Stj.mál

Fréttamynd

Endurskoðun hafin

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra lýsti því yfir á fundi með Samtökum um kvennaathvarf, Stígamót og fleiri samtök í gærmorgun að vinna væri hafin við að endurskoða kynferðiskafla almennra hegningarlaga.

Innlent
Fréttamynd

Refsirammi rúmur en dómar of vægir

Ragnheiður Bragadóttir lagaprófessor segir að refsirammi kynferðisbrota sé sé rúmur og geri ráð fyrir þungum refsingum. Dómar séu hins vegar oft vægir. Dómsmálaráðherra hefur falið Ragnheiði að skoða ákvæði í kynferðisbrotakafla hegningarlaganna.

Innlent
Fréttamynd

Þarf tvo milljarða í bætt öryggi

Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra telur að það þurfi að verja um tveimur milljörðum króna á næstu fjórum árum til að auka öryggi í heilbrigðiskerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Fallvölt ímynd í stjórnmálum

Hveitibrauðsdögum nýrrar forystu Samfylkingarinnar lauk á fyrsta degi eftir tímamótalandsfund um síðustu helgi. Trúverðugleikinn er á vogarskálum þar sem Ágúst Ólafur Ágústsson verst ásökunum um að hafa beitt sviksamlegum vinnubrögðum í kjöri um embætti varaformanns.</font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Varar við byggð í eyjunum

Hugmyndir borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins um íbúðabyggð á eyjunum í kringum Reykjavík eru fáránlegar, segir Jóhann Óli Hilmarsson formaður Fuglaverndunarfélags Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Endurskoða lög um kynferðisbrot

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur falið Ragnheiði Bragadóttir lagaprófessor að semja drög að frumvarpi um breytingar á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Um er að ræða þau ákvæði sem eru um nauðgun og önnur brot gegn kynfrelsi fólks, kynferðisbrot gegn börnum og vændi.

Innlent
Fréttamynd

Símtal breytti bankasölunni

Selja átti Landsbankann og Búnaðarbankann til almennings og tryggja dreifða eignaraðild. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson skiptu um skoðun og ákváðu að selja bankana til eins fjárfestis hvorn um sig eftir að Björgólfur Guðmundsson hringdi í Davíð og vildi kaupa annan hvorn bankann.

Innlent
Fréttamynd

Tveir nýir sendiherrar

Utanríkisráðherra skipaði í dag þá Helga Gíslason prótokollstjóra og Svein Á. Björnsson sendifulltrúa sendiherra í utanríkisþjónustunni frá og með 1. júní næstkomandi. Helgi Gíslason réðst til starfa í utanríkisþjónustunni árið 1970 og hefur m.a. starfað í sendiráðum Íslands í Kaupmannahöfn, Moskvu, París. Sveinn Á. Björnsson réðst til starfa í viðskiptaráðuneytinu árið 1970 og starfaði m.a. sem viðskiptafulltrúi í París á þess vegum.

Innlent
Fréttamynd

Skipaði tvo nýja sendiherra

Davíð Oddsson utanríkisráðherra hefur skipað þá Helga Gíslason og Svein Á. Björnsson sendiherra frá og með næstu áramótum.

Innlent
Fréttamynd

Stýrðu sölu bankanna

Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson tóku völdin af framkvæmdanefnd um einkavæðingu við sölu Landsbankans og Búnaðarbankans til að stýra því hver fengi að kaupa. Átökin um bankana og VÍS voru svo mikil að ríkisstjórnarsamstarfið var í uppnámi um tíma.

Innlent
Fréttamynd

Segir hugmyndir ekki stolnar

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, vísar ummælum Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra um að sjálfstæðismenn hafi stolið hugmyndum um uppbyggingu á Örfirisey algjörlega á bug. Steinunn Valdís sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hugmyndirnar hefðu verið kynntar sem trúnaðarmál í hafnarstjórn á sínum tíma og greinilegt væri að sjálfstæðismenn gerðu þær að sinni tillögu nú. Því fagnaði hún.

Innlent
Fréttamynd

Kynferðisbrotakafli endurskoðaður

Dómsmálaráðuneytið vinnur nú að breytingum og er að semja drög að frumvarpi á þeim ákvæðum í kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga sem fjalla um nauðgun og önnur brot gegn kynfrelsi fólks, kynferðisbrot gegn börnum og vændi. Hefur ráðuneytið fengið Ragnheiði Bragadóttur, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, til að semja drög að frumvarpi vegna breytinga á ákvæðunum.

Innlent
Fréttamynd

Kosningar lögmætar

Kjörstjórn landsfundar Samfylkingarinnar segir að kosningar í öll embætti á landsfundinum hafi verið lögmætar og í samræmi við reglur flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Kanna arðsemi og umhverfisáhrif

"Áður en hægt er að taka afstöðu til álvers í Helguvík þarf fyrst að kanna arðsemi jafnt álversins og þeirra jarðvarmavirkjana sem því tengjast. Jafnframt finnst mér ljóst að fara þarf yfir umhverfisþætti málsins," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar 

Innlent
Fréttamynd

Sýna vöðva og tennur

Fulltrúar flokkanna þriggja, sem koma að Reykjavíkurlistanum, funduðu í gær um framtíð samstarfsins.

Innlent
Fréttamynd

Út á hvað gengur stjórnarskrá ESB?

