Fótbolti

Tók á sig veg­lega launa­lækkun er hann yfir­gaf Gylfa og fé­laga

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson og Carlo Ancelotti ræða málin fyrr á tímabilinu.
Gylfi Þór Sigurðsson og Carlo Ancelotti ræða málin fyrr á tímabilinu. Getty/Oli Scarff

Carlo Ancelotti yfirgaf í gær Gylfa Þór Sigurðssona og félaga í Everton til þess að taka við Real Madrid í annað sinn.

Fréttirnar voru nokkuð óvæntar en eftir að Zinedine Zidane hætti sem þjálfari Real var Ancelotti orðaður við stöðuna og stuttu síðar var gengið frá ráðningunni.

Ancelotti er því í annað sinn kominn til Madrídar en hann þjálfaði einnig liðið á árunum 2013 til 2015 með góðum árangri.

Þó að Real sé mun stærra félag en Everton þá greinir spænski vefmiðillinn Marca frá því að hann muni taka á sig veglega launalækkun við skiptin.

Fjárhagur Real hefur ekki verið góður að undanförnu og hvað þá eftir kórónuveiruna en talið er að Ancelotti taki á sig 50% launalækkun við skiptin.

Gylfi Þór og félagar eru nú þjálfaralausir en talið er að Nuno Espirio Santo, stjóri Wolves, taki við liðinu á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×