Formúla 1

Hamilton á verð­launa­pall í 200. sinn

Siggeir Ævarsson skrifar
Þeir sletta freyðivíninu sem eiga það
Þeir sletta freyðivíninu sem eiga það Vísir/Getty

Lewis Hamilton heldur áfram að skrá sig í Formúlu 1 sögubækurnar en hann komst á verðlaunapall í 200. skipti á ferlinum þegar hann endaði í þriðja í sæti í Ungverjalandskappakstrinum í dag.

Hamilton bætti þar með eigið með um eitt skipti en enginn ökumaður í sögu Formúlu 1 hefur komist jafn oft á verðlaunapall. Þýska goðsögnin Michael Schumacher er næstur á lista með 155 skipti á palli. Næsti maður á lista sem er enn að keppa er Max Verstappen með 107 skipti en það verður að teljast ansi líklegt að hann safni nokkrum verðlaunasætum í sarpinn á næstu árum ef fram heldur sem horfir.

Hamilton er sigursælasti ökumaður í sögu Formúlu 1 ásamt Michael Schumacher en þeir eiga báðir sjö ökumannstitla. Þá hefur enginn ökumaður oftar náð fyrsta ráspól en Hamilton, alls 104 sinnum. Þá hefur hann unnið hvern einasta kappakstur þar sem hann ræst fremstur.

Hann vann sinn síðasta meistaratitil árið 2020 sem var hans fjórði í röð. Síðan þá hefur fjarað aðeins undan ferlinum hjá kappanum en sigur hans á Silverstone-brautinni í breska kappakstrinum þann 7. júlí var fyrsti sigur hans síðan í desember 2021.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×