Lögreglumál

Fréttamynd

Nóttin gekk vel þrátt fyrir mikla ölvun

Nýársnótt gekk vel fyrir sig, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og engin „stór mál“ rötuðu á borð lögreglu. Fjórir gistu í fangaklefum í morgun sem telst mjög lítið að morgni nýársdags. 

Innlent
Fréttamynd

Með inn­kaupa­kerru á miðri ak­braut og sagðist taka styðstu leið

Tilkynnt var um mann með innkaupakerru á miðri akbraut en þegar lögregla ræddi við hann kvaðst hann vera að taka stystu leið á áfangastað og að göngustígar væru ófærir. Þetta er meðal þess sem fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en maðurinn sagðist jafnframt ætla að koma sér af akbrautinni.

Innlent
Fréttamynd

Koma upp nýju verk­lagi á lokunar­póstum

Lögregla á Suðurnesjum hefur tekið upp nýtt verklag á lokunarpóstum til Grindavíkur og þurfa þeir sem vilja komast í bæinn nú að gefa upp kennitölu, auk þess að bílnúmer er sérstaklega skráð niður.

Innlent
Fréttamynd

Einn hand­tekinn vegna á­rásarinnar á að­fanga­dag

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til íbúa og forráðamanna fyrirtækja í Hvaleyrarholti að athuga með myndefni í öryggis- og eftirlitsmyndavélum á svæðinu og koma því til lögreglu ef svo ber undir. Tilefnið er rannsókn á skotárás sem gerð var í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld.

Innlent
Fréttamynd

Byssumanna enn leitað eftir á­rás á að­fanga­dag

Tveggja manna, sem grunaðir eru um skotárás í heimahúsi í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld, er enn leitað. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Kyn­þáttur hafi verið hand­tökunni ó­við­komandi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist í engu kannast við þá atvikalýsingu sem komið hefur fram vegna handtöku karlmanns sem handtekinn á aðfangadagskvöld. Stöðvarstjóri segir ekkert óeðlilegt við handtöku mannsins og að kynþáttur hans sé málinu óviðkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Tvíeyki tók gas­kúta Grind­víkinga ó­frjálsri hendi

Gaskútur og grillábreiða voru horfin þegar Aron Ágústsson íbúi í Grindavík og fjölskylda hans sneri aftur heim til Grindavíkur í dag. Hann segir furðulegt að óprúttnir aðilar komist inn í bæinn og að munir hverfi þrátt fyrir fullyrðingar lögreglustjóra um að ekkert sé að óttast.

Innlent
Fréttamynd

Sjö vistaðir í fanga­klefa í nótt

Sjö manns voru vistaðir í fangaklefa í gærkvöldi og nótt að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar. Ýmist fyrir slagsmál, innbrot, eða akstur undir áhrifum fíkniefna. 

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi mála hjá lög­reglu í nótt

Nóttin hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var annasöm að því er segir í fréttaskeyti lögreglunnar. Fjöldi mála komu á borð lögreglu milli klukkan fimm í gær og fimm í morgun, eða 44, fyrir utan almennt eftirlit. 

Innlent
Fréttamynd

Tæmdu hillur King Kong á níu­tíu sekúndum

Brotist var inn í verslunina King Kong á Höfðabakka í nótt, þar sem þjófar tæmdu hillur vape verslunarinnar ofan í töskur og hlupu síðan á brott. Eigandi verslunarinnar segir tjónið töluvert.

Innlent
Fréttamynd

Kýldi lög­reglu­þjón í and­litið

Maður sem handtekinn var í nótt, grunaður um ölvunarakstur og akstur án ökuréttinda, veittist að lögregluþjóni og sló með krepptum hnefa í andlitið þegar verið var að keyra hann heim að sýnatöku lokinni. Maðurinn var því handtekinn á ný og vistaður í fangaklefa. Talsvert var um hótanir og ofbeldi gagnvart lögreglumönnum við störf í gærkvöldi og í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Yngsti drengurinn hafi ekki hitt bræður sína í tvær vikur

Lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir drengina þrjá sem fluttir voru til Noregs í gær ekki hafa verið alla saman síðustu tvær vikur. Kæra hafi verið lögð fram á hendur þeim sem hafi aðstoðað við að fela drengina þegar leitað var að þeim.

Innlent