Út á hvað gengur þessi umdeilda stjórnarskrá Evrópusambandsins sem virðist vekja hörð viðbrögð um alla álfuna? Fréttamaður Stöðvar 2 rýndi í skjalið og skýrir málið.

Erlent
Fréttamynd

Segja Alfreð hóta samstarfsslitum

Vinstri grænir segja Alfreð Þorsteinsson hóta að slíta meirihlutasamstarfinu í Reykjavík. Hótanir hans um að mynda meirihluta með sjálfstæðismönnum í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur til að selja rafmagn til stóriðju spilli viðræðum um framtíð Reykjavíkurlistans.

Innlent
Fréttamynd

Kosningar á landsfundi lögmætar

Ný kjörstjórn landsfundar Samfylkingarinnar hefur gefið út yfirlýsingu um að kosningar í öll embætti á landsfundi Samfylkingarinnar hafi verið lögmætar og í samræmi við reglur flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Frakkar hafni stjórnarskránni

Franski hægri öfgamaðurinn Jean Marie Le Pen hélt fund í París í gær þar sem hann hvatti Frakka til að hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins. Le Pen notaði einnig tækifærið til að leggja áherslu á mikilvægi þess að hleypa sem fæstum útlendingum inn í landið og að koma eigi í veg fyrir að Tyrkir komist inn í Evrópusambandið.

Erlent
Fréttamynd

Eyjaborgin Reykjavík

Sjálfstæðismenn vilja allt að 350 hektara uppfyllingu við sundin, meðal annars frá Örfirisey út í Akurey og byggð í Engey með brú og göngum. Einnig er gert ráð fyrir byggð í Viðey. Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna kynnti í gær hugmyndir um nýja byggð fyrir 30 þúsund íbúa á eyjunum við sundin

Innlent
Fréttamynd

Stefnir allt í að Frakkar hafni

Það er næsta víst að Frakkar hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudaginn kemur. Könnun sem birt var í morgun bendir til þess að fimmtíu og fjögur prósent þeirra sem ætla á annað borð á kjörstað hyggist greiða atkvæði gegn stjórnarskránni.

Erlent
Fréttamynd

Vilhjálmur vill prófkjör

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, vill að flokkurinn haldi prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Hann sækist eftir fyrsta sætinu og lítur ekki á það sem þrýsting á sig þótt Gísli Marteinn Baldursson hafi einnig lýst áhuga á að leiða flokkinn í kosningunum.

Innlent
Fréttamynd

Mannréttindum hrakar á heimsvísu

Mannréttindum hrakar á heimsvísu og þau eru brotin um allan heim. Bandaríkin og framferði stjórnvalda þar er ein meginorsök þessarar þróunar, samkvæmt ársskýrslu Amnesty International.

Erlent
Fréttamynd

Refsa Chirac fyrir efnahagsmálin

Á sunnudaginn kemur fella Frakkar stjórnarskrá Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu ef að líkum lætur. Nýjustu kannanir benda til þess að fimmtíu og fimm prósent þeirra sem ætla á kjörstað hyggist greiða atkvæði gegn stjórnarskránni.

Erlent
Fréttamynd

Gunnar fær ekki biðlaun

Gunnar I. Birgisson, verðandi bæjarstjóri Kópavogs, fær ekki biðlaun þegar hann lætur af því starfi. Hann tekur við starfinu af Hansínu Björgvinsdóttur um næstu mánaðamót.

Innlent
Fréttamynd

Komið aftan að tugþúsundum heimila

Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður segir komið aftan að fimmtíu til sextíu þúsund heimilum í landinu ef vaxtabætur verði skertar enn frekar. Á síðustu tveimur árum hafa vaxtabætur verið skertar um 900 milljónir.

Innlent
Fréttamynd

Draga úr þróun kjarnorkuvopna

Íranar munu halda áfram að draga úr þróun kjarnorkuvopna að sögn Jack Straw, utanríkisáðherra Bretlands. Straw lýsti þessu yfir í dag eftir að hafa setið þriggja tíma fund með forsvarsmönnum kjarnorkumála í Íran, ásamt utanríkisráðherrum Þýskalands og Frakklands, þar sem málið var rætt ítarlega.

Erlent
Fréttamynd

Björn sigrar

Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra tókst að gera flest jákvæð frumvörp, að mati Sambands ungra sjálfstæðismanna, að lögum og sigraði því í Frelsisdeild þeirra veturinn 2004-2005. Hlaut Björn farandbikar að launum í hófi sem ungir sjálfstæðismenn efndu til á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Samfylking í lið Vinstri-grænna

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur er margklofin í afstöðu til þess hvort Orkuveitan eigi að taka þátt í orkusölu til álversins í Helguvík. Fulltrúi Samfylkingar mun að líkindum leggjast í lið með fulltrúa Vinstri-grænna í afstöðunni gegn álveri í Helguvík.

Innlent
Fréttamynd

Margklofin stjórn

Oddviti Samfylkingarinnar í R-lista samstarfinu segist ekki vilja blanda Orkuveitunni í kapphlaup vegna álvers í Helguvík. Algjör óvissa ríkir um hvort Orkuveita Reykjavíkur muni taka þátt í orkusölu til fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Iðnaðarráðherra skoðaði Helguvík í gær og átti fund með bæjarstjóra Reykjanesbæjar.

Innlent