Ríkisstjórnin hafi fallið á báðum prófum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. apríl 2023 23:23 Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir að með fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 hafi ríkisstjórnin fallið á báðum prófum sem fyrir henni lágu. Formaður fjárlaganefndar er ósammála en segir áætlunina þó ekki nógu gegnsæja. „Stóra verkefnið núna er annars vegar að berja niður verðbólguna með aðhaldi, kæla hagkerfið, og svo er það hins vegar að verja fólkið í landinu, sérstaklega tekjulægstu hópana, fyrir verðbólgunni og áhrifum hennar. Við höfum talað á þann veg að með þessari fjármálaáætlun sé ríkisstjórnin svolítið að falla á báðum prófunum,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann bendir á að Fjármálaráð hafi gagnrýnt skort á aðhaldi í áætluninni. „Það er verið að reka ríkissjóð með halla til 2027 þrátt fyrir blússandi hagvöxt og hátt atvinnustig. Það þýðir að verðbólga verður meiri og vextir hærri en ella. Þá hefur maður auðvitað áhyggjur af fólkinu sem er fast á leigumarkaði, sem lætur sig dreyma um að eignast húsnæði en kemst ekki inn á fasteignamarkað, og fólkinu sem sér greiðslubyrðina sína rjúka upp eftir að hafa skuldsett sig fyrir fasteign. Þessi fjármálaáætlun gefur þessu fólki enga von eða huggun. Húsnæðisstuðningur stendur bara í stað út áætlunartímann. Þetta er eitt af því mörgu sem við jafnaðarmenn myndum gera öðruvísi í þessum efnum,“ sagði Jóhann Páll. Helsti gallinn sé skortur á gagnsæi Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, var einnig til viðtals og hafnaði málflutningi Jóhanns Páls. „Þessi fjármálaáætlun er fyrst og fremst, þvert á það sem Jóhann Páll segir, til þess að mæta verðbólgunni. Við erum að reyna að stemma stigu við fjárfestingum á næstkomandi ári, sem er mjög nauðsynlegt því við viljum keyra þetta niður. Við erum samt að verja þá sem höllustum fæti standa, í alla staði. Það höfum við gert alla tíð þessarar ríkisstjórnar, og munum halda áfram að gera.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm Rætt verði við fagráðherra í dag og á morgun, en í kjölfarið verði farið yfir áætlunina með fjármálaráðuneytinu. „Þá auðvitað setjum við kannski fram gagnrýni og annað slíkt. En sannarlega er það þannig að fyrst og síðast er fjármálaáætlun ekki nógu gagnsæ. Hvorki fyrir okkur nefndarmenn eða aðra og því þarf að breyta, þannig að við stöndum ekki frammi fyrir því að hver sé að túlka fram á kvöld,“ sagði Bjarkey. Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira
„Stóra verkefnið núna er annars vegar að berja niður verðbólguna með aðhaldi, kæla hagkerfið, og svo er það hins vegar að verja fólkið í landinu, sérstaklega tekjulægstu hópana, fyrir verðbólgunni og áhrifum hennar. Við höfum talað á þann veg að með þessari fjármálaáætlun sé ríkisstjórnin svolítið að falla á báðum prófunum,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann bendir á að Fjármálaráð hafi gagnrýnt skort á aðhaldi í áætluninni. „Það er verið að reka ríkissjóð með halla til 2027 þrátt fyrir blússandi hagvöxt og hátt atvinnustig. Það þýðir að verðbólga verður meiri og vextir hærri en ella. Þá hefur maður auðvitað áhyggjur af fólkinu sem er fast á leigumarkaði, sem lætur sig dreyma um að eignast húsnæði en kemst ekki inn á fasteignamarkað, og fólkinu sem sér greiðslubyrðina sína rjúka upp eftir að hafa skuldsett sig fyrir fasteign. Þessi fjármálaáætlun gefur þessu fólki enga von eða huggun. Húsnæðisstuðningur stendur bara í stað út áætlunartímann. Þetta er eitt af því mörgu sem við jafnaðarmenn myndum gera öðruvísi í þessum efnum,“ sagði Jóhann Páll. Helsti gallinn sé skortur á gagnsæi Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, var einnig til viðtals og hafnaði málflutningi Jóhanns Páls. „Þessi fjármálaáætlun er fyrst og fremst, þvert á það sem Jóhann Páll segir, til þess að mæta verðbólgunni. Við erum að reyna að stemma stigu við fjárfestingum á næstkomandi ári, sem er mjög nauðsynlegt því við viljum keyra þetta niður. Við erum samt að verja þá sem höllustum fæti standa, í alla staði. Það höfum við gert alla tíð þessarar ríkisstjórnar, og munum halda áfram að gera.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm Rætt verði við fagráðherra í dag og á morgun, en í kjölfarið verði farið yfir áætlunina með fjármálaráðuneytinu. „Þá auðvitað setjum við kannski fram gagnrýni og annað slíkt. En sannarlega er það þannig að fyrst og síðast er fjármálaáætlun ekki nógu gagnsæ. Hvorki fyrir okkur nefndarmenn eða aðra og því þarf að breyta, þannig að við stöndum ekki frammi fyrir því að hver sé að túlka fram á kvöld,“ sagði Bjarkey.
Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira