Fótbolti

Stjarnan skoraði sex gegn Tindastóli

Hjörvar Ólafsson skrifar
Aníta Ýr Þorvaldsdóttir skoraði eitt marka Stjörnunnar í leiknum. 
Aníta Ýr Þorvaldsdóttir skoraði eitt marka Stjörnunnar í leiknum.  Vísir/Hulda Margrét

Stjarnan vann öruggan 6-0 sigur þegar liðið mætti Tindastóli í Miðgarði í A-deild Lengjubikars kvenna í fótbolta í dag. 

Alma Mathiesen og Arna Dís Arnþórsdóttir skoruðu tvö mörk hvor fyrir Stjörnuna í leiknum en Aníta Ýr Þorvaldsdóttir skoraði eitt mark og eitt marka Stjörnunnar var sjálfsmark. 

Keflavík lagði svo Aftureldingu að velli 3-2 í hinum leik dagsins í riðli 2 í A-deild Lengjubikars kvenna. Elfa Karen Guðmundsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Keflavík í þeim leik og Caroline Slambrouck bætti þriðja markinu við fyrir Suðurnesjaliðið. 

Katrín Rut Kvaran og Hildur Karítas Gunnarsdóttir höfðu hins vegar komið Aftureldingu tveimur mörkum yfir í leiknum. 

Þetta voru fyrstu leikir riðilsins en auk framangreindra liða eru Breiðablik og ÍBV í riðli 2.

Í riðli 1 burstaði Þróttur svo KR en lokatölur í þeim leik urðu 11-0. Þar skoruðu Ólöf Sigríður Kristjánsdóttir, sem var valinn í A-landsliðið á dögunum í fyrsta skipti, Brynja Rán Knudsen, Katla Tryggva­dótt­ir og Sierra Lelii skoruðu tvö mörk hver.

Álf­hild­ur Rósa Kjart­ans­dótt­ir, Freyja Karín Þor­varðardótt­ir og Sæ­unn Björns­dótt­ir skoruðu síðan eitt mark hver.

Val­ur og Sel­foss áttu að mæt­ast fyrr í dag í riðli 1 en þeim leik var frestað vegna veðurs.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×