Bak­verðirnir á bak­við sigur Le­verku­sen gegn Bayern

Leverkusen er komið með fimma stiga forystu á toppi þýsku deildarinnar eftir sigurinn í dag.
Leverkusen er komið með fimma stiga forystu á toppi þýsku deildarinnar eftir sigurinn í dag. Vísir/Getty

Leverkusen vann í kvöld 3-0 sigur á Bayern Munchen í þýsku úrvalsdeildinni. Lærisveinar Xabi Alonso eru nú með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar.

Liðin tvö voru í tveimur efstu sætum deildarinnar fyrir leikinn í dag. Xabi Alonso hefur verið að gera frábæra hluti með Leverkusen á tímabilinu en liðið var með tveggja stiga forskot á toppnum. Alonso er talinn líklegastur til að taka við Liverpool af Jurgen Klopp að tímabilinu loknu.

Hægri bakvörðurinn Josip Stanisic kom Leverkusen forystu þegar hann skoraði með góðu skoti eftir að hafa sloppið í gegnum vörn Bayern. Stanisic er leikmaður Bayern Munchen en á láni hjá Leverkusen. Engin regla er um að leikmenn megi ekki spila gegn liðinu sem þeir tilheyra en Stanisic fagnaði markinu ekki.

Staðan í hálfleik var 1-0 en snemma í síðari hálfleiknum tvöfaldaði vinstri bakvörðurinn Alejandro Grimaldo forystu Leverkusen þegar hann kláraði frábærlega framhjá Manuel Neuer í marki Bayern.

Lið Bayern skapaði sér fá sem engin færi í leiknum og í raun var það lið Leverkusen sem var nær því að skora undir lok leiksins. Það gerðu þeir einmitt í uppbótartíma þegar Jeremie Frimpong skoraði gegn fáliðaðri vörn Bayern. Lokatölur 3-0 og sanngjarn sigur Leverkusen staðreynd.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira