Fótbolti

„Var svolítið týnd í fyrri hálfleik“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðný Árnadóttir í leiknum gegn Hollandi í síðasta mánuði.
Guðný Árnadóttir í leiknum gegn Hollandi í síðasta mánuði. vísir/hulda margrét

Guðný Árnadóttir, leikmaður AC Milan, segist vera klár í að leysa stöðu hægri bakvarðar áfram með íslenska landsliðinu. Hún eigi enn eftir að fínpússa sóknarþáttinn þegar hún spilar þá stöðu.

Guðný lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar þegar Ísland tapaði fyrir Hollandi, 0-2, í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2023 í síðasta mánuði. Framundan eru tveir leikir í undankeppninni, gegn Tékklandi annað kvöld og Kýpur á þriðjudaginn.

„Mér líst vel á að spila hægri bakvörð. Ég er að spila hægra meg­in í þriggja manna vörn úti þannig að það er blanda af hægri bakverði og miðverði. Það er gam­an að fá að spila og að prófa nýj­ar stöður,“ sagði Guðný á blaðamannafundi í gær.

Hún var nokkuð sátt með frammistöðu sína í leiknum gegn Hollandi. Þar fékk hún það hlutverk að gæta Lieke Martens, eins allra besta leikmanns heims.

„Í fyrri hálfleik var ég svo­lítið týnd, var ekki al­veg rétt staðsett alltaf. En svo fannst mér ég bara vinna mig inn í leik­inn og leið bet­ur þegar leið á hann. Það er kannski klass­ískt fyr­ir fyrsta leik í þess­ari stöðu.“

Guðný í baráttu við Lieke Martens í leiknum gegn Hollandi.getty/Andre Weening

Hún segist ekki vita hvort hún sé fyrsti kostur í stöðu hægri bakvarðar í landsliðinu en er tilbúin að leysa þá stöðu verði þess óskað.

„Ég veit það ekki. Við erum nokkr­ar að berj­ast um þessa stöðu en af því að ég er hugsuð sem hægri bakvörður vil ég klár­lega gera mitt besta til að halda henni. Ég þarf bara að standa mig í leikj­um og á æf­ing­um til þess að gera það,“ sagði Guðný.

Hafnfirðingurinn segir að leikurinn gegn Tékkum á morgun verði erfiður og Íslendingar þurfi að spila vel til að vinna.

„Tékk­arn­ir líta vel út af því sem við höf­um séð. Þær eru vel spilandi, vilja halda bolt­an­um og eru með sterka leik­menn í sínu liði. Við þurf­um bara að mæta klár­ar í þann leik og spila okk­ar besta leik til þess að ná í úr­slit. Við þurf­um að fara í þenn­an leik og ná í þrjú stig og þá erum við í góðri stöðu myndi ég segja,“ sagði Guðný sem hefur leikið ellefu landsleiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×