Ekki refsað fyrir að stinga ungan mann við Breiðholtslaug Árni Sæberg skrifar 22. janúar 2024 22:01 Atvikið átti sér stað við Breiðholtslaug í Reykjavík. Vísir/Arnar Ungur karlmaður var í lok síðasta árs sakfelldur fyrir sérlega hættulega líkamsárás, með því að hafa stungið annan ungan mann við Breiðholtslaug árið 2021. Maðurinn krafðist sýknu á grundvelli neyðarvarnar en hvorki var fallist á að neyðarvörn hefði réttlætt stunguna né að hann hefði farið út fyrir leyfileg mörk neyðarvarnar vegna skelfingar eða hræðslu. Honum var þó ekki gerð refsing fyrir líkamsárásina. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 19. desember síðastliðinn. Greint var frá því þann 18. október að ungur karlmaður hefði verið stunginn við Breiðholtslaug í Reykjavík þann sama dag. Maðurinn var með meðvitund þegar hann var fluttur á sjúkrahús en viðbragðsaðilar undirstrikuðu að um alvarlegt mál væri að ræða. Maðurinn var ekki ákærður fyrr en í október í fyrra, tveimur árum eftir að hann framdi árásina. Hann var ákærður fyrir tilraun til manndráps en í ákæru kom lítið annað fram um málið, annað en að hann hefði lagt til annars manns með hnífi með 8,5 sentímetra blaði. Þá sagði að gerð hefði verið krafa fyrir hönd brotaþola upp á 2,5 milljónir króna í miskabætur auk viðurkenningarkrafa um skaðabótaskyldu og kröfu um málskostnað. Sagði sér hafa verið hótað af hópi manna Í dómi héraðsdóms segir að málsatvik hafi verið með þeim hætti að lögregla hafi verið kölluð til vegna manns sem stunginn hafði verið í kviðinn. Þegar lögregla kom á vettvang hafi ungur maður beðið í anddyri Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Hann kvaðst hafa stungið brotaþola og hnífinn vera í töskunni sem hann væri með á sér. Hann hafi verið handtekinn og færður á lögreglustöð. Fyrir dómi hafi ungi maðurinn sagst hafa byrjað í skólanum skömmu fyrir atvikið. Á fimmtudeginum fyrir það hefði drengur við skólann gengið upp að honum og spurt hvort hann hefði brotið kynferðislega gegn frænku hans. Hann hefði strax neitað því, en nokkrir drengir, líklega sjö til tíu talsins, hefðu veist að honum skömmu síðar, togað í hann og verið ógnandi. Þetta hefði gerst hratt og hann hefði orðið mjög óöruggur og ekki vitað hvað hann ætti að gera. Hann hefði þá slegið drenginn, sem hafði spurt hann, á móti. Um helgina hefði hann farið að fá nafnlausar hótanir inni á Snapchat. Samkvæmt þeim hefði hann mátt búast við því að eitthvað gerðist á mánudeginum. Hann hefði greint vinum sínum frá því að hann væri skelkaður en myndi ekki hvort hann hefði sagt foreldrum sínum frá því. Hann, eða mamma hans, hefði rætt við drenginn, sem hafði borið sakirnar á hann, nokkrum dögum eftir að hann hefði komið úr gæsluvarðhaldi og drengurinn hefði verið miður sín yfir þessum misskilningi. Hann hefði haft hann fyrir rangri sök, en um hefði verið að ræða einhvern annan með sama fornafn. Fór inn í skólann og sagði frá Fyrir dómi hafi maðurinn kveðst hafa mætt í skólann á mánudeginum eftir atvikið á viðburðinum. Hann hefði þó verið óöruggur vegna hótananna og því ákveðið að fara fyrr heim. Hann hefði farið að strætóskýlinu við skólann en þar sem hann hefði staðið og hlustað á tónlist með heyrnartólum hefði brotaþoli komið upp að honum og slegið hann. Hann hefði reynt að verja sig með því að slá á móti. Hann myndi lítið eftir slagsmálunum en þau hefðu þróast mjög hratt og endað með því að hann hefði tekið upp hníf og stungið brotaþola. Hann hefði svo farið inn í skólann og sagt frá því sem hefði gerst. Hafi ákveðið að lemja hann Í dóminum segir að brotaþoli hafi sagt fyrir dómi að hann hefði heyrt að ungi maðurinn hefði nauðgað stelpu á Selfossi, og hann og vinir hans hefðu því ákveðið að lemja hann. Hann hafi hvorki þekkt ákærða né verið beðinn af nokkrum að lemja hann. Þá hafi hann ekki þekkt unga manninn sem spurði ákærða hvort hann hefði brotið á frænku hans á viðburðinum í skólanum. Hann hefði farið að ákærða þar sem hann hefði staðið og beðið eftir strætó. Hann hefði gengið að honum á hlið og kýlt hann. Hann hefði náð einu höggi og ákærði svo náð að setja hettuna yfir hann og stinga hann. Hann myndi ekki meira eftir árásinni og teldi að engin orðaskipti hefðu átt sér stað. Hann hefði síðan farið til vina sinna sem hefðu verið þarna nálægt. Það hefðu verið aðrir en þeir sem hefðu ætlað að ráðast á ákærða með honum. Hann hafi kveðist að mestu hafa jafnað sig af stungunni. Hún hefði komið í kvið hans neðarlega vinstra megin. Hann hefði ekki séð hnífinn og ekki áttað sig strax á því að þetta væri stunga. Hann hefði fengið mikið áfall og gengið burt til að fara heim. Sársaukinn hefði svo farið versnandi og hann hefði verið sendur beint í aðgerð og verið með sauma á eftir. Hann hefði dvalið á spítala í þrjá til fjóra daga en þurft um mánuð til að jafna sig. Hann hefði verið reiður og hræddur til að byrja með og fengið martraðir, en í dag liði honum vel og hugsaði ekki mikið um þetta. Játaði að hafa stungið manninn en bar fyrir sig neyðarvörn Í niðurstöðu dómsins segir að unga manninum hafi í málinu verið gefið að sök að hafa reynt að drepa þann stungna. Hann hefði játað þá háttsemi sem honum var gefin að sök en teldi að um neyðarvörn hefði verið að ræða og háttsemin ranglega heimfærð undir ákvæði hegningarlaga um tilraun til manndráps. Hann hafi ekki ætlað að drepa manninn. Í dóminum segir að áverkar brotaþola hafi verið alvarlegir. Í vottorði og vitnisburði bráðalæknis hafi komið fram að þarmar brotaþola lágu út í gegnum kviðvegginn. Hann hefði þurft á skurðaðgerð að halda vegna áverka á smáþörmum. Tilviljun ein virðist hafa ráðið því að hnífurinn hafi sneitt fram hjá stórum æðum. Áverkinn hefði leitt til dauða hefði ekkert verið að gert. Þó hafi komið fram að brotaþoli hefði ekki verið í bráðri lífshættu enda hefði hann fljótt komist undir læknishendur. Það sama hafi komið fram í réttarlæknisfræðilegri líkamsrannsókn réttarmeinafræðings en þar segi að áverkinn hafi valdið margþátta rofi á smágirni og hefði nær örugglega leitt til svæsinnar lífhimnubólgu og trúlega dauða ef meðferð hefði ekki verið veitt. Samkvæmt málsgögnum og framburði brotaþola hafi meðferð hans gengið vel og hann náð fullum bata. Þegar litið væri til þeirra aðstæðna sem lýst er hér að framan, ungs aldurs ákærða og þess sem hann hafi lýst um huglæga afstöðu sína þyki varhugavert að telja komna fram fulla sönnun þess að ákærða hafi mátt vera ljóst að langlíklegast væri að brotþoli hlyti bana af atlögu hans með hnífnum. Því yrði brot hans ekki heimfært undir ákvæði hegningarlaga um tilraun til manndráps. Hins vegar yrði það heimfært undir ákvæði sömu laga um stórfellda líkamsárás. Atlagan mun alvarlegri en tilefni var til Í dóminum segir að óumdeilt sé að maðurinn hafi verið að verjast yfirstandandi ólögmætri árás. Ljóst sé hins vegar að atlaga hans hafi verið mun alvarlegri en tilefni var til, þar sem hann hafi beitt hættulegu vopni, en hann hafi staðfest sjálfur að hann hefði ekki orðið var við að brotaþoli væri með nein vopn og heldur ekki séð aðra með honum. Háttsemi ákærða geti því ekki réttlæst af neyðarvörn. Við mat á því hvort önnur málsgrein neyðarvarnarákvæðis hegningarlaga, sem mælir fyrir um að hafi maður farið út fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar og ástæða þess er sú að hann hefur orðið svo skelfdur eða forviða að hann gat ekki fullkomlega gætt sín skuli honum ekki refsað, þurfi að líta til aðdraganda atviksins og þeirra gagna sem liggja fyrir um andlegt heilbrigði ákærða. Ljóst sé að ákærði hafi verið mjög skelkaður og verið það í nokkra daga. Hann hafi óttast það versta og talið jafnvel mögulegt að hópur manna með vopn myndi ráðast á hann. Fyrir liggi að ákærði hafi ekki orðið brotaþola var fyrr en hann réðst skyndilega að honum með höggum. Hann hafi verið mjög óttasleginn og talið lífi sínu ógnað þannig að þetta væri hans eini möguleiki í stöðunni. Ákærði hafi verið mjög ungur og hafi verið greindur með ýmsar taugaþroskaraskanir. Fagaðilar, sem hafi haft ákærða til meðferðar og greiningar, hafi lýst því að þessar raskanir hafi margvísleg hamlandi áhrif á hann, meðal annars þannig að hann sé með lágt mótlætisþol og geti fallið í djúpa örvæntingu í erfiðum aðstæðum. Þá fylgi þessu aukin hvatvísi. „Atvikið átti sér stað um miðjan dag við strætóskýli þar sem fólk var á ferð. Svo virðist sem ákærði hafi ekki reynt önnur úrræði til þess að stöðva atlögu brotaþola, svo sem að kalla eftir hjálp, áður en hann greip til hnífsins. Verður þannig ekki fallist á að verknaður ákærða sé refsilaus.“ Verði ekki kennt um mikinn drátt Hins vegar segir í dómunum að með vísan til ungs aldurs mannsins á þeim degi sem hann framdi árásina, hreins sakavottorðs hans og þess að langt sé síðan hann framdi brotið, en honum yrði ekki kennt um drátt á rannsókn þess, þyki rétt að refsing hans falli niður. Þá segir að brotaþoli eigi rétt á miskabótum vegna árásarinnar en engin sérfræðileg gögn liggi fyrir um miska hans, hann hafi náð góðum bata og hafi kvaðst ekki hugsa mikið um árásina. Við mat á fjárhæð miskabóta sé óhjákvæmilegt að líta til þess að brotaþoli hafi átt upphafið að átökunum og haft einbeittan vilja til þess að valda ákærða skaða. Þyki miskabætur til hans hæfilega ákveðnar 500.000 krónur. Loks var hinum sakfellda gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 3,7 milljónir króna, þóknun réttargæslumanns brotaþola, 690 þúsund krónur, og 240 þúsund krónur í annan sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 19. desember síðastliðinn. Greint var frá því þann 18. október að ungur karlmaður hefði verið stunginn við Breiðholtslaug í Reykjavík þann sama dag. Maðurinn var með meðvitund þegar hann var fluttur á sjúkrahús en viðbragðsaðilar undirstrikuðu að um alvarlegt mál væri að ræða. Maðurinn var ekki ákærður fyrr en í október í fyrra, tveimur árum eftir að hann framdi árásina. Hann var ákærður fyrir tilraun til manndráps en í ákæru kom lítið annað fram um málið, annað en að hann hefði lagt til annars manns með hnífi með 8,5 sentímetra blaði. Þá sagði að gerð hefði verið krafa fyrir hönd brotaþola upp á 2,5 milljónir króna í miskabætur auk viðurkenningarkrafa um skaðabótaskyldu og kröfu um málskostnað. Sagði sér hafa verið hótað af hópi manna Í dómi héraðsdóms segir að málsatvik hafi verið með þeim hætti að lögregla hafi verið kölluð til vegna manns sem stunginn hafði verið í kviðinn. Þegar lögregla kom á vettvang hafi ungur maður beðið í anddyri Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Hann kvaðst hafa stungið brotaþola og hnífinn vera í töskunni sem hann væri með á sér. Hann hafi verið handtekinn og færður á lögreglustöð. Fyrir dómi hafi ungi maðurinn sagst hafa byrjað í skólanum skömmu fyrir atvikið. Á fimmtudeginum fyrir það hefði drengur við skólann gengið upp að honum og spurt hvort hann hefði brotið kynferðislega gegn frænku hans. Hann hefði strax neitað því, en nokkrir drengir, líklega sjö til tíu talsins, hefðu veist að honum skömmu síðar, togað í hann og verið ógnandi. Þetta