Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út síðdegis vegna elds sem kviknaði í þaki nýbyggingar í Garðabæ. Talið er að um hafi verið að ræða sprengingar í gaskútum en engin slys urðu á fólki. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum og ræðum við varðstjóra í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara segir ótækt að einkaaðilar stundi innheimtu fyrir lánasjóð námsmanna enda hafi þeir hag af því að fá greiddan innheimtukostnað. Hún vill að innheimtan sé á vegum ríkisins en ekki lögmanna úti í bæ og segir það stór mistök að ábyrgðarmannakerfið hafi ekki verið lagt af í heild sinni.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við yfir vaxtastökk Seðlabankans í dag og ástæður bankans fyrir þessari tólftu vaxtahækkun sinni. Seðlabankastjóri segir hættu á kreppu fái mikil verðbólga að grassera í langan tíma og þá verði erfiðara að vinda ofan af henni.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum heyrum við í barnamálaráðherra sem boðar breytingar á lögum um leikskóla og jafnvel lengingu á fæðingarorlofi. Foreldrar leikskólabarna í Reykjavík stóðu fyrir mótmælum í Ráðhúsinu í dag vegna skorts á leikskólaplássum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Mikill titringur hefur verið á fjármálamörkuðum um allan heim í dag eftir yfirtöku á svissneska bankanum Credit Suisse um helgina. Við ræðum málið við sérfræðing í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Svissneski bankinn UBS er sagður hafa komist að samkomulagi um yfirtöku á vandræðabankanum Credit Suisse. Íslenskur greinandi segir þetta líklega róa markaði í Evrópu. Kaupverðið er langt undir markaðsvirði sem komi ekki á óvart þar sem úlfatími sé á fjármálamarkaði um þessar mundir.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjármálaráðherra segir afleiðingarnar af hruni banka erlendis enn að koma í ljós. Styrkur íslenska fjármálakerfisins og viðnámsþrótturinn sé mjög mikill og hefur hann ekki áhyggjur, þó málið gæti haft einhver áhrif hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins hafa gefið út handtökuskipun á hendur Vladímír Pútín Rússlandsforseta, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu og vegna þess fjölda úkraínskra barna sem fluttur hefur verið með ólögmætum hætti frá Úkraínu. Við fjöllum um málið í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ung kona sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi hefur ásamt föður sínum höfðað skaðabótamál á hendur bænum. Þau krefjast breytinga á barnaverndarkerfinu til að koma í veg fyrir að fleiri börn „verði rænd æskunni,“ eins og feðginin orða það.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Seðlabankinn hefur gert viðskiptabönkunum að leggja meira fé til hliðar vegna vaxandi áhættu að undanförnu. Bankarnir, heimilin og fyrirtækin standa þó almennt vel og vanskil sjaldan verið minni.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Úkraínuforseti þakkaði Íslendingum fyrir stuðning þeirra við Úkraínu allt frá upphafi innrásar Rússa, á sameiginlegum fundi með forsætis- og utanríkisráðherra í Kænugarði í dag. Forsætisráðherra segir mikilvægt að sjá afleiðingar stríðsins með eigin augum og undirbúa leiðtogafund í Reykjavík í maí um málefni Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinum við frá fjölgun fólks með fjölþættan vanda sem sækir gistiskýli borgarinnar. Bæði Reykjavíkurborg og heilbrigðisráðherra vinna að endurskoðun þjónustu við þennan hóp og er þá meðal annars horft til víðtækari úrræða og varanlegt neyslurými.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Heilbrigðisráðherra telur þörf á skaðaminnkandi úrræði þar sem fólk með alvarlegan vímuefnavanda getur fengið og notað morfín undir eftirliti. Við ræðum við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann ætlar að stofna starfshóp um aðgerðaáætlun fyrir hópinn og stefnir á að leggja málið fyrir Alþingi næsta vetur. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Skipstjórnarmenn eru ekki að rjúfa samstöðu sjómanna með því að samþykkja nýjan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í Sjávarútvegi, segir formaður Félags skipstjórnarmanna, en niðurstaða atkvæðagreiðslu félagsmanna lá fyrir í gær. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum heyrum við í Valmundi Valmundssyni formanni Sjómannasambands Íslands en í dag felldu félagar í öllum sextán aðildarfélögum sambandsins nýgerðan kjarasamning með miklum meirihluta atkvæða. Samningnum var hafnað með 67 prósentum atkvæða en 32 prósent samþykktu samninginn. Hann þótti marka tímamót þótt ekki væri fyrir annað en gildistímann sem var tíu ár. Skipstjórnarmenn í Sjómannafélagi Íslands hafa hins vegar samþykkt samninginn.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Dómsmálaráðherra telur að árangur af umfangsmiklum breytingum í löggæslumálum, sem kynntar voru í dag, komi fram strax á þessu ári. Breytingarnar hafa verið heilt ár í vinnslu; áttatíu nýir lögreglumenn verða ráðnir og stórefla á aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Miðlunartillaga í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins var samþykkt með miklum meirihluta í dag. Formaður Eflingar segir SA hafa neitað að eiga eðlilegar samningaviðræður við félagið og því hafi það ekki getað gert ákjósanlegan samning fyrir sitt fólk. Framkvæmdastjóri SA segir aðgerðir Eflingar hafa kostað mikið en skilað litlu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Um tíu þúsund börn búa við fátækt á Íslandi og fjölgar þeim milli ára. Leiðtogi hjá Barnaheillum segir fólk festast í fátæktargildru, sem erfitt reynist að komast út úr. Stjórnvöld þurfi að marka stefnu, sem hingað til hefur ekki verið til staðar og uppræta fátækt í eitt skipti fyrir öll.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Karlmaður sem beðið hefur eftir lifrarígræðslu missti af tækifærinu loksins þegar það kom vegna þess að ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar. Stjórnendur Landspítalans segja atvik sem þetta ekki mega endurtaka sig. Við fjöllum um málið.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kærasta ungs manns sem legið hefur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum vegna streptókokkasýkingar í heila segir veikindi hans það skelfilegasta sem komið hefur fyrir hana. Þau standa nú frammi fyrir sjúkrahúskostnaði sem hleypur á milljónum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sérfræðingur í varnarmálum telur að stofna eigi íslenskan her, sem teldi um þúsund manns, til að bregðast megi við breyttum aðstæðum í varnarmálum Íslands. Utanríkisráðherra telur þó ekki þörf á því; ef auka eigi fjármuni til varnarmála væri þeim betur varið annars staðar. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lögmaður eins sakborninga í Euromarket-málinu svokallaða, sem látið var niður falla á dögunum, segir skaðabótamál gegn ríkinu í farvatninu. Hann gagnrýnir lögreglu fyrir íburðarmikla blaðamannafundi, sem séu til þess fallnir að sveigja almenningsálitið. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og fáum Helga Gunnlaugsson afbrotafræðing til okkar í myndver í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sex ára rannsókn á máli sem lögreglan kynnti sem eitt umfangsmesta fíkniefna- og peningaþvættismál sögunnar er lokið án þess að gefin verði út ákæra. Við fjöllum um málið, sem kennt hefur verið við Euromarket, í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við einn sakborninga.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við vandlega yfir stöðuna sem nú er komin upp eftir að forysta Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa fallist á að setja nýja miðlunartillögu í dóm félagsmanna. Formaður Eflingar segir þernur og bílstjóra olíufélaganna og Samskipa fá töluverðar bætur, en framkvæmdastjóri SA segir tillöguna fela í sér sömu launatöflu og í samningum Starfsgreinasambandsins.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tími setts ríkissáttasemjara til að leggja fram nýja miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins fer að renna út vegna yfirvofandi verkbanns á mánudag. Hann er líka í þrengri stöðu en embættið var til að leggja fram slíka tillögu þar sem hann þarf að vera þess fullviss að báðir deiluaðilar muni samþykkja að tillaga hans fari í atkvæðagreiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ríkissáttasemjari mun ráðfæra sig við samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í kvöld um nýja miðlunartillögu. Atvinnurekendur hafa því frestað fyrirhuguðu verkbanni fram yfir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri segir veitingamenn ekki þurfa að hlýða boðuðu verkbanni Samtaka atvinnulífsins sem hefst að óbreyttu á fimmtudag. Þeim beri ekki lagaleg skylda til þess þar sem samtökin telja sig ekki hluta af kjaradeilunni. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Stjórnvöld eiga ekki að stíga inn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins að svo stöddu, að mati formanns Viðreisnar. Þau þurfi þó að skerpa og auka heimildir ríkissáttasemjara þar sem vinnuumhverfi hans sé óviðunandi. Ný miðlunartillaga, sem ríkissáttasemjari íhugar nú, megi ekki leiða til höfrungahlaups.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru tilbúin að fresta verkbanni og verkfalli kalli settur ríkissáttasemjari þau til viðræðna. Formaður Eflingar segir stjórnvöld einnig geta liðkað fyrir samningum með ýmsum aðgerðum. Um átta þúsund krónum munar á meðaltalshækkun launa í samningi Starfsgreinasambandsins og þess sem Efling fer fram á.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Efling krefst þess að stjórnvöld þrýsti á Samtök atvinnulífsins að draga boðað verkbann samtakanna til baka. Félagið boðaði til fjölmenns samstöðufundar í dag og hafði síðan uppi mótmæli við forsætisráðuneytið og Alþingi.

Innlent