Naomi Osaka Barbie dúkka seldist upp á augabragði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júlí 2021 15:01 Naomi Osaka Barbie dúkkan í öllu sínu veldi. mattel Barbie dúkka byggð á tennisstjörnunni Naomi Osaka seldist upp aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hún fór í sölu. Osaka-dúkkan er hluti af dúkkulínunni „Barbie Role Models Doll Line“ frá Mattel þar sem þekktum kvenfyrirmyndum eru gerð skil. Meðal annarra þekktra íþróttakvenna sem eiga dúkkur af sér má nefna Aly Raisman, Amadine Henry og Dinu Asher Smith. Osaka-dúkkan, sem Carlyle Nuera hannaði, er í búningnum sem tennisstjarnan klæddist á Opna ástralska meistaramótinu í fyrra. Hún vann það mót reyndar ekki en hún hrósaði sigri á því 2019 og 2021. Alls á Osaka fjóra risatitla á ferilskránni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Barbie dúkka af Osaka er framleidd. Það var einnig gert fyrir tveimur árum en sú dúkka fór ekki í almenna sölu eins og þessi. Nýjan dúkkan sló samstundis í gegn og seldist upp aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hún fór í sölu á mánudaginn. I first teamed up with @Barbie in 2019 and today we re introducing the Barbie Role Model Naomi Osaka doll. I hope every child is reminded that they can be and do anything: https://t.co/GrPuW1WkMnFun fact : (the doll is wearing my outfit from the 2020 Australian Open lol) pic.twitter.com/DlL98lNfQj— NaomiOsaka (@naomiosaka) July 12, 2021 Mikla athygli vakti þegar Osaka hætti keppni á Opna franska meistaramótinu í maí. Hún mætti ekki á blaðamannafund eftir sigur á Patriciu Mariu Tig í 1. umferð mótsins þar sem hún vildi vernda andlega heilsu sína. Osaka var sektuð fyrir að mæta ekki á blaðamannafundinn og skipuleggjendur mótsins hótuðu að henda henni úr leik. Osaka hætti hins vegar sjálf og sagðist ætla að taka sér frí frá tennis um óákveðinn tíma. Hin japanska Osaka tók ekki þátt á Wimbledon mótinu en ætlar að keppa á Ólympíuleikunum á heimavelli sem hefjast seinna í þessum mánuði. Tennis Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Sjá meira
Osaka-dúkkan er hluti af dúkkulínunni „Barbie Role Models Doll Line“ frá Mattel þar sem þekktum kvenfyrirmyndum eru gerð skil. Meðal annarra þekktra íþróttakvenna sem eiga dúkkur af sér má nefna Aly Raisman, Amadine Henry og Dinu Asher Smith. Osaka-dúkkan, sem Carlyle Nuera hannaði, er í búningnum sem tennisstjarnan klæddist á Opna ástralska meistaramótinu í fyrra. Hún vann það mót reyndar ekki en hún hrósaði sigri á því 2019 og 2021. Alls á Osaka fjóra risatitla á ferilskránni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Barbie dúkka af Osaka er framleidd. Það var einnig gert fyrir tveimur árum en sú dúkka fór ekki í almenna sölu eins og þessi. Nýjan dúkkan sló samstundis í gegn og seldist upp aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hún fór í sölu á mánudaginn. I first teamed up with @Barbie in 2019 and today we re introducing the Barbie Role Model Naomi Osaka doll. I hope every child is reminded that they can be and do anything: https://t.co/GrPuW1WkMnFun fact : (the doll is wearing my outfit from the 2020 Australian Open lol) pic.twitter.com/DlL98lNfQj— NaomiOsaka (@naomiosaka) July 12, 2021 Mikla athygli vakti þegar Osaka hætti keppni á Opna franska meistaramótinu í maí. Hún mætti ekki á blaðamannafund eftir sigur á Patriciu Mariu Tig í 1. umferð mótsins þar sem hún vildi vernda andlega heilsu sína. Osaka var sektuð fyrir að mæta ekki á blaðamannafundinn og skipuleggjendur mótsins hótuðu að henda henni úr leik. Osaka hætti hins vegar sjálf og sagðist ætla að taka sér frí frá tennis um óákveðinn tíma. Hin japanska Osaka tók ekki þátt á Wimbledon mótinu en ætlar að keppa á Ólympíuleikunum á heimavelli sem hefjast seinna í þessum mánuði.
Tennis Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Sjá meira