Sport

Dag­skráin í dag: Olís-deildin, upp­gjörs­þættirnir, ítalski boltinn og Gametí­ví

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Haukar sækja Aftureldingu heim í Mosfellsbæinn í kvöld áður en Seinni bylgjan fer yfir umferðina.
Haukar sækja Aftureldingu heim í Mosfellsbæinn í kvöld áður en Seinni bylgjan fer yfir umferðina. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á sjö beinar útsendingar á þessum fína mánudegi þar sem meðal annars verður farið yfir allt það helsta úr íþróttum helgarinnar.

Stöð 2 Sport

Við hefjum leik á Körfuboltakvöldi klukkan 17:00 þar sem farið verður yfir allt það helsta úr leikjum helgarinnar í Subway-deild kvenna í körfubolta áður en Seinni bylgjan tekur við klukkan 18:00 og fer yfir Olís-deild kvenna í handbolta.

Klukkan 19:15 tekur Afturleding svo á móti Haukum í Olís-deild karla í handbolta og að þeim leik loknum tekur Seinni bylgjan við og fer yfir allt það helsta úr leikjum helgarinnar.

Stöð 2 Sport 2

Lögmál leiksins verður á sínum stað á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20:00 þar sem sérfræðingar Stöðvar 2 Sports ræða um allt það sem tengist NBA-deildinni í körfubolta.

Stöð 2 Sport 3

Ítalski boltinn heldur áfram að rúlla og klukkan 19:35 tekur Torino á móti Cremonese.

Stöð 2 eSport

Strákarnir í Gametíví verða á sínum stað með sitt vikulega streymi og fara í loftið á Stöð 2 eSport á slaginu klukkan 20:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×