Umfjöllun: Portúgal - Ísland 4-1 | Draumurinn úti eftir dýrkeyptan dómarakonsert Valur Páll Eiríksson skrifar 11. október 2022 19:35 Rauða spjaldið var dýrkeypt. Vísir/Vilhelm Portúgal lagði Ísland 4-1 í framlengdum leik í umspili um sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Franski dómarinn Stéphanie Frappart setti sitt mark á leikinn þar sem Ísland spilaði stóran hluta leiksins 10 gegn 11. Portúgal hóf leikinn betur og hélt vel í boltann í upphafi leiks gegn íslensku liði sem lá til baka. Það átti eftir að gefa tóninn fyrir fyrri hálfleik þar sem Ísland átti fáa spilkafla og miðjumenn liðsins komust lítið í boltann gegn portúgölsku liði sem spilaði svokallaða tígulmiðju með fjóra miðjumenn. Fyrsta hálftímann átti Portúgal þónokkrar tilraunir þar sem Jessica Silva fór fyrir sóknarleik liðsins. Íslensku leikmennirnir áttu til að lenda á eftir þeim portúgölsku en Silva átti besta færi heimakvenna þegar hún átti viðstöðulaust skot á lofti af stuttu færi sem Sandra Sigurðardóttir varði frábærlega á 20. mínútu. Ísland ógnaði helst eftir löng innköst Sveindísar Jane Jónsdóttur framan af fyrri hálfleik en í flestum tilfellum var raunverulega ógnin að marki Portúgals þó ekki mikil. Á 40. mínútu féll boltinn fyrir fætur Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur innan teigs Portúgals eftir aukaspyrnu Íslands utan af velli en skot hennar small í þverslánni. Berglind Björg Þorvaldsdóttir fékk þá kjörið tækifæri undir lok fyrri hálfleiks eftir góðan sprett Sveindísar Jane upp hægri kantinn en hitti boltann ekki er hann kom frá Sveindísi. Staðan var því markalaus í hléi. Ohh... Markið tekið af okkur. Ennþá 0-0. pic.twitter.com/az8Ipdj5B8— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 11, 2022 Allt vitlaust í upphafi síðari hálfleiks Ekki er hægt að segja annað en að síðari hálfleikur hafi farið skrautlega af stað. Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði mark fyrir Ísland á fjórðu mínútu hálfleiksins sem var svo dæmt af eftir endurskoðun dómara á myndbandi. Þar var dæmt á peysutog Guðnýjar Árnadóttur á Diönu Silva sem ætlaði að pressa Ingibjörgu Sigurðardóttur sem sendi Sveindísi í gegn í markinu. Það er skammt stórra högga á milli. Rétt eftir að mark Sveindísar er dæmt af fær Portúgal víti og Áslaug Munda er rekin út af. pic.twitter.com/lqIMadnVLH— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 11, 2022 Velta má því upp hversu mikil áhrif brotið hafi haft á leikinn og mark Íslands en dómurinn stóð. Staðan var því enn markalaus en Portúgal geystist í kjölfarið upp í sókn. Þar var Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir sögð brotleg gegn Jessicu Silva innan teigs. Silva var ekki með boltann en var að gera atlögu að honum og vildi hin franska Stéphanie Frappart, dómari leiksins, meina að Áslaug hafi tekið upplagt marktækifæri af Silva og lét ekki duga að dæma víti heldur gaf Áslaugu einnig rautt spjald. Þetta gerðist á 51. mínútu og var Ísland því manni færri þar sem eftir lifði leiks. Carole Costa skoraði úr vítinu og staðan orðin 1-0 fyrir Portúgal. Ísland betra færri en í fyrri Íslenska liðið lét það ekki á sig fá og við tók kafli þar sem íslenska liðið lék töluvert betur en það hafði gert í fyrri hálfleiknum. Liðið hélt betur í boltann, vann fleiri bolta ofar á vellinum og fékk svo aukaspyrnu á 59. mínútu. Selma Sól Magnúsdóttir spyrnti boltanum inn á teig og fann höfuðið á Glódísi Perlu Viggósdóttur sem skallaði boltann í netið og jafnaði leikinn fyrir Ísland. JÁÁ!!! GLÓDÍS JAFNAR. Staðan orðin 1-1. pic.twitter.com/dFgeSYkFaL— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 11, 2022 Leikurinn var í jafnvægi eftir það og Ísland hélt áfram að miklu leyti að leika betur 10 gegn 11 en þegar jafnt var í liðum. Frappart ætlaði að gefa Portúgal annað víti á 77. mínútu fyrir hendi á Alexöndru Jóhannsdóttur en eftir endurskoðun á sjónvarpsskjá varð henni ljóst að aldrei var um víti að ræða. Portúgal pressaði töluvert í lokin en kom ekki inn marki og staðan 1-1 þegar lokaflautið gall. Kláruðu þetta í framlengingunni Framlengja þurfti leikinn en þegar aðeins tvær mínútur voru liðnar af framlengingunni skoraði Diana Silva fyrir Portúgal eftir skyndisókn þar sem íslenska liðið var illa mannað til baka eftir að hafa sótt hinu megin. Eftir það datt botninn úr þessu og Portúgal bætti tveimur mörkum við. Tatiana Pinto skoraði snemma í síðari hálfleik framlengingarinnar og Francisca Nazareth negldi síðasta naglann undir lok leiks. Portúgal vann því 4-1 og draumur Íslands um sæti á HM því úti. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta
Portúgal lagði Ísland 4-1 í framlengdum leik í umspili um sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Franski dómarinn Stéphanie Frappart setti sitt mark á leikinn þar sem Ísland spilaði stóran hluta leiksins 10 gegn 11. Portúgal hóf leikinn betur og hélt vel í boltann í upphafi leiks gegn íslensku liði sem lá til baka. Það átti eftir að gefa tóninn fyrir fyrri hálfleik þar sem Ísland átti fáa spilkafla og miðjumenn liðsins komust lítið í boltann gegn portúgölsku liði sem spilaði svokallaða tígulmiðju með fjóra miðjumenn. Fyrsta hálftímann átti Portúgal þónokkrar tilraunir þar sem Jessica Silva fór fyrir sóknarleik liðsins. Íslensku leikmennirnir áttu til að lenda á eftir þeim portúgölsku en Silva átti besta færi heimakvenna þegar hún átti viðstöðulaust skot á lofti af stuttu færi sem Sandra Sigurðardóttir varði frábærlega á 20. mínútu. Ísland ógnaði helst eftir löng innköst Sveindísar Jane Jónsdóttur framan af fyrri hálfleik en í flestum tilfellum var raunverulega ógnin að marki Portúgals þó ekki mikil. Á 40. mínútu féll boltinn fyrir fætur Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur innan teigs Portúgals eftir aukaspyrnu Íslands utan af velli en skot hennar small í þverslánni. Berglind Björg Þorvaldsdóttir fékk þá kjörið tækifæri undir lok fyrri hálfleiks eftir góðan sprett Sveindísar Jane upp hægri kantinn en hitti boltann ekki er hann kom frá Sveindísi. Staðan var því markalaus í hléi. Ohh... Markið tekið af okkur. Ennþá 0-0. pic.twitter.com/az8Ipdj5B8— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 11, 2022 Allt vitlaust í upphafi síðari hálfleiks Ekki er hægt að segja annað en að síðari hálfleikur hafi farið skrautlega af stað. Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði mark fyrir Ísland á fjórðu mínútu hálfleiksins sem var svo dæmt af eftir endurskoðun dómara á myndbandi. Þar var dæmt á peysutog Guðnýjar Árnadóttur á Diönu Silva sem ætlaði að pressa Ingibjörgu Sigurðardóttur sem sendi Sveindísi í gegn í markinu. Það er skammt stórra högga á milli. Rétt eftir að mark Sveindísar er dæmt af fær Portúgal víti og Áslaug Munda er rekin út af. pic.twitter.com/lqIMadnVLH— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 11, 2022 Velta má því upp hversu mikil áhrif brotið hafi haft á leikinn og mark Íslands en dómurinn stóð. Staðan var því enn markalaus en Portúgal geystist í kjölfarið upp í sókn. Þar var Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir sögð brotleg gegn Jessicu Silva innan teigs. Silva var ekki með boltann en var að gera atlögu að honum og vildi hin franska Stéphanie Frappart, dómari leiksins, meina að Áslaug hafi tekið upplagt marktækifæri af Silva og lét ekki duga að dæma víti heldur gaf Áslaugu einnig rautt spjald. Þetta gerðist á 51. mínútu og var Ísland því manni færri þar sem eftir lifði leiks. Carole Costa skoraði úr vítinu og staðan orðin 1-0 fyrir Portúgal. Ísland betra færri en í fyrri Íslenska liðið lét það ekki á sig fá og við tók kafli þar sem íslenska liðið lék töluvert betur en það hafði gert í fyrri hálfleiknum. Liðið hélt betur í boltann, vann fleiri bolta ofar á vellinum og fékk svo aukaspyrnu á 59. mínútu. Selma Sól Magnúsdóttir spyrnti boltanum inn á teig og fann höfuðið á Glódísi Perlu Viggósdóttur sem skallaði boltann í netið og jafnaði leikinn fyrir Ísland. JÁÁ!!! GLÓDÍS JAFNAR. Staðan orðin 1-1. pic.twitter.com/dFgeSYkFaL— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 11, 2022 Leikurinn var í jafnvægi eftir það og Ísland hélt áfram að miklu leyti að leika betur 10 gegn 11 en þegar jafnt var í liðum. Frappart ætlaði að gefa Portúgal annað víti á 77. mínútu fyrir hendi á Alexöndru Jóhannsdóttur en eftir endurskoðun á sjónvarpsskjá varð henni ljóst að aldrei var um víti að ræða. Portúgal pressaði töluvert í lokin en kom ekki inn marki og staðan 1-1 þegar lokaflautið gall. Kláruðu þetta í framlengingunni Framlengja þurfti leikinn en þegar aðeins tvær mínútur voru liðnar af framlengingunni skoraði Diana Silva fyrir Portúgal eftir skyndisókn þar sem íslenska liðið var illa mannað til baka eftir að hafa sótt hinu megin. Eftir það datt botninn úr þessu og Portúgal bætti tveimur mörkum við. Tatiana Pinto skoraði snemma í síðari hálfleik framlengingarinnar og Francisca Nazareth negldi síðasta naglann undir lok leiks. Portúgal vann því 4-1 og draumur Íslands um sæti á HM því úti.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti