Fótbolti

Spenna í loftinu þegar dregið verður bæði í átta liða og undanúrslit í Meistaradeild

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesar Azpilicueta, fyrirliði Chelsea, tekur við Meistaradeildarbikarnum í fyrra. Chelsea er í pottinum í dag.
Cesar Azpilicueta, fyrirliði Chelsea, tekur við Meistaradeildarbikarnum í fyrra. Chelsea er í pottinum í dag. EPA-EFE/Carl Recine

Síðasti dráttur tímabilsins í Meistaradeildinni fer fram í dag því þá mun koma í ljós hvaða leið átta bestu liðin þurfa að fara ætli þau sér að komast í úrslitaleikinn.

Engar reglur eru um það hvaða lið gætu mæst og því gætum við séð Madrídarslag hjá Real og Atletico eða leik á milli Liverpool og Manchester City.

Liðin í pottinum í Meistaradeildinni verða Atletico Madrid (Spánn), Bayern München (Þýskaland), Benfica (Portúgal), Chelsea (England), Liverpool (England), Manchester City (England), Real Madrid (Spánn) og Villarreal (Spánn).

Fyrra liðið sem er degið úr pottinum í hverju einvígi er það lið sem spilar fyrri leikinn á heimavelli.

Það verður dregið í undanúrslitin eftir að það kemur í ljós hvaða lið lenda saman í átta liða úrslitunum.

Átta liða úrslitin fara fram 5./6. apríl og 12./13. apríl en undanúrslitaleikirnir eru síðan spilaðir 26. og 27. apríl og svo 3. og 4. maí. Úrslitaleikurinn er á Stade de France í París.

Drátturinn hefst klukkan 11.00 að íslenskum tíma. Seinna í dag verður einnig dregið í Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×