Sport

Dag­skrá dagsins: Serie A og nágrannaslagur í Subway-deild kvenna

Smári Jökull Jónsson skrifar
Birna Valgerður Benónýsdóttir verður í eldlínunni með Keflavík í Subway-deildinni í kvöld.
Birna Valgerður Benónýsdóttir verður í eldlínunni með Keflavík í Subway-deildinni í kvöld. Vísir/Vilhelm

Það verður nóg af beinum útsendingum á íþróttarásum Stöðvar 2 Sport í dag. Meðal þeirra er nágrannslagur í Subway-deild kvenna og leikir í Serie A.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19:05 verður sýnt beint frá íþróttahúsinu í Keflavík þar sem heimakonur taka á móti nágrönnum sínum úr Njarðvík. Keflavík er í efsta sæti deildarinnar en Njarðvík í fjórða sætinu.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 11:20 verður sýnt beint frá leik Lecce og Torinu í Serie A og 13:50 hefst útsending frá leik Cremonese og Fiorentina í sömu deild. Þriðji og síðasti leikur dagsins úr ítölsku deildinni er svo leikur Roma og Sassuolo en útsending frá þeim leik hefst 16:50.

Stöð 2 Sport 3

Barca og BAXI Manresa mætast í ACB-deildinni í spænska körfuboltanum og hefst útsending klukkan 17:20. Klukkan 19:30 er svo komið að NBA-deildinni en þá verður sýnt beint frá leik Denver Nuggets og Brooklyn Nets.

Stöð 2 Esport

Klukkan 15:00 verður bein útsending frá Íslandsmeistaramótinu í Super Smash Bros og þremur tímum síðar bein útsending frá Íslandsmeistaramótinu í Mario Kart.

Sandkassinn lýkur svo deginum á Stöð 2 Esport en útsending frá þættinum hefst 21:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×