„Snýst um að ég fái að sitja í sófanum eftir tíu ár að horfa á þessa snillinga“ Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2024 08:00 Anton Sveinn McKee. Vísir/Arnar Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee vill hvetja ungt íþróttafólk til dáða með því að gefa því ólympíuvörurnar sem hann fékk í París í sumar, á sínum fjórðu og síðustu Ólympíuleikum. Þar á meðal er gullsími sem gerður var sérstaklega fyrir keppendur leikanna. Anton á í geymslu sinni ýmsa gripi frá fyrri Ólympíuleikum en nú þegar styttist í að ferlinum ljúki vill hann leyfa öðrum að njóta góðs af. Hann sýndi gullsímann og fleira á samfélagsmiðlum sínum og ætlar að draga út sigurvegara en einnig svara ungum iðkendum sem einn daginn gætu komist á stærsta svið íþróttanna. „Ástæðan fyrir því að ég er að gefa þetta er til þess að geta hvatt næstu kynslóð áfram. Þetta voru síðustu leikarnir mínir og ég vil geta veitt öðrum innblástur til að þora að dreyma og stefna langt, og hafa þá eitthvað til að minna sig á hver markmið þeirra eru, og reyna að fylgja þeim eftir. Þetta snýst um að ég fái að sitja í sófanum eftir tíu ár að horfa á þessa snillinga gera eitthvað flott á svona leikum.“ Allt of heitt í ólympíuþorpinu Á meðal þess sem Anton ætlar að gefa er sæng sem allir keppendur fengu, sem hann gat þó aldrei notað. Umhverfisverndarsjónarmið réðu því að herbergin í ólympíuþorpinu voru illa loftkæld. „Ég notaði aldrei þessa sæng því það var allt of heitt inni í ólympíuþorpinu. Mótshaldarar sköffuðu enga innbyggða loftkælingu. Við fengum reyndar einhverjar græjur en þær virkuðu ekki eins og maður vonaðist til,“ segir Anton brosandi. Hann bjó til léttan leik á TikTok til að gefa ólympíuvörurnar og viðbrögðin létu ekki á sér standa: „Ég þarf að fara í gegnum helling af skilaboðum. Ég mun ekki ná að gefa öllum varning en að minnsta kosti sent baráttukveðjur.“ Anton flutti formlega heim til Íslands í gær, eftir að hafa sótt búslóðina til Bandaríkjanna, og býr hjá móður sinni í Hafnarfirðinum fyrst um sinn. Núna tekur við nýtt og öðruvísi líf, þó að Anton ætli sér að keppa á einu stórmóti til viðbótar; HM í 25 metra laug í Búdapest í desember. Nýtt líf hafið og ferlinum lýkur á HM í Búdapest „Það var áhugavert að klára leikana og fara svo beint til Bandaríkjanna, ná í búslóðina og hundinn, og flytja allt lífið til Íslands. Það er bæði ótrúlega spennandi og líka áhugaverð kaflaskil. Núna mun sundið ekki hafa fyrsta sætið í lífinu lengur. Maður er búinn að lifa sem atvinnusundmaður síðustu 4-5 árin og nú er nýtt líf að taka við sem ég er ótrúlega spenntur fyrir. Ég er að byrja að vinna hjá HS Orku og hlakka til að láta til mín taka þar. Sundið er ekki alveg búið, ég ætla að halda aðeins áfram og vera í því út desember. Leyfa því að fjara út í stað þess að hætta allt í einu,“ segir Anton. „Ég byrja á að æfa út september og vonandi smellur þetta allt saman. Ég bý að rosalegri vinnu fyrir Ólympíuleikana og er enn í fantaformi þannig að ég þarf ekki endilega að bæta neinu við, heldur bara viðhalda. Fá svo bara að klára sundferilinn í Búdapest [á HM í desember]. Það er kominn tími á aðra hluti í lífinu.“ Ólympíuleikar 2024 í París Sund Tengdar fréttir Anton Sveinn gefur Ólympíusímann sinn Langar þig að eignast snjallsímann sem íþróttafólkið á Ólympíuleikunum í París fékk gefins? Ef svarið er já þá væri ekki óvitlaust að taka þátt í gjafaleik íslenska Ólympíufarans Antons Sveins McKee. 26. ágúst 2024 07:31 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Sjá meira
Anton á í geymslu sinni ýmsa gripi frá fyrri Ólympíuleikum en nú þegar styttist í að ferlinum ljúki vill hann leyfa öðrum að njóta góðs af. Hann sýndi gullsímann og fleira á samfélagsmiðlum sínum og ætlar að draga út sigurvegara en einnig svara ungum iðkendum sem einn daginn gætu komist á stærsta svið íþróttanna. „Ástæðan fyrir því að ég er að gefa þetta er til þess að geta hvatt næstu kynslóð áfram. Þetta voru síðustu leikarnir mínir og ég vil geta veitt öðrum innblástur til að þora að dreyma og stefna langt, og hafa þá eitthvað til að minna sig á hver markmið þeirra eru, og reyna að fylgja þeim eftir. Þetta snýst um að ég fái að sitja í sófanum eftir tíu ár að horfa á þessa snillinga gera eitthvað flott á svona leikum.“ Allt of heitt í ólympíuþorpinu Á meðal þess sem Anton ætlar að gefa er sæng sem allir keppendur fengu, sem hann gat þó aldrei notað. Umhverfisverndarsjónarmið réðu því að herbergin í ólympíuþorpinu voru illa loftkæld. „Ég notaði aldrei þessa sæng því það var allt of heitt inni í ólympíuþorpinu. Mótshaldarar sköffuðu enga innbyggða loftkælingu. Við fengum reyndar einhverjar græjur en þær virkuðu ekki eins og maður vonaðist til,“ segir Anton brosandi. Hann bjó til léttan leik á TikTok til að gefa ólympíuvörurnar og viðbrögðin létu ekki á sér standa: „Ég þarf að fara í gegnum helling af skilaboðum. Ég mun ekki ná að gefa öllum varning en að minnsta kosti sent baráttukveðjur.“ Anton flutti formlega heim til Íslands í gær, eftir að hafa sótt búslóðina til Bandaríkjanna, og býr hjá móður sinni í Hafnarfirðinum fyrst um sinn. Núna tekur við nýtt og öðruvísi líf, þó að Anton ætli sér að keppa á einu stórmóti til viðbótar; HM í 25 metra laug í Búdapest í desember. Nýtt líf hafið og ferlinum lýkur á HM í Búdapest „Það var áhugavert að klára leikana og fara svo beint til Bandaríkjanna, ná í búslóðina og hundinn, og flytja allt lífið til Íslands. Það er bæði ótrúlega spennandi og líka áhugaverð kaflaskil. Núna mun sundið ekki hafa fyrsta sætið í lífinu lengur. Maður er búinn að lifa sem atvinnusundmaður síðustu 4-5 árin og nú er nýtt líf að taka við sem ég er ótrúlega spenntur fyrir. Ég er að byrja að vinna hjá HS Orku og hlakka til að láta til mín taka þar. Sundið er ekki alveg búið, ég ætla að halda aðeins áfram og vera í því út desember. Leyfa því að fjara út í stað þess að hætta allt í einu,“ segir Anton. „Ég byrja á að æfa út september og vonandi smellur þetta allt saman. Ég bý að rosalegri vinnu fyrir Ólympíuleikana og er enn í fantaformi þannig að ég þarf ekki endilega að bæta neinu við, heldur bara viðhalda. Fá svo bara að klára sundferilinn í Búdapest [á HM í desember]. Það er kominn tími á aðra hluti í lífinu.“
Ólympíuleikar 2024 í París Sund Tengdar fréttir Anton Sveinn gefur Ólympíusímann sinn Langar þig að eignast snjallsímann sem íþróttafólkið á Ólympíuleikunum í París fékk gefins? Ef svarið er já þá væri ekki óvitlaust að taka þátt í gjafaleik íslenska Ólympíufarans Antons Sveins McKee. 26. ágúst 2024 07:31 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Sjá meira
Anton Sveinn gefur Ólympíusímann sinn Langar þig að eignast snjallsímann sem íþróttafólkið á Ólympíuleikunum í París fékk gefins? Ef svarið er já þá væri ekki óvitlaust að taka þátt í gjafaleik íslenska Ólympíufarans Antons Sveins McKee. 26. ágúst 2024 07:31
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti