Seðlabankinn verði að „taka á honum stóra sínum“ eftir nýjar verðbólgutölur
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands getur ekki annað en „tekið á honum stóra sínum“ þegar nefndin kemur aftur saman í mars. Þetta segir aðalhagfræðingur Arion banka en að hans mati hefur Seðlabankinn nú ástæðu til að hækka vexti um allt að 100 punkta til að bregðast við nýjustu verðbólgumælingu Hagstofunnar.