Sport

Dagskráin í dag - Píla og NFL í fyrirrúmi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Fallon Sherrock sló í gegn í Ally Pally í fyrra.
Fallon Sherrock sló í gegn í Ally Pally í fyrra. vísir/getty

Það er vel hægt að flatmaga í sófanum í dag þar sem nóg verður af spennandi íþróttaefni á sportstöðvum Stöðvar 2.

Heimsmeistaramótið í pílukasti er orðinn ómissandi hluti jólahalds og þar verður áfram kastað af áfergju í Alexandra Palace í Lundúnum. Sem fyrr eru tvær útsendingar; sú fyrri hefst klukkan 12:30 en sú síðari klukkan 19:00.

Hin vinsæla Fallon Sherrock mætir til leiks í kvöld þegar hún mætir Steve Beaton en auk þeirra munu öflugir kastarar á borð við Stephen Bunting og Jonny Clayton keppa í Ally Pally í dag.

Þá eru tveir spennandi leikir í NFL deildinni á dagskrá í dag auk þess sem sýnt verður frá spænskum körfubolta og golfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×