Hraðskreiður skemmtibátur á sænskum fána tengist rannsókninni Jón Þór Stefánsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 9. ágúst 2024 12:06 Lögreglan við bátinn sem um ræðir í gærkvöldi. Sverrir Aðalsteinsson Umfangsmikil lögregluaðgerð í Höfn í Hornafirði í gær beindist að bát sem siglir undir sænskum fána. Um er að ræða hraðskreiðan skemmtibát sem kom til Hafnar frá Færeyjum. Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér yfirlýsingu vegna aðgerðanna á tólfta tímanum í dag. Í henni kemur fram að við tollaeftirlit lögreglu á Höfn í Hornafirði í gær hafi vaknað grunsemdir lögreglumanna um refsiverða háttsemi sem tengist fíkniefnum. Lögegla hafi fengið aðstoð frá tollgæslunni og miðlægri rannsóknardeild til að skoða málið frekar. Þá kom fram að rannsókn málsins væri skammt á veg komin. Samkvæmt vefnum Marinetraffic kom báturinn til Hafnar í Hornafirði frá Vestmannahöfn í Færeyjum. Á mynd sem birtist á vefnum má sjá lögreglumenn við eða um borð í bátnum. Starfsfólk Landhelgisgæslunnar og sérsveitar ríkislögreglustjóra komu að aðgerðunum. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir hlutverk Landhelgisgæslu og sérsveitar aðallega hafa falist í flutningi á fólki sem kom að aðgerðunum. Hann vill að svo stöddu ekki staðfesta að um fíkniefniainnflutning sé að ræða. „Það er svona, eins og ég segi, það sem við erum að skoða akkúrat núna, og sjá um hvað ræðir,“ sagði Sveinn í samtali við fréttastofu. Fjallað var um málið á vef mbl.is í gær, en þar sagði að fyrri frétt sem birt hafði verið á vefnum hefði verði fjarlægð að beiðni lögreglu. „Þegar við erum að vinna þessi mál þá þurfum við ákveðið næði og frið til vinnu, og getum ekki látið allt frá okkur og getum ekki upplýst um allt sem við erum að gera. Þannig að væntanlega hefur það verið þannig að hún hefur komið á óheppilegum tíma inn.“ Ekki liggur fyrir hvort einhver yfir höfuð eða hversu margir hafi verið handteknir í aðgerðunum. Fíkniefnabrot Lögreglumál Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér yfirlýsingu vegna aðgerðanna á tólfta tímanum í dag. Í henni kemur fram að við tollaeftirlit lögreglu á Höfn í Hornafirði í gær hafi vaknað grunsemdir lögreglumanna um refsiverða háttsemi sem tengist fíkniefnum. Lögegla hafi fengið aðstoð frá tollgæslunni og miðlægri rannsóknardeild til að skoða málið frekar. Þá kom fram að rannsókn málsins væri skammt á veg komin. Samkvæmt vefnum Marinetraffic kom báturinn til Hafnar í Hornafirði frá Vestmannahöfn í Færeyjum. Á mynd sem birtist á vefnum má sjá lögreglumenn við eða um borð í bátnum. Starfsfólk Landhelgisgæslunnar og sérsveitar ríkislögreglustjóra komu að aðgerðunum. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir hlutverk Landhelgisgæslu og sérsveitar aðallega hafa falist í flutningi á fólki sem kom að aðgerðunum. Hann vill að svo stöddu ekki staðfesta að um fíkniefniainnflutning sé að ræða. „Það er svona, eins og ég segi, það sem við erum að skoða akkúrat núna, og sjá um hvað ræðir,“ sagði Sveinn í samtali við fréttastofu. Fjallað var um málið á vef mbl.is í gær, en þar sagði að fyrri frétt sem birt hafði verið á vefnum hefði verði fjarlægð að beiðni lögreglu. „Þegar við erum að vinna þessi mál þá þurfum við ákveðið næði og frið til vinnu, og getum ekki látið allt frá okkur og getum ekki upplýst um allt sem við erum að gera. Þannig að væntanlega hefur það verið þannig að hún hefur komið á óheppilegum tíma inn.“ Ekki liggur fyrir hvort einhver yfir höfuð eða hversu margir hafi verið handteknir í aðgerðunum.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira