Fótbolti

Hef unnið allt mitt líf að deginum í dag

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Emma Hayes (t.h.) stýrði Chelsea til sigurs í dag.
Emma Hayes (t.h.) stýrði Chelsea til sigurs í dag. Marc Atkins/Getty Images

Emma Hayes, þjálfari Chelsea, var í sjöunda himni er hún ræddi við BT Sport eftir 4-1 sigur Chelsea á Bayern Munchen í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Chelsea er komið í úrslit keppninnar í fyrsta skipti í sögu félagsins.

„Ég hef unnið allt mitt líf að deginum í dag. Ég er svo stolt af þessum leikmönnum, þær stóðu fyrir sínu. Þær eru þrautseigar og skyldu allt sem þær áttu eftir út á vellinum. Svona aðstæður geta verið svo taugatrekkjandi.“

„Ég mun segja þetta við alla þjálfara sem sitja heima, það eru þúsundir klukkustunda sem fara í þetta. Þúsundir klukkustunda í ferðalög, endalaus áföll, vinna með mismunandi liðum á mismunandi augnablikum,“ sagði Hayes en hún hefur stýrt Chelsea frá 2012.

„Ég er stolt af sjálfri mér. Ég komst á þetta stig með því að leggja hart að mér. Ég er heppin að vera vinna fyrir fótboltaliðið sem ég dýrka, sem hefur gefið mér leyfi til að gera þetta með leikmönnum sem voru alltaf við stjórnvölin, jafnvel þegar mér fannst ég ekki vera það. En þær gerðu allt sem þær gátu í dag,“ sagði Hayes að endingu.

Chelsea á enn möguleika á fernunni. Liðið trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, er í 16-liða úrslitum FA-bikarsins, búið að vinna deildarbikarinn og komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×