Segir heildarniðurstöðu sölunnar vera prýðilega Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. apríl 2022 13:02 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í dag. Vísir/Egill Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra játar að bera pólitíska ábyrgð á nýafstaðinni sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka en segist þrátt fyrir allt vera þokkalega sáttur við hvernig til tókst. Fréttastofa ræddi við Bjarna eftir ríkisstjórnarfund í morgun, meðan annars um þá gagnrýni sem útboðið á hlutum í bankanum hefur sætt en ráðherra sagði ríkisstjórnina hafa ákveðið að hinkra með frekari sölu á meðan athuganir Ríkisendurskoðunar og Seðlabankans stæðu yfir. Þá sagði hann standa til að leggja fyrir þingið að fara aðrar leiðir við sölu á eignahlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum í framtíðinni en að fara í gegnum Bankasýsluna. En er skynsamlegt að leggja hana niður áður en niðurstöður liggja fyrir? „Það er pólitísk ákvörðun í sjálfu sér að ákveða með hvaða hætti þú vilt til framtíðar standa að sölu á frekari eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum,“ segir Bjarni. „Bara sjálfsagt mál að ræða það og við erum að boða það að slík tillaga muni koma fram á þingi, úr þessu langlíklegast að það verði í haust. Það getum við rætt á pólitískum forsendum alveg óháð því hvað kemur út úr athugunum sem nú standa yfir vegna útboðsins sem er nýafstaðið.“ Bjarni vill ekki kannast við að salan hafi verið klúður. „Heildarniðurstaðan, svona ef við horfum á þau markmið sem við höfðum í upphafi, er prýðileg. Hluthafahópurinn, dreifinginn, fjöldi hluthafanna, verðið hefur verið ásættanlegt í mínum huga, virði bankans hefur aukist um hundrað milljarða á einu ári. Það er hins vegar mjög slæmt að það standi út af atriði sem þurfi að fara ofan í saumana á strax í kjölfarið af útboðinu. Að því leytinu til er staðan ekki sú sem ég hafði óskað mér fyrirfram. En ég hef sagt sem svo að við þurfum að sýna því þolinmæði að fara ofan í saumana á þessum framkvæmdaatriðum og leita svara við þeim spurningum sem hafa komið upp.“ Bjarni segir pólitíska ábyrgð á sölunni liggja hjá sér en þau atriði sem séu til skoðunar séu sértæk og varði aðeins útfærslu útboðsins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Sjá meira
Fréttastofa ræddi við Bjarna eftir ríkisstjórnarfund í morgun, meðan annars um þá gagnrýni sem útboðið á hlutum í bankanum hefur sætt en ráðherra sagði ríkisstjórnina hafa ákveðið að hinkra með frekari sölu á meðan athuganir Ríkisendurskoðunar og Seðlabankans stæðu yfir. Þá sagði hann standa til að leggja fyrir þingið að fara aðrar leiðir við sölu á eignahlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum í framtíðinni en að fara í gegnum Bankasýsluna. En er skynsamlegt að leggja hana niður áður en niðurstöður liggja fyrir? „Það er pólitísk ákvörðun í sjálfu sér að ákveða með hvaða hætti þú vilt til framtíðar standa að sölu á frekari eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum,“ segir Bjarni. „Bara sjálfsagt mál að ræða það og við erum að boða það að slík tillaga muni koma fram á þingi, úr þessu langlíklegast að það verði í haust. Það getum við rætt á pólitískum forsendum alveg óháð því hvað kemur út úr athugunum sem nú standa yfir vegna útboðsins sem er nýafstaðið.“ Bjarni vill ekki kannast við að salan hafi verið klúður. „Heildarniðurstaðan, svona ef við horfum á þau markmið sem við höfðum í upphafi, er prýðileg. Hluthafahópurinn, dreifinginn, fjöldi hluthafanna, verðið hefur verið ásættanlegt í mínum huga, virði bankans hefur aukist um hundrað milljarða á einu ári. Það er hins vegar mjög slæmt að það standi út af atriði sem þurfi að fara ofan í saumana á strax í kjölfarið af útboðinu. Að því leytinu til er staðan ekki sú sem ég hafði óskað mér fyrirfram. En ég hef sagt sem svo að við þurfum að sýna því þolinmæði að fara ofan í saumana á þessum framkvæmdaatriðum og leita svara við þeim spurningum sem hafa komið upp.“ Bjarni segir pólitíska ábyrgð á sölunni liggja hjá sér en þau atriði sem séu til skoðunar séu sértæk og varði aðeins útfærslu útboðsins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Sjá meira