Sport

Nadal í úrslit í fjórtánda sinn

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Alexander Zverev tekur í hönd dómarans eftir að hafa hætt leik vegna meiðsla
Alexander Zverev tekur í hönd dómarans eftir að hafa hætt leik vegna meiðsla EPA-EFE/YOAN VALAT

Spænski tenniskappinn Rafael Nadal komst í úrslit Opna franska meistarmótsins í tennis í fjórtánda sinn eftir sigur á Alexander Zverev í undanúrslitum. Zverev gat ekki klárað leikinn vegna meiðsla.

Nadal, sem hefur oftar en nokkur annar unnið mótið sem er eitt af fjórum risamótum ársins í tennis, leiddi eftir að hafa unnið fyrsta settið 7-6(10-8) eftir upphækkun. Þegar að Zverev sneri ökklann á sér illa var staðan í öðru setti 6-6, en Rússinn var of meiddur til þess að halda leik áfram og var Nadal því dæmdur sigur.

Hann mætir hinum norksa Casper Ruud í úrslitum mótsins sem fara fram á sunnudag en Norðmaðurinn bar sigurorð af Marin Cilic í undanúrslitum. Ruud var í áttunda sæti á styrkleikalista mótsins.

Nadal hefur tækifæri til þess að vinna mótið í fjórtánda skipti en hann hefur ekki enn tapað þegar hann kemst í úrslit á mótinu sem er leikið á leirundirlagi. Nadal er oft nefndur konungur leirsins vegna yfirburða sinna á þessari tegund tennisvalla. Hann hefur leikið 108 leiki á Opna franska á ferlinum og hefur unnið 105 þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×