Sport

Dag­skráin í dag: Körfu­bolta­kvöld, stór­leikur í Þor­láks­höfn, Sam­bands- og Evrópu­deild og svo miklu meira

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ísak Bergmann og félagar í FCK eru í eldlínunni í kvöld.
Ísak Bergmann og félagar í FCK eru í eldlínunni í kvöld. Lars RonbogGetty Images

Það er pökkuð dagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport á þessum líka fína fimmtudegi.

Stöð 2 Sport

Klukkan 17.00 hefst Körfuboltakvöld kvenna. Þar verður farið yfir allt það helsta sem hefur gerst undanfarna daga.

Klukkan 18.05 hefst útsending frá leik ÍR og Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta.

Klukkan 20.05 hefst útsending frá leik Þór Þorlákshafnar og KR í Subway-deild karla. Klukkan 22.00 eru Tilþrifin á dagskrá.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 17.35 hefst útsending frá leik AZ Alkmaar og Randers í Sambandsdeildinni. Albert Guðmundsson leikur með AZ sem hefur nú þegar tryggt sér toppsæti riðilsins.

Klukkan 19.50 er leikur FC Kaupmannahafnar og Slovan Bratislava í Sambandsdeildinni á dagskrá. FCK hefur nú þegar tryggt sér sigur í riðlinum. Ísak Bergmann Jóhannesson, Andri Fannar Baldursson og Hákon Arnar Haraldsson leika með FCK.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 17.35 hefst leikur Zorya Luhansk og Bodö/Glimt í Sambandsdeildinni. Zorya er með aðeins eitt stig á meðan Bodö/Glimt er komið áfram líkt og Roma. Enn er óvíst hvaða lið vinnur riðilinn. Alfons Sampsted leikur með Bodo/Glimt.

Klukkan 19.50 hefst útsending frá leik West Ham United og Dinamo Zagreb í Evrópudeildinni.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 17.35 hefst útsending frá leik Lyon og Rangers í Evrópudeildinni. Klukkan 19.50 hefst útsending frá leik Lazio og Galatasaray í Sambandsdeildinni.

Stöð 2 E-Sport

Klukkan 21.00 er Rauðvín og klakar á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×