Sport

Dagskráin í dag: Meistaradeildin og rafíþróttir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Chelsea heimsækir Lille í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld.
Chelsea heimsækir Lille í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Julian Finney/Getty Images

Boðið verður upp á sjö beinar útsendingar á sportásum Stöðvar 2 í dag og í kvöld.

Við hefjum leik á tveimur leikjum í UEFA Youth League í fótbolta. Fyrri leikur dagsins er viðureign PSG og Salzburg klukkan 12:55 og klukkan 15:25 mætast Dortmund og Atlético Madrid. Báðir leikir verða sýndir á Stöð 2 Sport 2.

Rafíþróttirnar eiga einnig sinn sess á sportrásum Stöðvar 2 í dag, en klukkan 18:30 er Arena-deildin á dagskrá á Stöð 2 eSport áður en þátturinn Babe Patrol tekur við klukkan 21:00 þar sem þær Alma, Eva, Högna og Kamila munu án efa valda miklum usla á götum Verdansk í leiknum Call of Duty: Warzone.

Að lokum er einn leikur á dagskrá í Meistaradeild Evrópu í fótbolta þegar Evrópumeistarar Chelsea mæta franska liðinu Lille í síðar leik liðanna í 16-liða úrslitum. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport 2, en skipt verður yfir til Frakklands klukkan 19:55. Meistaradeildarmörkin taka svo við klukkan 22:00 þar sem farið verður yfir allt það helsta úr leikjum kvöldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×