Kom Ronaldo til varnar: Er ekki í lagi að gráta? Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2024 07:00 Cristiano Ronaldo var í öngum sínum eftir að Jan Oblak varði vítaspyrnu hans í framlengingu gegn Slóveníu, en skoraði svo í vítaspyrnukeppninni þar sem Portúgal hafði betur. Getty/Justin Setterfield Fótboltaáhugafólk um allan heim sá Cristiano Ronaldo gjörsamlega brotna saman í leik Portúgals við Slóveníu í 16-liða úrslitum EM. Áminning um það að stærstu fótboltastjörnur heims eru líka mannlegar, segir liðsfélagi hans Bernardo Silva. Ronaldo fékk sinn skerf af gagnrýni vegna viðbragða sinna, eftir að Jan Oblak varði vítaspyrnu hans í lok fyrri hluta framlengingar. Þótti mörgum táraflóðið, þegar leiknum var enn hvergi nærri lokið, til marks um sjálfselsku en Silva er ekki sammála því. Vítaklúðrið kom ekki að sök og Ronaldo skoraði svo úr fyrstu spyrnu Portúgals í vítaspyrnukeppninni, þar sem liðið vann öruggan sigur þökk sé markverðinum Diogo Costa. Silva var spurður út í viðbrögð Ronaldos, á blaðamannafundi í dag, og sýndi þeim fullan skilning: „Við erum mannlegir og hann var tilfinningasamur eftir að vítaspyrnan klikkaði. Það er ásættanlegt, er það ekki? Stundum bregst maður við með hætti sem maður bjóst ekki við. Honum fannst að hann hefði getað gert betur á þessu augnabliki,“ sagði Silva og benti á að vítaspyrna Ronaldos hefði verið mjög góð, líkt og markvarsla Oblaks. „Síðan grætur hann í smástund, líkt og manneskjur gera stundum þegar þær eiga við tilfinningar sínar. Svo mér finnst engin ástæða vera fyrir fólk til að tala um þetta en auðvitað gerir fólk það samt, því þannig er bransinn,“ sagði Silva. Bernardo Silva defends Cristiano Ronaldo after his 'emotional moment' against Slovenia 💪 pic.twitter.com/ldSafyyekx— Football on TNT Sports (@footballontnt) July 4, 2024 Eftir að hafa þurft að fara alla leið í vítaspyrnukeppni til þess að slá út Slóveníu hefur lið Portúgals fengið sinn skerf af gagnrýni, í aðdraganda stórleiksins við Frakka í dag. „Við skiljum það alveg. Það fylgir þessu. Þess vegna þénum við svona mikinn pening og getum gefið fjölskyldu okkar og vinum betra líf. Við kvörtum ekki yfir gagnrýni, hún getur verið góð og slæm. Þetta fylgir starfinu,“ sagði Silva og bætti við: „Þegar júní rennur upp og það er EM eða HM í gangi þá halda allir að þeir séu knattspyrnustjórar. Við skiljum það alveg og sættum okkur við það.“ EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Tengdar fréttir Fylgdust með hjartslætti Ronaldo í leiknum á móti Slóveníu Það voru ekki bara augu á Cristiano Ronaldo í leiknum við Slóvena í sextán liða úrslitum Evrópumótsins því einnig var fylgst náið með hjartslætti leikmannsins í þessum mikilvæga leik. 3. júlí 2024 10:00 Diogo Costa varði þrjú víti í vító og Portúgalar mæta Frökkum Portúgalar urðu í kvöld, sjötta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Þýskalandi. Liðið þurfti þó vítaspyrnukeppni til að slá út Slóvena. 1. júlí 2024 21:48 Ronaldo staðfestir að Evrópumótið í ár verði hans síðasta Cristiano Ronaldo hefur nú staðfest það sem allmarga grunaði, Evrópumótið í ár verður hans síðasta á ferlinum. 2. júlí 2024 07:53 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Ronaldo fékk sinn skerf af gagnrýni vegna viðbragða sinna, eftir að Jan Oblak varði vítaspyrnu hans í lok fyrri hluta framlengingar. Þótti mörgum táraflóðið, þegar leiknum var enn hvergi nærri lokið, til marks um sjálfselsku en Silva er ekki sammála því. Vítaklúðrið kom ekki að sök og Ronaldo skoraði svo úr fyrstu spyrnu Portúgals í vítaspyrnukeppninni, þar sem liðið vann öruggan sigur þökk sé markverðinum Diogo Costa. Silva var spurður út í viðbrögð Ronaldos, á blaðamannafundi í dag, og sýndi þeim fullan skilning: „Við erum mannlegir og hann var tilfinningasamur eftir að vítaspyrnan klikkaði. Það er ásættanlegt, er það ekki? Stundum bregst maður við með hætti sem maður bjóst ekki við. Honum fannst að hann hefði getað gert betur á þessu augnabliki,“ sagði Silva og benti á að vítaspyrna Ronaldos hefði verið mjög góð, líkt og markvarsla Oblaks. „Síðan grætur hann í smástund, líkt og manneskjur gera stundum þegar þær eiga við tilfinningar sínar. Svo mér finnst engin ástæða vera fyrir fólk til að tala um þetta en auðvitað gerir fólk það samt, því þannig er bransinn,“ sagði Silva. Bernardo Silva defends Cristiano Ronaldo after his 'emotional moment' against Slovenia 💪 pic.twitter.com/ldSafyyekx— Football on TNT Sports (@footballontnt) July 4, 2024 Eftir að hafa þurft að fara alla leið í vítaspyrnukeppni til þess að slá út Slóveníu hefur lið Portúgals fengið sinn skerf af gagnrýni, í aðdraganda stórleiksins við Frakka í dag. „Við skiljum það alveg. Það fylgir þessu. Þess vegna þénum við svona mikinn pening og getum gefið fjölskyldu okkar og vinum betra líf. Við kvörtum ekki yfir gagnrýni, hún getur verið góð og slæm. Þetta fylgir starfinu,“ sagði Silva og bætti við: „Þegar júní rennur upp og það er EM eða HM í gangi þá halda allir að þeir séu knattspyrnustjórar. Við skiljum það alveg og sættum okkur við það.“
EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Tengdar fréttir Fylgdust með hjartslætti Ronaldo í leiknum á móti Slóveníu Það voru ekki bara augu á Cristiano Ronaldo í leiknum við Slóvena í sextán liða úrslitum Evrópumótsins því einnig var fylgst náið með hjartslætti leikmannsins í þessum mikilvæga leik. 3. júlí 2024 10:00 Diogo Costa varði þrjú víti í vító og Portúgalar mæta Frökkum Portúgalar urðu í kvöld, sjötta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Þýskalandi. Liðið þurfti þó vítaspyrnukeppni til að slá út Slóvena. 1. júlí 2024 21:48 Ronaldo staðfestir að Evrópumótið í ár verði hans síðasta Cristiano Ronaldo hefur nú staðfest það sem allmarga grunaði, Evrópumótið í ár verður hans síðasta á ferlinum. 2. júlí 2024 07:53 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Fylgdust með hjartslætti Ronaldo í leiknum á móti Slóveníu Það voru ekki bara augu á Cristiano Ronaldo í leiknum við Slóvena í sextán liða úrslitum Evrópumótsins því einnig var fylgst náið með hjartslætti leikmannsins í þessum mikilvæga leik. 3. júlí 2024 10:00
Diogo Costa varði þrjú víti í vító og Portúgalar mæta Frökkum Portúgalar urðu í kvöld, sjötta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Þýskalandi. Liðið þurfti þó vítaspyrnukeppni til að slá út Slóvena. 1. júlí 2024 21:48
Ronaldo staðfestir að Evrópumótið í ár verði hans síðasta Cristiano Ronaldo hefur nú staðfest það sem allmarga grunaði, Evrópumótið í ár verður hans síðasta á ferlinum. 2. júlí 2024 07:53
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti