið út í sjoppu að kaupa sér nammi. Innlent 12.9.2023 08:00 Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. Innlent 11.9.2023 16:21 Lýsa eftir ökumanni sem ók á kú í Hörgárdal Lögreglan á Akureyri hefur lýst eftir ökumanni sem ók bíl sínum af vettvangi eftir að hafa ekið á kú í Hörgárdal við Jónasarlund á Þjóðvegi 1 rétt eftir klukkan 15:30 í gær. Sömuleiðis er lýst eftir vitnum að atvikinu. Innlent 11.9.2023 06:11 Tilkynnt um eignaspjöll í miðborginni Tilkynnt var um eignaspjöll í miðborg Reykjavíkur og hlupu nokkrir aðilar af vettvangi að sögn vitna. Innlent 11.9.2023 06:04 Lýsa eftir manni sem keyrði á kú og stakk af Lögreglan á Akureyri lýsir eftir ökumanni sem keyrði á kú í Hörgárdal við Jónasarlund á Þjóðvegi 1 rétt eftir klukkan hálf fjögur í dag. Bíll ökumannsins var hvítur en frekari upplýsingar liggja ekki fyrir. Innlent 10.9.2023 22:03 Lögregla kölluð til vegna TikTok-byssumyndbands unglinga Það var mikið um ölvun og óspektir í miðbænum í nótt að sögn lögreglu, en sex gistu fangageymslur eftir nóttina. Innlent 10.9.2023 07:26 Sérsveitin með viðbúnað í Grundarfirði Nokkur viðbúnaður lögreglu var við íbúðarhús í Grundarfirði fyrr í kvöld vegna tilkynningu um mann með skotvopn. Sérsveit ríkislögreglustjóra var með töluverðan viðbúnað á vettvangi. Vopnið reyndist eftirlíking. Innlent 9.9.2023 21:53 Ungbarn á skemmtistað í Grafarvogi Lögregla fékk í gærkvöldi tilkynningu um einstakling með ungbarn á skemmtistað í Grafarvogi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en þar er ekki greint frá frekari viðbrögðum lögreglu við málinu. Innlent 9.9.2023 07:09 Konan er fundin Konan sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gærkvöldi er komin í leitirnar. Lögregla þakkar fyrir veitta aðstoð. Innlent 8.9.2023 22:57 „Ömurlegur endir á góðu ferðalagi“ Enginn slasaðist alvarlega þegar rúta með rúmlega tuttugu starfsmönnum Akureyrarbæjar valt snemma í morgun skammt frá Blönduósi. Þjónustustjóri segir þetta mikið áfall fyrir fólkið en flestir voru sofandi þegar atvikið átti sér stað. Innlent 8.9.2023 22:01 Lýst eftir Alfreð Erling Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir Alfreð Erling Þórðarsyni, 45 ára gömlum karlmanni. Alfreð er skolhærður með sítt að aftan og um 176 sentimetrar á hæð. Innlent 8.9.2023 20:30 Eftirlýstur hælisleitandi handtekinn með tvær milljónir í reiðufé Karlmaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af fyrr í mánuðinum reyndist eftirlýstur hælisleitandi. Við leit á manninum fundust tvær milljónir króna í reiðufé. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Innlent 8.9.2023 20:03 Bílarnir gjöreyðilagðir eftir íkveikjuna Ótti greip um sig meðal íbúa fjölbýlishúss í Naustahverfi á Akureyri þar sem grunur leikur á að kveikt hafi verið í bílum í nótt. Bílarnir gjöreyðilögðust eins og sést af meðfylgjandi myndskeiðum frá vettvangi. Innlent 8.9.2023 19:56 Fimm handteknir grunaðir um íkveikjur á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur handtekið fimm einstaklinga sem eru grunaðir um íkveikjur á Akureyri. Lögreglan fékk tilkynningar um tvo eldsvoða, annars vegar í nótt og hins vegar í morgun. Báðir eldsvoðarnir voru í Naustahverfi. Innlent 8.9.2023 13:13 Akureyringar á leið heim eftir Evrópuferð í rútunni sem valt Rúta sem valt skammt sunnan við Blönduós á sjötta tímanum í morgun var að ferja 23 Akureyringa til síns heima frá Keflavíkurflugvelli. Sjö voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar og sjúkraflugi á Landspítalann í Reykjavík. Aðrir voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri. Enginn lést í slysinu og ekki vitað til þess að nokkur sé í lífshættu. Innlent 8.9.2023 10:12 Lögreglan óskar upplýsinga um atvik í Edinborgarhúsinu Lögreglan á Vestfjörðum handtók á dögunum mann eftir atvik við Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Atvikið sem um ræðir átti sér stað aðfaranótt síðasta sunnudags, þriðja september. Innlent 8.9.2023 09:11 Þrír fluttir með þyrlunni til Reykjavíkur og fjórir með sjúkraflugi Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir alvarlegt slys skammt frá Blönduósi. Nokkrir aðrir voru fluttir með sjúkrabifreiðum til Akureyrar en þar voru fjórir settir í sjúkraflug til Reykjavíkur og nokkrir lagðir inn á Sjúkrahúsið á Akureyri. Innlent 8.9.2023 09:04 Þrír fluttir á sjúkrahús með þyrlu Gæslunnar eftir alvarlegt slys Þyrla Landhelgisgæslunnar og aðrir viðbragðsaðilar voru kallaðir út rétt eftir klukkan fimm í morgun eftir að tilkynning barst um mjög alvarlegt umferðarslys á þjóðveginum sunnan við Blönduós. Innlent 8.9.2023 06:39 Þjófnaðir, ölvun og ungmenni með hníf Verkefni lögreglunna á höfuðborgarsvæðinu voru nokkuð fjölbreytt í gærkvöldi og nótt en nokkur fjöldi þeirra tengdist þjófnuðum og einstaklingum í annarlegu ástandi. Innlent 8.9.2023 06:24 Útskýrir vinnubrögð lögreglunnar í handtökunni í Hveragerði Vinnubrögð lögreglu hafa verið harðlega gagnrýnd vegna handtöku á fólki í Hveragerði af formanni ADHD-samtakanna, sem segir málið það ljótasta sem hann hafi heyrt um. Handtakan átti sér stað í fyrrakvöld vegna fíkniefnaaksturs þar sem að amfetamín fannst í blóði þeirra vegna ADHD lyfsins Elvanse. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi tjáði sig um vinnubrögð lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 7.9.2023 19:36 Sex í fangageymslum eftir nóttina og töluverðum fjármunum stolið Sex gista fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú í morgunsárið, þar af fjórir vegna aksturs undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Fleiri voru handteknir vegna aksturs undir áhrifum en sleppt eftir blóðsýnatökur. Innlent 7.9.2023 06:29 „Þessi aðgerð tókst bara prýðilega“ Formaður Landssambands lögreglumanna vísar samlíkingu annars mótmælandans um borð í hvalveiðiskipum Hvals, þar sem lögreglunni hér á landi er líkt við lögregluna í Íran, á bug. Hann telur aðgerðir lögreglu í tengslum við mótmælin hafa gengið vel. Innlent 6.9.2023 21:01 Gerði þarfir sínar utandyra í miðbænum Lögregla fékk í dag tilkynningu um erlendan ferðamann sem var að gera þarfir sínar utandyra í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði var aðilinn farinn á brott. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 6.9.2023 17:52 Fjórtán ára ökumaður stöðvaður í miðborginni um hánótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann í miðborginni um klukkan 3.30 í nótt en um reyndist að ræða fjórtán ára dreng. Hafði hann tekið umrædda bifreið í leyfisleysi og var sóttur af móður sinni. Innlent 6.9.2023 06:31 „Þetta er óafsakanlegt“ Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segist þekkja fjölmörg dæmi þess að menn séu dregnir út á nærbuxunum einum klæða af lögreglu, líkt og gert var í Breiðholti í morgun, en slíkum tilfellum fari fækkandi. „Það er eiginlega ekki hægt að afsaka þetta í mínum huga,“ segir hann. Innlent 5.9.2023 22:24 „Þetta var það minnsta sem ég gat gert“ Nic, aðgerðarsinninn sem var handtekin á mótmælunum við hvalveiðiskipin Hval 8 og Hval 9 í dag segist hafa verið að senda Anahitu, öðrum mótmælandanum, skilaboð þegar hún var handtekin eftir að hafa farið inn fyrir merktan lögregluborða. Anahita hafi verið í uppnámi og hún ætlað að hughreysta hana. Innlent 5.9.2023 19:14 Grunaður um vopnuð rán á vespu og fimmtán önnur brot Gæsluvarðhald karlmanns, sem hann hefur sætt frá 6. ágúst síðastliðnum, hefur verið framlengt til 27. september næstkomandi. Hann er grunaður um að hafa framið tvö vopnuð rán sama daginn auk fimmtán misalvarlegra brota frá árinu 2019. Innlent 5.9.2023 18:08 Tóku bakpokann af konunni til að flýta fyrir mótmælalokum Hvalur hf. hefur kært konurnar tvær sem mótmæltu hvalveiðum í tunnum í möstrum hvalskipa félagsins til lögreglu. Yfirlögregluþjónn segir ekki mannréttindabrot að taka bakpoka af fólki sem hafi gerst brotlegt við lög. Innlent 5.9.2023 15:56 „Maður fer að velta fyrir sér hvort þarna geti verið á ferðinni mannréttindabrot“ Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands veltir því fyrir sér hvort lögregla hafi brotið á mannréttindum annars mótmælandans í hvalveiðiskipinu með því að hafa svipt hana eigum sínum. Þá þurfi það að koma til alvarlegrar skoðunar hvort lögreglan hafi gætt meðalhófs í málinu. Fólk missi ekki mannréttindi sín við að viðhafa borgaralega óhlýðni. Innlent 5.9.2023 13:37 « ‹ 55 56 57 58 59 60 61 62 63 … 274 ›
Sparkaði í og hrækti á innanstokksmuni í verslun Nóttin var róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem sinnti þó tveimur útköllum vegna einstaklinga í annarlegu ástandi. Annar var til vandræða í verslun og hinn að áreita fólk. Innlent 13.9.2023 06:21
Rændi unga bræður á leið út í sjoppu Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. þessa mánaðar vegna gruns um að hann hafi framið átta refsiverð brot frá 27. júní síðastliðnum. Meðal brotanna er rán fimm þúsund króna af ungum bræðrum sem voru á leið út í sjoppu að kaupa sér nammi. Innlent 12.9.2023 08:00
Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. Innlent 11.9.2023 16:21
Lýsa eftir ökumanni sem ók á kú í Hörgárdal Lögreglan á Akureyri hefur lýst eftir ökumanni sem ók bíl sínum af vettvangi eftir að hafa ekið á kú í Hörgárdal við Jónasarlund á Þjóðvegi 1 rétt eftir klukkan 15:30 í gær. Sömuleiðis er lýst eftir vitnum að atvikinu. Innlent 11.9.2023 06:11
Tilkynnt um eignaspjöll í miðborginni Tilkynnt var um eignaspjöll í miðborg Reykjavíkur og hlupu nokkrir aðilar af vettvangi að sögn vitna. Innlent 11.9.2023 06:04
Lýsa eftir manni sem keyrði á kú og stakk af Lögreglan á Akureyri lýsir eftir ökumanni sem keyrði á kú í Hörgárdal við Jónasarlund á Þjóðvegi 1 rétt eftir klukkan hálf fjögur í dag. Bíll ökumannsins var hvítur en frekari upplýsingar liggja ekki fyrir. Innlent 10.9.2023 22:03
Lögregla kölluð til vegna TikTok-byssumyndbands unglinga Það var mikið um ölvun og óspektir í miðbænum í nótt að sögn lögreglu, en sex gistu fangageymslur eftir nóttina. Innlent 10.9.2023 07:26
Sérsveitin með viðbúnað í Grundarfirði Nokkur viðbúnaður lögreglu var við íbúðarhús í Grundarfirði fyrr í kvöld vegna tilkynningu um mann með skotvopn. Sérsveit ríkislögreglustjóra var með töluverðan viðbúnað á vettvangi. Vopnið reyndist eftirlíking. Innlent 9.9.2023 21:53
Ungbarn á skemmtistað í Grafarvogi Lögregla fékk í gærkvöldi tilkynningu um einstakling með ungbarn á skemmtistað í Grafarvogi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en þar er ekki greint frá frekari viðbrögðum lögreglu við málinu. Innlent 9.9.2023 07:09
Konan er fundin Konan sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gærkvöldi er komin í leitirnar. Lögregla þakkar fyrir veitta aðstoð. Innlent 8.9.2023 22:57
„Ömurlegur endir á góðu ferðalagi“ Enginn slasaðist alvarlega þegar rúta með rúmlega tuttugu starfsmönnum Akureyrarbæjar valt snemma í morgun skammt frá Blönduósi. Þjónustustjóri segir þetta mikið áfall fyrir fólkið en flestir voru sofandi þegar atvikið átti sér stað. Innlent 8.9.2023 22:01
Lýst eftir Alfreð Erling Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir Alfreð Erling Þórðarsyni, 45 ára gömlum karlmanni. Alfreð er skolhærður með sítt að aftan og um 176 sentimetrar á hæð. Innlent 8.9.2023 20:30
Eftirlýstur hælisleitandi handtekinn með tvær milljónir í reiðufé Karlmaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af fyrr í mánuðinum reyndist eftirlýstur hælisleitandi. Við leit á manninum fundust tvær milljónir króna í reiðufé. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Innlent 8.9.2023 20:03
Bílarnir gjöreyðilagðir eftir íkveikjuna Ótti greip um sig meðal íbúa fjölbýlishúss í Naustahverfi á Akureyri þar sem grunur leikur á að kveikt hafi verið í bílum í nótt. Bílarnir gjöreyðilögðust eins og sést af meðfylgjandi myndskeiðum frá vettvangi. Innlent 8.9.2023 19:56
Fimm handteknir grunaðir um íkveikjur á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur handtekið fimm einstaklinga sem eru grunaðir um íkveikjur á Akureyri. Lögreglan fékk tilkynningar um tvo eldsvoða, annars vegar í nótt og hins vegar í morgun. Báðir eldsvoðarnir voru í Naustahverfi. Innlent 8.9.2023 13:13
Akureyringar á leið heim eftir Evrópuferð í rútunni sem valt Rúta sem valt skammt sunnan við Blönduós á sjötta tímanum í morgun var að ferja 23 Akureyringa til síns heima frá Keflavíkurflugvelli. Sjö voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar og sjúkraflugi á Landspítalann í Reykjavík. Aðrir voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri. Enginn lést í slysinu og ekki vitað til þess að nokkur sé í lífshættu. Innlent 8.9.2023 10:12
Lögreglan óskar upplýsinga um atvik í Edinborgarhúsinu Lögreglan á Vestfjörðum handtók á dögunum mann eftir atvik við Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Atvikið sem um ræðir átti sér stað aðfaranótt síðasta sunnudags, þriðja september. Innlent 8.9.2023 09:11
Þrír fluttir með þyrlunni til Reykjavíkur og fjórir með sjúkraflugi Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir alvarlegt slys skammt frá Blönduósi. Nokkrir aðrir voru fluttir með sjúkrabifreiðum til Akureyrar en þar voru fjórir settir í sjúkraflug til Reykjavíkur og nokkrir lagðir inn á Sjúkrahúsið á Akureyri. Innlent 8.9.2023 09:04
Þrír fluttir á sjúkrahús með þyrlu Gæslunnar eftir alvarlegt slys Þyrla Landhelgisgæslunnar og aðrir viðbragðsaðilar voru kallaðir út rétt eftir klukkan fimm í morgun eftir að tilkynning barst um mjög alvarlegt umferðarslys á þjóðveginum sunnan við Blönduós. Innlent 8.9.2023 06:39
Þjófnaðir, ölvun og ungmenni með hníf Verkefni lögreglunna á höfuðborgarsvæðinu voru nokkuð fjölbreytt í gærkvöldi og nótt en nokkur fjöldi þeirra tengdist þjófnuðum og einstaklingum í annarlegu ástandi. Innlent 8.9.2023 06:24
Útskýrir vinnubrögð lögreglunnar í handtökunni í Hveragerði Vinnubrögð lögreglu hafa verið harðlega gagnrýnd vegna handtöku á fólki í Hveragerði af formanni ADHD-samtakanna, sem segir málið það ljótasta sem hann hafi heyrt um. Handtakan átti sér stað í fyrrakvöld vegna fíkniefnaaksturs þar sem að amfetamín fannst í blóði þeirra vegna ADHD lyfsins Elvanse. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi tjáði sig um vinnubrögð lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 7.9.2023 19:36
Sex í fangageymslum eftir nóttina og töluverðum fjármunum stolið Sex gista fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú í morgunsárið, þar af fjórir vegna aksturs undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Fleiri voru handteknir vegna aksturs undir áhrifum en sleppt eftir blóðsýnatökur. Innlent 7.9.2023 06:29
„Þessi aðgerð tókst bara prýðilega“ Formaður Landssambands lögreglumanna vísar samlíkingu annars mótmælandans um borð í hvalveiðiskipum Hvals, þar sem lögreglunni hér á landi er líkt við lögregluna í Íran, á bug. Hann telur aðgerðir lögreglu í tengslum við mótmælin hafa gengið vel. Innlent 6.9.2023 21:01
Gerði þarfir sínar utandyra í miðbænum Lögregla fékk í dag tilkynningu um erlendan ferðamann sem var að gera þarfir sínar utandyra í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði var aðilinn farinn á brott. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 6.9.2023 17:52
Fjórtán ára ökumaður stöðvaður í miðborginni um hánótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann í miðborginni um klukkan 3.30 í nótt en um reyndist að ræða fjórtán ára dreng. Hafði hann tekið umrædda bifreið í leyfisleysi og var sóttur af móður sinni. Innlent 6.9.2023 06:31
„Þetta er óafsakanlegt“ Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segist þekkja fjölmörg dæmi þess að menn séu dregnir út á nærbuxunum einum klæða af lögreglu, líkt og gert var í Breiðholti í morgun, en slíkum tilfellum fari fækkandi. „Það er eiginlega ekki hægt að afsaka þetta í mínum huga,“ segir hann. Innlent 5.9.2023 22:24
„Þetta var það minnsta sem ég gat gert“ Nic, aðgerðarsinninn sem var handtekin á mótmælunum við hvalveiðiskipin Hval 8 og Hval 9 í dag segist hafa verið að senda Anahitu, öðrum mótmælandanum, skilaboð þegar hún var handtekin eftir að hafa farið inn fyrir merktan lögregluborða. Anahita hafi verið í uppnámi og hún ætlað að hughreysta hana. Innlent 5.9.2023 19:14
Grunaður um vopnuð rán á vespu og fimmtán önnur brot Gæsluvarðhald karlmanns, sem hann hefur sætt frá 6. ágúst síðastliðnum, hefur verið framlengt til 27. september næstkomandi. Hann er grunaður um að hafa framið tvö vopnuð rán sama daginn auk fimmtán misalvarlegra brota frá árinu 2019. Innlent 5.9.2023 18:08
Tóku bakpokann af konunni til að flýta fyrir mótmælalokum Hvalur hf. hefur kært konurnar tvær sem mótmæltu hvalveiðum í tunnum í möstrum hvalskipa félagsins til lögreglu. Yfirlögregluþjónn segir ekki mannréttindabrot að taka bakpoka af fólki sem hafi gerst brotlegt við lög. Innlent 5.9.2023 15:56
„Maður fer að velta fyrir sér hvort þarna geti verið á ferðinni mannréttindabrot“ Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands veltir því fyrir sér hvort lögregla hafi brotið á mannréttindum annars mótmælandans í hvalveiðiskipinu með því að hafa svipt hana eigum sínum. Þá þurfi það að koma til alvarlegrar skoðunar hvort lögreglan hafi gætt meðalhófs í málinu. Fólk missi ekki mannréttindi sín við að viðhafa borgaralega óhlýðni. Innlent 5.9.2023 13:37