hefði gerst hratt og hann hefði orðið mjög óöruggur og ekki vitað hvað hann ætti að gera. Hann hefði þá slegið drenginn, sem hafði spurt hann, á móti. Um helgina hefði hann farið að fá nafnlausar hótanir inni á Snapchat. Samkvæmt þeim hefði hann mátt búast við því að eitthvað gerðist á mánudeginum. Hann hefði greint vinum sínum frá því að hann væri skelkaður en myndi ekki hvort hann hefði sagt foreldrum sínum frá því. Hann, eða mamma hans, hefði rætt við drenginn, sem hafði borið sakirnar á hann, nokkrum dögum eftir að hann hefði komið úr gæsluvarðhaldi og drengurinn hefði verið miður sín yfir þessum misskilningi. Hann hefði haft hann fyrir rangri sök, en um hefði verið að ræða einhvern annan með sama fornafn. Fór inn í skólann og sagði frá Fyrir dómi hafi maðurinn kveðst hafa mætt í skólann á mánudeginum eftir atvikið á viðburðinum. Hann hefði þó verið óöruggur vegna hótananna og því ákveðið að fara fyrr heim. Hann hefði farið að strætóskýlinu við skólann en þar sem hann hefði staðið og hlustað á tónlist með heyrnartólum hefði brotaþoli komið upp að honum og slegið hann. Hann hefði reynt að verja sig með því að slá á móti. Hann myndi lítið eftir slagsmálunum en þau hefðu þróast mjög hratt og endað með því að hann hefði tekið upp hníf og stungið brotaþola. Hann hefði svo farið inn í skólann og sagt frá því sem hefði gerst. Hafi ákveðið að lemja hann Í dóminum segir að brotaþoli hafi sagt fyrir dómi að hann hefði heyrt að ungi maðurinn hefði nauðgað stelpu á Selfossi, og hann og vinir hans hefðu því ákveðið að lemja hann. Hann hafi hvorki þekkt ákærða né verið beðinn af nokkrum að lemja hann. Þá hafi hann ekki þekkt unga manninn sem spurði ákærða hvort hann hefði brotið á frænku hans á viðburðinum í skólanum. Hann hefði farið að ákærða þar sem hann hefði staðið og beðið eftir strætó. Hann hefði gengið að honum á hlið og kýlt hann. Hann hefði náð einu höggi og ákærði svo náð að setja hettuna yfir hann og stinga hann. Hann myndi ekki meira eftir árásinni og teldi að engin orðaskipti hefðu átt sér stað. Hann hefði síðan farið til vina sinna sem hefðu verið þarna nálægt. Það hefðu verið aðrir en þeir sem hefðu ætlað að ráðast á ákærða með honum. Hann hafi kveðist að mestu hafa jafnað sig af stungunni. Hún hefði komið í kvið hans neðarlega vinstra megin. Hann hefði ekki séð hnífinn og ekki áttað sig strax á því að þetta væri stunga. Hann hefði fengið mikið áfall og gengið burt til að fara heim. Sársaukinn hefði svo farið versnandi og hann hefði verið sendur beint í aðgerð og verið með sauma á eftir. Hann hefði dvalið á spítala í þrjá til fjóra daga en þurft um mánuð til að jafna sig. Hann hefði verið reiður og hræddur til að byrja með og fengið martraðir, en í dag liði honum vel og hugsaði ekki mikið um þetta. Játaði að hafa stungið manninn en bar fyrir sig neyðarvörn Í niðurstöðu dómsins segir að unga manninum hafi í málinu verið gefið að sök að hafa reynt að drepa þann stungna. Hann hefði játað þá háttsemi sem honum var gefin að sök en teldi að um neyðarvörn hefði verið að ræða og háttsemin ranglega heimfærð undir ákvæði hegningarlaga um tilraun til manndráps. Hann hafi ekki ætlað að drepa manninn. Í dóminum segir að áverkar brotaþola hafi verið alvarlegir. Í vottorði og vitnisburði bráðalæknis hafi komið fram að þarmar brotaþola lágu út í gegnum kviðvegginn. Hann hefði þurft á skurðaðgerð að halda vegna áverka á smáþörmum. Tilviljun ein virðist hafa ráðið því að hnífurinn hafi sneitt fram hjá stórum æðum. Áverkinn hefði leitt til dauða hefði ekkert verið að gert. Þó hafi komið fram að brotaþoli hefði ekki verið í bráðri lífshættu enda hefði hann fljótt komist undir læknishendur. Það sama hafi komið fram í réttarlæknisfræðilegri líkamsrannsókn réttarmeinafræðings en þar segi að áverkinn hafi valdið margþátta rofi á smágirni og hefði nær örugglega leitt til svæsinnar lífhimnubólgu og trúlega dauða ef meðferð hefði ekki verið veitt. Samkvæmt málsgögnum og framburði brotaþola hafi meðferð hans gengið vel og hann náð fullum bata. Þegar litið væri til þeirra aðstæðna sem lýst er hér að framan, ungs aldurs ákærða og þess sem hann hafi lýst um huglæga afstöðu sína þyki varhugavert að telja komna fram fulla sönnun þess að ákærða hafi mátt vera ljóst að langlíklegast væri að brotþoli hlyti bana af atlögu hans með hnífnum. Því yrði brot hans ekki heimfært undir ákvæði hegningarlaga um tilraun til manndráps. Hins vegar yrði það heimfært undir ákvæði sömu laga um stórfellda líkamsárás. Atlagan mun alvarlegri en tilefni var til Í dóminum segir að óumdeilt sé að maðurinn hafi verið að verjast yfirstandandi ólögmætri árás. Ljóst sé hins vegar að atlaga hans hafi verið mun alvarlegri en tilefni var til, þar sem hann hafi beitt hættulegu vopni, en hann hafi staðfest sjálfur að hann hefði ekki orðið var við að brotaþoli væri með nein vopn og heldur ekki séð aðra með honum. Háttsemi ákærða geti því ekki réttlæst af neyðarvörn. Við mat á því hvort önnur málsgrein neyðarvarnarákvæðis hegningarlaga, sem mælir fyrir um að hafi maður farið út fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar og ástæða þess er sú að hann hefur orðið svo skelfdur eða forviða að hann gat ekki fullkomlega gætt sín skuli honum ekki refsað, þurfi að líta til aðdraganda atviksins og þeirra gagna sem liggja fyrir um andlegt heilbrigði ákærða. Ljóst sé að ákærði hafi verið mjög skelkaður og verið það í nokkra daga. Hann hafi óttast það versta og talið jafnvel mögulegt að hópur manna með vopn myndi ráðast á hann. Fyrir liggi að ákærði hafi ekki orðið brotaþola var fyrr en hann réðst skyndilega að honum með höggum. Hann hafi verið mjög óttasleginn og talið lífi sínu ógnað þannig að þetta væri hans eini möguleiki í stöðunni. Ákærði hafi verið mjög ungur og hafi verið greindur með ýmsar taugaþroskaraskanir. Fagaðilar, sem hafi haft ákærða til meðferðar og greiningar, hafi lýst því að þessar raskanir hafi margvísleg hamlandi áhrif á hann, meðal annars þannig að hann sé með lágt mótlætisþol og geti fallið í djúpa örvæntingu í erfiðum aðstæðum. Þá fylgi þessu aukin hvatvísi. „Atvikið átti sér stað um miðjan dag við strætóskýli þar sem fólk var á ferð. Svo virðist sem ákærði hafi ekki reynt önnur úrræði til þess að stöðva atlögu brotaþola, svo sem að kalla eftir hjálp, áður en hann greip til hnífsins. Verður þannig ekki fallist á að verknaður ákærða sé refsilaus.“ Verði ekki kennt um mikinn drátt Hins vegar segir í dómunum að með vísan til ungs aldurs mannsins á þeim degi sem hann framdi árásina, hreins sakavottorðs hans og þess að langt sé síðan hann framdi brotið, en honum yrði ekki kennt um drátt á rannsókn þess, þyki rétt að refsing hans falli niður. Þá segir að brotaþoli eigi rétt á miskabótum vegna árásarinnar en engin sérfræðileg gögn liggi fyrir um miska hans, hann hafi náð góðum bata og hafi kvaðst ekki hugsa mikið um árásina. Við mat á fjárhæð miskabóta sé óhjákvæmilegt að líta til þess að brotaþoli hafi átt upphafið að átökunum og haft einbeittan vilja til þess að valda ákærða skaða. Þyki miskabætur til hans hæfilega ákveðnar 500.000 krónur. Loks var hinum sakfellda gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 3,7 milljónir króna, þóknun réttargæslumanns brotaþola, 690 þúsund krónur, og 240 þúsund krónur í annan sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira