Bellingham skoraði eina markið í sigri Englands gegn Serbíu Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. júní 2024 21:00 Jude Bellingham tók ekki þátt í æfingaleiknum gegn Íslandi en var í byrjunarliðinu í kvöld. Richard Pelham/Getty Images England vann fyrsta leik sinn á Evrópumótinu 1-0 gegn Serbíu. Jude Bellingham skoraði markið með skalla. Markið kom á 13. mínútu og var í raun fyrsta almennilega færi leiksins. Bukayo Saka keyrði þar upp kantinn og gaf fyrir með hægri fæti á Bellingham sem kom á harðahlaupum og stangaði boltann í stökkinu. Bukayo Saka átti stoðsendinguna.Catherine Ivill - AMA/Getty Images Fyrsta færi Serbanna kom skömmu síðar þegar Trent Alexander-Arnold missti boltann frá sér til Aleksanders Mitrovic en skot hans fór rétt framhjá markinu. Á 26. mínútu slapp Kyle Walker einn gegn markverði eftir misheppnaða sendingu á miðsvæði Serba. Markmaðurinn lokaði vel og skot Walker hafnaði í hliðarnetinu. Eftir það var afskaplega fátt um góð færi, restina af fyrri hálfleik og meirihluta seinni hálfleiks gerðist lítið frásagnarvert. Innkoma Jarrod Bowen fyrir Bukayo Saka á 76. mínútu glæddi leikinn lífi. Hann átti góða fyrirgjöf með hægri fæti á Harry Kane sem náði föstum skalla en boltinn small af þverslánni og út. Eiginlega alveg eins færi og Saka lagði upp í markinu en boltinn vildi ekki inn í þetta sinn. Jordan Pickford var látinn hafa fyrir hlutunum.Ralf Ibing - firo sportphoto/Getty Images Serbarnir færðu sig ofar á völlinn undir lokin og leituðu að jöfnunarmarki. Jordan Pickford þurfti að taka á stóra sínum á 83. mínútu eftir þrumuskot Dusan Vlahovic og aftur á 88. mínútu eftir skot Milinkovic-Savic rétt fyrir utan teig. Fjórum mínútum var bætt við, Englendingar héldu það út og unnu 1-0 sigur að endingu. Þeir sitja því í efsta sæti C-riðils eftir jafntefli Danmerkur og Slóveníu fyrr í dag. EM 2024 í Þýskalandi
England vann fyrsta leik sinn á Evrópumótinu 1-0 gegn Serbíu. Jude Bellingham skoraði markið með skalla. Markið kom á 13. mínútu og var í raun fyrsta almennilega færi leiksins. Bukayo Saka keyrði þar upp kantinn og gaf fyrir með hægri fæti á Bellingham sem kom á harðahlaupum og stangaði boltann í stökkinu. Bukayo Saka átti stoðsendinguna.Catherine Ivill - AMA/Getty Images Fyrsta færi Serbanna kom skömmu síðar þegar Trent Alexander-Arnold missti boltann frá sér til Aleksanders Mitrovic en skot hans fór rétt framhjá markinu. Á 26. mínútu slapp Kyle Walker einn gegn markverði eftir misheppnaða sendingu á miðsvæði Serba. Markmaðurinn lokaði vel og skot Walker hafnaði í hliðarnetinu. Eftir það var afskaplega fátt um góð færi, restina af fyrri hálfleik og meirihluta seinni hálfleiks gerðist lítið frásagnarvert. Innkoma Jarrod Bowen fyrir Bukayo Saka á 76. mínútu glæddi leikinn lífi. Hann átti góða fyrirgjöf með hægri fæti á Harry Kane sem náði föstum skalla en boltinn small af þverslánni og út. Eiginlega alveg eins færi og Saka lagði upp í markinu en boltinn vildi ekki inn í þetta sinn. Jordan Pickford var látinn hafa fyrir hlutunum.Ralf Ibing - firo sportphoto/Getty Images Serbarnir færðu sig ofar á völlinn undir lokin og leituðu að jöfnunarmarki. Jordan Pickford þurfti að taka á stóra sínum á 83. mínútu eftir þrumuskot Dusan Vlahovic og aftur á 88. mínútu eftir skot Milinkovic-Savic rétt fyrir utan teig. Fjórum mínútum var bætt við, Englendingar héldu það út og unnu 1-0 sigur að endingu. Þeir sitja því í efsta sæti C-riðils eftir jafntefli Danmerkur og Slóveníu fyrr í dag.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti