Sara Björk: Steini ekki búinn að ákveða fyrirliðabandið Atli Arason skrifar 20. júní 2022 19:31 Sara Björk Gunnarsdóttir með fyrirliðabandið. Vísir/Getty „Nei nei,“ svarði Sara Björk og hló, aðspurð að því hvort henni finnst ekki skrítið að bera ekki fyrirliðabandið hjá íslenska landsliðinu í viðtali við Stöð 2. „Steini sagði að hann væri ekki búinn að ákveða sig en það verður bara að koma í ljós. Gunný er búin að standa sig frábærlega sem fyrirlið. Ég kem bara inn í hópinn sem sami leiðtogi og sami karakter,“ bætti landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir við. Besti árangur íslenska landsliðsins á Evrópumóti kom á EM 2013 í Svíþjóð þar sem Ísland komst í 8-liða úrslit en féll úr leik gegn gestgjöfunum. Sara segir löngunina vera til staðar að komast upp úr riðlinum og inn í útsláttarkeppnina. Markmiðið sé alltaf að gera betur en áður. „Það verður bara að koma í ljós. Við erum ekkert formlega búnar að tala um það en það er alltaf löngun til þess að fara lengra og komast upp úr riðlinum,“ sagði Sara Björk. Þetta verður í fjórða Evrópumótið í röð sem íslenska liðið tekur þátt í. Ísland var með árið 2009, 2013 og 2017. Sara tók þátt í öllum þrem mótunum og kveðst spennt fyrir komandi móti. „Þetta verður spennandi EM. Þetta er svolítið breytt en þetta er fjórða stórmótið og hópurinn er mikið breyttur. Við höfum aldrei verið með jafn margar atvinnukonur í svona góðum liðum. Við erum með frábæra breidd og frábæran hóp.“ Sara hefur verið frá keppni en hún eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember síðastliðnum. Hún segist vera kominn aftur í toppstand og tilbúin í komandi átök þrátt fyrir að hún hafi kannski verið til í fleiri leikmínútur. „Ég er búinn að koma mér í mjög gott stand en ég hef kannski ekki fengið þær mínútur sem ég vildi með Lyon þar sem ég fékk bara tvo hálfleika og hef komið inn á [sem varamaður]. Mér líður ótrúlega vel, eins og ég sé í góðu standi,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, klár í slaginn. Sara yfirgaf Lyon eftir síðasta tímabil en hún segist einnig vera komið með eitthvað í sigtið fyrir komandi leiktímabil. Viðtalið við Söru í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Sara Björk: Steini ekki búinn að ákveða fyrirliðabandið Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sjá meira
„Steini sagði að hann væri ekki búinn að ákveða sig en það verður bara að koma í ljós. Gunný er búin að standa sig frábærlega sem fyrirlið. Ég kem bara inn í hópinn sem sami leiðtogi og sami karakter,“ bætti landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir við. Besti árangur íslenska landsliðsins á Evrópumóti kom á EM 2013 í Svíþjóð þar sem Ísland komst í 8-liða úrslit en féll úr leik gegn gestgjöfunum. Sara segir löngunina vera til staðar að komast upp úr riðlinum og inn í útsláttarkeppnina. Markmiðið sé alltaf að gera betur en áður. „Það verður bara að koma í ljós. Við erum ekkert formlega búnar að tala um það en það er alltaf löngun til þess að fara lengra og komast upp úr riðlinum,“ sagði Sara Björk. Þetta verður í fjórða Evrópumótið í röð sem íslenska liðið tekur þátt í. Ísland var með árið 2009, 2013 og 2017. Sara tók þátt í öllum þrem mótunum og kveðst spennt fyrir komandi móti. „Þetta verður spennandi EM. Þetta er svolítið breytt en þetta er fjórða stórmótið og hópurinn er mikið breyttur. Við höfum aldrei verið með jafn margar atvinnukonur í svona góðum liðum. Við erum með frábæra breidd og frábæran hóp.“ Sara hefur verið frá keppni en hún eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember síðastliðnum. Hún segist vera kominn aftur í toppstand og tilbúin í komandi átök þrátt fyrir að hún hafi kannski verið til í fleiri leikmínútur. „Ég er búinn að koma mér í mjög gott stand en ég hef kannski ekki fengið þær mínútur sem ég vildi með Lyon þar sem ég fékk bara tvo hálfleika og hef komið inn á [sem varamaður]. Mér líður ótrúlega vel, eins og ég sé í góðu standi,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, klár í slaginn. Sara yfirgaf Lyon eftir síðasta tímabil en hún segist einnig vera komið með eitthvað í sigtið fyrir komandi leiktímabil. Viðtalið við Söru í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Sara Björk: Steini ekki búinn að ákveða fyrirliðabandið
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti