Þjóðverjar standa enn á ný í vegi fyrir meistaradraumum Englendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2021 11:00 Raheem Sterling var rúmlega eins árs þegar þjálfari hans, Gareth Southgate, klúðraði vítinu fræga gegn Þýskalandi á EM 1996 og Jack Grealish var bara tíu mánaða. Getty/Chris Brunskill Lokadagur sextán liða úrslita Evrópumótsins er í dag og eftir hann standa bara átta þjóðir eftir sem geta unnið Evrópumeistaratitilinn. Englendingar unnu Vestur Þjóðverja í úrslitaleik þegar þeir unnu sitt eina stórmót fyrir 55 árum en síðan hafa mörg af mest lofandi meistaraliðum þeirra ensku endað stórmótin á súru tapi á móti Þjóðverjum. Throwback to EURO 1996! vs The last time Germany faced England in Wembley at a major tournament. Who'll come out on top this time around? #ENGGER #EURO2020pic.twitter.com/3lBkk1yqaw— DW Sports (@dw_sports) June 24, 2021 Leiðir Englendinga og Þjóðverja liggja enn á ný saman í dag þegar þjóðirnar mætast í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Síðustu tveir leikir sextán liða úrslitanna eru í dag og þá kemur í ljós hverjir mætast í síðasta leik átta liða úrslitanna. Sigurvegarinn úr leik Englands og Þýskalands (klukkan 16.00) mætir sigurvegaranum úr leik Svíþjóðar og Úkraínu sem er seinni leikur kvöldsins og hefst klukkan 19.00. Leikur Englendinga og Þjóðverja er spilaður á Wembley en leikur Svía og Úkraínumanna fer fram í Glasgow. Það var einmitt á Wembley sem Englendingar tryggðu sér heimsmeistaratitilinn sumarið 1966 eftir 4-2 sigur á Þjóðverjum í framlengingu þar sem enn er verið að rífast um þriðja mark enska liðsins þar sem skot Geoff Hurst fór í slána og niður á línuna. Dómarinn dæmdi mark en það hefur aldrei verið sannað eða afsannað með myndum, þó tilraunir hafi verið gerðar til þess. Was Geoff Hurst's famous World Club final goal actually over the line? Throwback to when @Carra23 used the latest technology on MNF to find out! pic.twitter.com/g9ZUfBJUct— Sky Sports (@SkySports) June 29, 2021 Þjóðverjar hafa síðan haft betur í útsláttarleikjum sínum á móti Englandi á stórmótum og eru fyrir löngu búnir að hefna fyrir tapið á Wembley í júlí 1966. Þýskaland sló England út úr átta liða úrslitunum á HM 1970, út úr undanúrslitum á HM 1990, út úr undanúrslitum á EM 1996 og loks út úr átta liða úrslitum á HM 2010. Í þessum síðasta leik 2010 þá skoraði Frank Lampard mark sem var ekki dæmt gilt en dómarar leiksins misstu af því þegar skot hans fór af slánni og inn fyrir marklínuna. Nú var heppnin ekki með þeim ensku en markið átti mikinn þátt í að tekin var upp marklínutækni í fótboltanum. On this day in 2010, Frank Lampard was denied a clear equaliser as Germany knocked England out of the World Cup The two sides meet again on Tuesday Will England get revenge? pic.twitter.com/hu0fkBjd6g— FootballJOE (@FootballJOE) June 27, 2021 Grátlegustu töp Englendinga á móti Þjóðverjum voru þó örugglega þessi tvö í undanúrslitunum á HM og EM á tíunda áratugnum þar sem úrslitin réðust í bæði skiptin í vítakeppni. Fyrri leikurinn var í undanúrslitum á HM á Ítalíu og fór fram í Torino. Þjóðverjar komust yfir með marki Andreas Brehme en Gary Lineker jafnaði. Í vítakeppninni skoruðu Þjóðverjar úr öllum fjórum spyrnum sínum en Stuart Pearce og Chris Waddle klikkuðu á síðustu tveimur vítaspyrnum enska liðsins. Sex árum síðar lágu leiðir þeirra aftur saman í undanúrslitum en nú á EM og á sjálfum Wembley leikvanginum. Nú kom Alan Shearer Englendingum yfir í upphafi leiks en Stefan Kuntz jafnaði þrettán mínútum síðar. Aftur enduðu leikar 1-1 og aftur þurfti vítaspyrnukeppni til að fá sigurvegarann. Úrslitin réðust í bráðabana. Gareth Southgate, núverandi landsliðsþjálfari Englendinga, klikkaði á sjötta víti enska liðsins og Andreas Möller skaut þýska liðið í úrslitaleikinn. Þjóðverjar voru þá búnir að skora úr tíu vítaspyrnum í röð á móti enska liðinu í vítakeppnum á stórmóti. Gareth Southgate s Euro 96 penalty miss should motivate England, David Seaman claims https://t.co/KBtoGgL30h— Indy Football (@IndyFootball) June 28, 2021 Það er kannski ekkert skrýtið að Englendingar töluðu um að fótbolti væri einfaldur leikur. 22 leikmenn elta bolta í 90 mínútur og Þjóðverjar fagna sigri. Svíar mæta Úkraínu í seinni leik dagsins en Svíar unnu sinn riðil á sama tíma og Úkraína var síðasta liðið úr þriðja sæti sem komst inn í sextán liða úrslitin. Það nægði Úkraínumönnum að vinna bara Norður Makedóníu í riðlinum. Andriy Shevchenko, þjálfari Úkraínu, á góðar minningar frá leik við Svía en hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri þegar þjóðirnar mættust á EM 2012. Þetta er fyrsti leikur þjóðanna síðan þá. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Englendingar unnu Vestur Þjóðverja í úrslitaleik þegar þeir unnu sitt eina stórmót fyrir 55 árum en síðan hafa mörg af mest lofandi meistaraliðum þeirra ensku endað stórmótin á súru tapi á móti Þjóðverjum. Throwback to EURO 1996! vs The last time Germany faced England in Wembley at a major tournament. Who'll come out on top this time around? #ENGGER #EURO2020pic.twitter.com/3lBkk1yqaw— DW Sports (@dw_sports) June 24, 2021 Leiðir Englendinga og Þjóðverja liggja enn á ný saman í dag þegar þjóðirnar mætast í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Síðustu tveir leikir sextán liða úrslitanna eru í dag og þá kemur í ljós hverjir mætast í síðasta leik átta liða úrslitanna. Sigurvegarinn úr leik Englands og Þýskalands (klukkan 16.00) mætir sigurvegaranum úr leik Svíþjóðar og Úkraínu sem er seinni leikur kvöldsins og hefst klukkan 19.00. Leikur Englendinga og Þjóðverja er spilaður á Wembley en leikur Svía og Úkraínumanna fer fram í Glasgow. Það var einmitt á Wembley sem Englendingar tryggðu sér heimsmeistaratitilinn sumarið 1966 eftir 4-2 sigur á Þjóðverjum í framlengingu þar sem enn er verið að rífast um þriðja mark enska liðsins þar sem skot Geoff Hurst fór í slána og niður á línuna. Dómarinn dæmdi mark en það hefur aldrei verið sannað eða afsannað með myndum, þó tilraunir hafi verið gerðar til þess. Was Geoff Hurst's famous World Club final goal actually over the line? Throwback to when @Carra23 used the latest technology on MNF to find out! pic.twitter.com/g9ZUfBJUct— Sky Sports (@SkySports) June 29, 2021 Þjóðverjar hafa síðan haft betur í útsláttarleikjum sínum á móti Englandi á stórmótum og eru fyrir löngu búnir að hefna fyrir tapið á Wembley í júlí 1966. Þýskaland sló England út úr átta liða úrslitunum á HM 1970, út úr undanúrslitum á HM 1990, út úr undanúrslitum á EM 1996 og loks út úr átta liða úrslitum á HM 2010. Í þessum síðasta leik 2010 þá skoraði Frank Lampard mark sem var ekki dæmt gilt en dómarar leiksins misstu af því þegar skot hans fór af slánni og inn fyrir marklínuna. Nú var heppnin ekki með þeim ensku en markið átti mikinn þátt í að tekin var upp marklínutækni í fótboltanum. On this day in 2010, Frank Lampard was denied a clear equaliser as Germany knocked England out of the World Cup The two sides meet again on Tuesday Will England get revenge? pic.twitter.com/hu0fkBjd6g— FootballJOE (@FootballJOE) June 27, 2021 Grátlegustu töp Englendinga á móti Þjóðverjum voru þó örugglega þessi tvö í undanúrslitunum á HM og EM á tíunda áratugnum þar sem úrslitin réðust í bæði skiptin í vítakeppni. Fyrri leikurinn var í undanúrslitum á HM á Ítalíu og fór fram í Torino. Þjóðverjar komust yfir með marki Andreas Brehme en Gary Lineker jafnaði. Í vítakeppninni skoruðu Þjóðverjar úr öllum fjórum spyrnum sínum en Stuart Pearce og Chris Waddle klikkuðu á síðustu tveimur vítaspyrnum enska liðsins. Sex árum síðar lágu leiðir þeirra aftur saman í undanúrslitum en nú á EM og á sjálfum Wembley leikvanginum. Nú kom Alan Shearer Englendingum yfir í upphafi leiks en Stefan Kuntz jafnaði þrettán mínútum síðar. Aftur enduðu leikar 1-1 og aftur þurfti vítaspyrnukeppni til að fá sigurvegarann. Úrslitin réðust í bráðabana. Gareth Southgate, núverandi landsliðsþjálfari Englendinga, klikkaði á sjötta víti enska liðsins og Andreas Möller skaut þýska liðið í úrslitaleikinn. Þjóðverjar voru þá búnir að skora úr tíu vítaspyrnum í röð á móti enska liðinu í vítakeppnum á stórmóti. Gareth Southgate s Euro 96 penalty miss should motivate England, David Seaman claims https://t.co/KBtoGgL30h— Indy Football (@IndyFootball) June 28, 2021 Það er kannski ekkert skrýtið að Englendingar töluðu um að fótbolti væri einfaldur leikur. 22 leikmenn elta bolta í 90 mínútur og Þjóðverjar fagna sigri. Svíar mæta Úkraínu í seinni leik dagsins en Svíar unnu sinn riðil á sama tíma og Úkraína var síðasta liðið úr þriðja sæti sem komst inn í sextán liða úrslitin. Það nægði Úkraínumönnum að vinna bara Norður Makedóníu í riðlinum. Andriy Shevchenko, þjálfari Úkraínu, á góðar minningar frá leik við Svía en hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri þegar þjóðirnar mættust á EM 2012. Þetta er fyrsti leikur þjóðanna síðan þá. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti