Liverpool með tveggja marka forystu fyrir seinni leikinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2022 20:56 Luis Diaz innsiglaði 3-1 sigur Liverpool. Julian Finney/Getty Images Liverpool vann góðan 3-1 sigur er liðið heimsótti Benfica í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Ekki var búist við því að heimamenn í Benfica myndu veita Liverpool mikla mótstöðu í einvíginu, en annað kom á daginn. Þrátt fyrir það að gestirnir frá Bítlaborginni hafi verið mun meira með boltann í kvöld sköpuðu liðsmenn Benfica oft og tíðum mikla hættu með góðum skyndisóknum sínum. Það voru þó gestirnir frá Liverpool sem voru fyrri til að brjóta ísinn. Það gerði varnarmaðurinn stóri og stæðilegi Ibrahima Konate þegar hann skallaði hornspyrnu Andy Robertson í netið á 17. mínútu. Sadio Mané tvöfaldaði forystu gestanna svo á 34. mínútu eftir stoðsendingu frá Luis Diaz. Það var þó falleg sending frá Trent Alexander-Arnold inn fyrir vörn heimamanna sem splundraði vörn heimamanna og bjó markið í rauninni til. Staðan var því 2-0 þegar flautað var til hálfleiks. Það var svo boðið upp á meira af því sama í síðari hálfleik. Liverpool var miklu meira með boltann, en Benfica beitti skyndisóknum til að reyna að minnka muninn. Það tókst strax á fjórðu mínútu síðari hálfleiks þegar Rafa Silva átti sendingu fyrir markið og eftir klaufalega tilraun Ibrahima Konate til að hreinsa boltann frá barst hann á Darwin Nunez sem kláraði færið vel. Gestirnir frá Liverpool sóttu nánast látlaust það sem eftir lifði leiks, en illa gekk að brjóta vörn Benfica á bak aftur. Það tókst loks á 86. mínútu þegar Naby Keita fann Luis Diaz inn fyrir vörn heimamanna og sá síðarnefndi kláraði í autt markið eftir að hann lék á Odisseas Vlachodimos í marki Benfica. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð því 3-1 sigur Liverpool. Liðin mætast á ný á Anfield á miðvikudaginn eftir rúma viku og ljóst er að brekkan er brött fyrir liðsmenn Benfica. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Liverpool vann góðan 3-1 sigur er liðið heimsótti Benfica í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Ekki var búist við því að heimamenn í Benfica myndu veita Liverpool mikla mótstöðu í einvíginu, en annað kom á daginn. Þrátt fyrir það að gestirnir frá Bítlaborginni hafi verið mun meira með boltann í kvöld sköpuðu liðsmenn Benfica oft og tíðum mikla hættu með góðum skyndisóknum sínum. Það voru þó gestirnir frá Liverpool sem voru fyrri til að brjóta ísinn. Það gerði varnarmaðurinn stóri og stæðilegi Ibrahima Konate þegar hann skallaði hornspyrnu Andy Robertson í netið á 17. mínútu. Sadio Mané tvöfaldaði forystu gestanna svo á 34. mínútu eftir stoðsendingu frá Luis Diaz. Það var þó falleg sending frá Trent Alexander-Arnold inn fyrir vörn heimamanna sem splundraði vörn heimamanna og bjó markið í rauninni til. Staðan var því 2-0 þegar flautað var til hálfleiks. Það var svo boðið upp á meira af því sama í síðari hálfleik. Liverpool var miklu meira með boltann, en Benfica beitti skyndisóknum til að reyna að minnka muninn. Það tókst strax á fjórðu mínútu síðari hálfleiks þegar Rafa Silva átti sendingu fyrir markið og eftir klaufalega tilraun Ibrahima Konate til að hreinsa boltann frá barst hann á Darwin Nunez sem kláraði færið vel. Gestirnir frá Liverpool sóttu nánast látlaust það sem eftir lifði leiks, en illa gekk að brjóta vörn Benfica á bak aftur. Það tókst loks á 86. mínútu þegar Naby Keita fann Luis Diaz inn fyrir vörn heimamanna og sá síðarnefndi kláraði í autt markið eftir að hann lék á Odisseas Vlachodimos í marki Benfica. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð því 3-1 sigur Liverpool. Liðin mætast á ný á Anfield á miðvikudaginn eftir rúma viku og ljóst er að brekkan er brött fyrir liðsmenn Benfica.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti