Martin var í sigti risaliða en gæti flutt til Íslands Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2022 08:31 Martin Hermannsson og félagar í Valencia enduðu í 3. sæti deildakeppninnar á Spáni en féllu svo úr leik í 8-liða úrslitum, með tapi í leiknum sem Martin meiddist í. vísir/bára Sannkölluð stórlið í evrópskum körfubolta voru farin að bera víurnar í Martin Hermannsson áður en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. Nú gerir hann ráð fyrir að vera áfram í Valencia og þar líður honum afar vel. Martin verður frá keppni fram á næsta ár vegna meiðslanna. Í samningi hans við Valencia er uppsagnarákvæði sem báðir aðilar geta nýtt í sumar og því gæti allt eins farið svo að Martin verði án félags í sumar. Fari svo hyggst hann flytja til Íslands. Gæti flutt heim fyrir seinni hálfleikinn „Framhaldið er svolítið óráðið en ég hef á tilfinningunni að þeir [forráðamenn Valencia] skrifi upp á alla vega eitt ár í viðbót og hjálpi mér í þessu. Ef ekki þá kem ég heim og verð örugglega heima allan næsta vetur að vinna í sjálfum mér, sem er svo sem enginn heimsendir heldur. Það gæti verið gott að koma heim og kúpla sig aðeins út fyrir „seinni hálfleikinn“, seinni partinn af atvinnumennskunni. En núna er ég bara að bíða eftir því að komast í aðgerð og svo sjáum við hvað gerist,“ segir Martin. Klippa: Martin fékk spennandi símtöl Hann fer í aðgerð vegna krossbandsslitanna strax á mánudaginn en svo alvarleg meiðsli slá á áhuga annarra félaga á að fá Martin til sín. Áhugi frá Madrid og Mílanó Eftir því sem Vísir kemst næst höfðu bæði Real Madrid og Olimpia Milano, sem bæði spila í EuroLeague, sýnt Martin áhuga. Hann vill ekki tjá sig um það en segist vissulega hafa heyrt að „skemmtileg lið“ væru áhugasöm. „Það var ekkert neglt niður né heldur komnir pappírar á borð. En það var áhugi frá skemmtilegum liðum sem hefði verið gaman að skoða. Á sama tíma þá líður okkur svo hrikalega vel hérna og framtíðarplönin hér eru stór og mikil, hér er til dæmis verið að byggja flottustu höll Evrópu sem verður tilbúin á næsta ári, og þú finnur ekki mikið betri aðstöðu. Það hefði því þurft rosalega mikið fyrir okkur til að við færum eitthvert annað,“ segir Martin en meiðslin taka af allan vafa um það. Breytir plönunum en ekki framtíðarplönunum Núna vonast Martin til þess að semja við Valencia um að vera hjá félaginu til 2024. „Okkur líður hrikalega vel hérna og ég væri til í að vera hér allan minn feril þannig séð. En eins og þessi „business“ er þá er alltaf einhver áhugi og fyrirspurnir í gangi. Ég var byrjaður að fá áhuga og hringingar annars staðar frá en var ekkert að pæla í því enda tímabilið enn í gangi. Núna er annar bragur yfir þessu en það sem væri óskandi væri kannski að fá nýjan tveggja ára samning hérna og hafa þá fyrra árið til að koma sér til baka en geta verið 150% seinna árið,“ segir Martin og bætir við að mikilvægt sé að vera jákvæður þrátt fyrir meiðslin alvarlegu: „Þolinmæði er eitthvað sem að ég hef átt erfitt með í gegnum tíðina og núna mun reyna þokkalega á það. Þetta breytir plönunum en ekki framtíðarplönunum eftir 3-4 ár. Maður er sem betur fer enn ungur og ég sný aftur í janúar eða febrúar, 28 ára, sem er bara besti aldur.“ Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Sjá meira
Martin verður frá keppni fram á næsta ár vegna meiðslanna. Í samningi hans við Valencia er uppsagnarákvæði sem báðir aðilar geta nýtt í sumar og því gæti allt eins farið svo að Martin verði án félags í sumar. Fari svo hyggst hann flytja til Íslands. Gæti flutt heim fyrir seinni hálfleikinn „Framhaldið er svolítið óráðið en ég hef á tilfinningunni að þeir [forráðamenn Valencia] skrifi upp á alla vega eitt ár í viðbót og hjálpi mér í þessu. Ef ekki þá kem ég heim og verð örugglega heima allan næsta vetur að vinna í sjálfum mér, sem er svo sem enginn heimsendir heldur. Það gæti verið gott að koma heim og kúpla sig aðeins út fyrir „seinni hálfleikinn“, seinni partinn af atvinnumennskunni. En núna er ég bara að bíða eftir því að komast í aðgerð og svo sjáum við hvað gerist,“ segir Martin. Klippa: Martin fékk spennandi símtöl Hann fer í aðgerð vegna krossbandsslitanna strax á mánudaginn en svo alvarleg meiðsli slá á áhuga annarra félaga á að fá Martin til sín. Áhugi frá Madrid og Mílanó Eftir því sem Vísir kemst næst höfðu bæði Real Madrid og Olimpia Milano, sem bæði spila í EuroLeague, sýnt Martin áhuga. Hann vill ekki tjá sig um það en segist vissulega hafa heyrt að „skemmtileg lið“ væru áhugasöm. „Það var ekkert neglt niður né heldur komnir pappírar á borð. En það var áhugi frá skemmtilegum liðum sem hefði verið gaman að skoða. Á sama tíma þá líður okkur svo hrikalega vel hérna og framtíðarplönin hér eru stór og mikil, hér er til dæmis verið að byggja flottustu höll Evrópu sem verður tilbúin á næsta ári, og þú finnur ekki mikið betri aðstöðu. Það hefði því þurft rosalega mikið fyrir okkur til að við færum eitthvert annað,“ segir Martin en meiðslin taka af allan vafa um það. Breytir plönunum en ekki framtíðarplönunum Núna vonast Martin til þess að semja við Valencia um að vera hjá félaginu til 2024. „Okkur líður hrikalega vel hérna og ég væri til í að vera hér allan minn feril þannig séð. En eins og þessi „business“ er þá er alltaf einhver áhugi og fyrirspurnir í gangi. Ég var byrjaður að fá áhuga og hringingar annars staðar frá en var ekkert að pæla í því enda tímabilið enn í gangi. Núna er annar bragur yfir þessu en það sem væri óskandi væri kannski að fá nýjan tveggja ára samning hérna og hafa þá fyrra árið til að koma sér til baka en geta verið 150% seinna árið,“ segir Martin og bætir við að mikilvægt sé að vera jákvæður þrátt fyrir meiðslin alvarlegu: „Þolinmæði er eitthvað sem að ég hef átt erfitt með í gegnum tíðina og núna mun reyna þokkalega á það. Þetta breytir plönunum en ekki framtíðarplönunum eftir 3-4 ár. Maður er sem betur fer enn ungur og ég sný aftur í janúar eða febrúar, 28 ára, sem er bara besti aldur.“
Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum