Leik lokið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undan­úr­slit annað árið í röð

Árni Gísli Magnússon skrifar
472401102_1912280092630682_5020962353076184246_n
vísir/jón gautur

Tvö efstu lið Bónus deildar kvenna, Haukar og Þór Ak., áttust við í átta liða úrslitum VÍS-bikarsins í körfubolta í dag þar sem norðankonur reyndust sterkari í lokin.

Heimakonur lögðu grunninn að sigrinum strax í upphafi 2. leikhluta þegar þær skoruðu 17 stig áður en þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Haukar komu þó vel til baka og gerðu hörkuspennandi leik úr þessu en Þórsarar voru sterkari á svellinu í brakinu og eru því á leið í 4-liða úrslit, annað árið í röð.

Nánari umfjöllun og viðtöl á Vísi innan tíðar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira