„Ræðum allar hugmyndir sem upp koma ef eitthvað vit er í þeim“ Vésteinn Örn Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 4. júní 2022 19:27 Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir allar hugmyndir sem upp koma ræddar, sé eitthvað vit í þeim. Vísir/Vilhelm Atvinnurekandi segir vert að skoða hvort lækka eigi launabil milli dagvinnu og kvöld- og helgarvinnu. Slík nálgun á næstu kjarasamninga myndi koma í veg fyrir hækkandi vöruverð. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir ekkert vit í slíkum hugmyndum Sigmar Vilhjálmsson, formaður Atvinnufjelagsins, sem er félag sem telur um 200 fyrirtæki, birti í vikunni skoðanagrein á Vísi, þar sem hann lagði til fyrir næstu kjarasamninga að fyrstu átta tímar á hverri vakt, óháð því hvort unnið væri á virkum degi, um helgi eða kvöld, yrðu unnar á grunntaxta. Hugmyndunum var illa tekið, og Sigmar sagður vilja lækka laun þeirra sem vinna um kvöld og helgar. Sigmar segir það ekki rétt. „Ef það er hægt að ræða það í komandi kjarasamningum að hækka eingöngu dagvinnutaxtann án þess að 33 prósent fyrir kvöld og 45 prósent um helgar fylgi með þá held ég að við séum komin töluvert nær raunveruleikanum,“ segir Sigmar. Hugmyndin ekki fullmótuð en sé að skapa umræðu Ferðaþjónusta sé ein stærsta atvinnugrein Íslands, en meginþungi hennar liggi í kvöld- og helgarvinnu. Ef stuðst verði við óbreytt kerfi muni hækkun dagvinnutaxta leiða til hækkunar kvöld- og helgartaxta. „Það er ein leið í að mæta því, það er með hækkuðu vöruverði sem mun bitna á almennum launamönnum sem búa í þessu landi og ferðamönnum sem sækja hingað heim,“ segir Sigmar. Hugmyndin um að miða fyrstu átta tímar vaktar, óháð tíma, hafi ekki snúist um að lækka taxta launafólks. Sigmar segist vilja skapa umræðu og gagnrýnir verkalýðshreyfinguna fyrir að slá hugmyndina út af borðinu.Vísir/Vilhelm „Heldur að við myndum þá einbeita okkur að því hver er þá þessi taxti.“ Sigmar segir það valda sér vonbrigðum að verkalýðshreyfingin slái hugmyndina út af borðinu. „Ég er ekki að segja að þessi hugmynd sem var lögð fram sé einhver endanleg hugmynd eða fullmótuð hugmynd. Hún er hins vegar að benda á ákveðinn hlut, er að skapa umræðu og fyrir það er ég bara þakklátur,“ segir Sigmar. Röng nálgun að gera ódýrara fyrir atvinnurekendur að hafa menn í vinnu á kvöldin og um helgar Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segist engin rök hafa séð fyrir því að breyta ætti hlutfalli milli launa fyrir dagvinnu og aðra vinnu. Skýringar Sigmars hugnist honum ekki. „Auðvitað er þetta bara önnur hlið á sama peningnum. Þá ertu að segja, að til dæmis fólkið sem er að vinna á veitingastöðunum fyrir aftan okkur núna, á laugardegi, í glampandi sól, getur ekki verið með sínu fólki, fór ekki í ferðalag á þessari löngu helgi og svona, fái hlutfallslega minna borgað fyrir að vinna á þessum vondu tímum en það fær núna,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Flosi segir ólíklegt að hugmyndin verði tekin upp við gerð kjarasamninga. „Þá erum við að fletja út tímann, við erum að gera það ódýrara hlutfallslega fyrir atvinnurekendur að hafa menn í vinnunni á kvöldin og um helgar. Ég held að það sé röng nálgun.“ Hvað varðar gagnrýni Sigmars á að verkalýðshreyfingin slái hugmyndina strax út af borðinu segir Flosi: „Auðvitað ræðum við alltaf allar hugmyndir sem upp koma ef það er eitthvað vit í þeim.“ Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Sigmar Vilhjálmsson, formaður Atvinnufjelagsins, sem er félag sem telur um 200 fyrirtæki, birti í vikunni skoðanagrein á Vísi, þar sem hann lagði til fyrir næstu kjarasamninga að fyrstu átta tímar á hverri vakt, óháð því hvort unnið væri á virkum degi, um helgi eða kvöld, yrðu unnar á grunntaxta. Hugmyndunum var illa tekið, og Sigmar sagður vilja lækka laun þeirra sem vinna um kvöld og helgar. Sigmar segir það ekki rétt. „Ef það er hægt að ræða það í komandi kjarasamningum að hækka eingöngu dagvinnutaxtann án þess að 33 prósent fyrir kvöld og 45 prósent um helgar fylgi með þá held ég að við séum komin töluvert nær raunveruleikanum,“ segir Sigmar. Hugmyndin ekki fullmótuð en sé að skapa umræðu Ferðaþjónusta sé ein stærsta atvinnugrein Íslands, en meginþungi hennar liggi í kvöld- og helgarvinnu. Ef stuðst verði við óbreytt kerfi muni hækkun dagvinnutaxta leiða til hækkunar kvöld- og helgartaxta. „Það er ein leið í að mæta því, það er með hækkuðu vöruverði sem mun bitna á almennum launamönnum sem búa í þessu landi og ferðamönnum sem sækja hingað heim,“ segir Sigmar. Hugmyndin um að miða fyrstu átta tímar vaktar, óháð tíma, hafi ekki snúist um að lækka taxta launafólks. Sigmar segist vilja skapa umræðu og gagnrýnir verkalýðshreyfinguna fyrir að slá hugmyndina út af borðinu.Vísir/Vilhelm „Heldur að við myndum þá einbeita okkur að því hver er þá þessi taxti.“ Sigmar segir það valda sér vonbrigðum að verkalýðshreyfingin slái hugmyndina út af borðinu. „Ég er ekki að segja að þessi hugmynd sem var lögð fram sé einhver endanleg hugmynd eða fullmótuð hugmynd. Hún er hins vegar að benda á ákveðinn hlut, er að skapa umræðu og fyrir það er ég bara þakklátur,“ segir Sigmar. Röng nálgun að gera ódýrara fyrir atvinnurekendur að hafa menn í vinnu á kvöldin og um helgar Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segist engin rök hafa séð fyrir því að breyta ætti hlutfalli milli launa fyrir dagvinnu og aðra vinnu. Skýringar Sigmars hugnist honum ekki. „Auðvitað er þetta bara önnur hlið á sama peningnum. Þá ertu að segja, að til dæmis fólkið sem er að vinna á veitingastöðunum fyrir aftan okkur núna, á laugardegi, í glampandi sól, getur ekki verið með sínu fólki, fór ekki í ferðalag á þessari löngu helgi og svona, fái hlutfallslega minna borgað fyrir að vinna á þessum vondu tímum en það fær núna,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Flosi segir ólíklegt að hugmyndin verði tekin upp við gerð kjarasamninga. „Þá erum við að fletja út tímann, við erum að gera það ódýrara hlutfallslega fyrir atvinnurekendur að hafa menn í vinnunni á kvöldin og um helgar. Ég held að það sé röng nálgun.“ Hvað varðar gagnrýni Sigmars á að verkalýðshreyfingin slái hugmyndina strax út af borðinu segir Flosi: „Auðvitað ræðum við alltaf allar hugmyndir sem upp koma ef það er eitthvað vit í þeim.“
Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira