Hefði verið frábært ef þetta hefði gengið upp Snorri Másson skrifar 2. desember 2022 12:01 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Vísir/Egill Möguleikinn á starfsemi kísilvers í Helguvík er að öllum líkindum úr sögunni. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ segir meirihluta íbúa anda léttar eftir að þetta varð ljóst, enda hafi margir orðið fyrir mikilum óþægindum. Óljóst er hvað verður um verksmiðjuna sjálfa. Kísilverksmiðjan í Helguvík hóf starfsemi í lok árs 2016 og starfaði með hléum í tíu mánuði allt þar til hún var stöðvuð með ákvörðun Umhverfisstofnunar. Eigandinn, United Silicon, varð gjaldþrota árið 2018 og Arion banki fékk verksmiðjuna í sína eigu. Möguleikar voru kannaðir á að ræsa kísilverið á ný, til dæmis með því að selja það til PCC, en nú hefur sú viðleitni runnið út í sandinn. „Þannig að já, ég held að þetta sé búið. Bæði mér og bæjarstjórn og miklum meirihluta íbúa er bara nokkuð létt.“ Þannig orðar Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar þetta í samtali við fréttastofu: Ég held að þetta sé búið. Raforkusamningi verksmiðjunnar verður skilað til Landsvirkjunar og fyrirséð þykir að ekki verður starfrækt stóriðja í kísilverinu í Helguvík. Að sögn bæjarstjórans má vel vera að PCC, fyrirtæki sem rekur þegar kísilver á Bakka við Húsavík, hefði sett verkefnið í Helguvík í gang með betri hætti á nýjan leik en mikill meirihluti bæjarbúa hefði að sögn Kjartans bara ekki viljað taka þá áhættu. „Það urðu margir fyrir miklum óþægindum og veikindum útaf því sem gerðist hérna á sínum tíma og við erum ekki tilbúin að taka þá áhættu aftur,“ segir Kjartan Már. „Menn tóku þarna stóra sénsa og ef þetta hefði nú allt gengið upp og öllum umhverfisskilyrðum og lögum verið fullnægt og fólk fengið góða vinnu fyrir góð laun eins og lagt var upp með, þá hefði þetta verið náttúrulega frábært bara og samfélagið tekið því fagnandi, en það því miður bara gerðist ekki. Og þá er bara ágætt að þetta sé frá og menn snúi sér að einhverju öðru.“ Verksmiðjan gamla er nú í eigu Arion banka sem telur fullreynt að reka í henni kísilver. Næst á dagskrá? Bæjarstjórinn skal ekki segja. „Við höfum ekki rætt það. Þeir þurfa að selja innan úr þessu væntanlega búnaðinn og þá er einhver skel eftir, húsin, en hvað þeir gera við þau, ég bara veit það ekki,“ segir Kjartan. United Silicon Stóriðja Reykjanesbær Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Kísilverksmiðjan í Helguvík hóf starfsemi í lok árs 2016 og starfaði með hléum í tíu mánuði allt þar til hún var stöðvuð með ákvörðun Umhverfisstofnunar. Eigandinn, United Silicon, varð gjaldþrota árið 2018 og Arion banki fékk verksmiðjuna í sína eigu. Möguleikar voru kannaðir á að ræsa kísilverið á ný, til dæmis með því að selja það til PCC, en nú hefur sú viðleitni runnið út í sandinn. „Þannig að já, ég held að þetta sé búið. Bæði mér og bæjarstjórn og miklum meirihluta íbúa er bara nokkuð létt.“ Þannig orðar Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar þetta í samtali við fréttastofu: Ég held að þetta sé búið. Raforkusamningi verksmiðjunnar verður skilað til Landsvirkjunar og fyrirséð þykir að ekki verður starfrækt stóriðja í kísilverinu í Helguvík. Að sögn bæjarstjórans má vel vera að PCC, fyrirtæki sem rekur þegar kísilver á Bakka við Húsavík, hefði sett verkefnið í Helguvík í gang með betri hætti á nýjan leik en mikill meirihluti bæjarbúa hefði að sögn Kjartans bara ekki viljað taka þá áhættu. „Það urðu margir fyrir miklum óþægindum og veikindum útaf því sem gerðist hérna á sínum tíma og við erum ekki tilbúin að taka þá áhættu aftur,“ segir Kjartan Már. „Menn tóku þarna stóra sénsa og ef þetta hefði nú allt gengið upp og öllum umhverfisskilyrðum og lögum verið fullnægt og fólk fengið góða vinnu fyrir góð laun eins og lagt var upp með, þá hefði þetta verið náttúrulega frábært bara og samfélagið tekið því fagnandi, en það því miður bara gerðist ekki. Og þá er bara ágætt að þetta sé frá og menn snúi sér að einhverju öðru.“ Verksmiðjan gamla er nú í eigu Arion banka sem telur fullreynt að reka í henni kísilver. Næst á dagskrá? Bæjarstjórinn skal ekki segja. „Við höfum ekki rætt það. Þeir þurfa að selja innan úr þessu væntanlega búnaðinn og þá er einhver skel eftir, húsin, en hvað þeir gera við þau, ég bara veit það ekki,“ segir Kjartan.
United Silicon Stóriðja Reykjanesbær Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira