Fótbolti

Ísraelskur dómari kemur út sem transkona

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sapir Berman hefur dæmt í Ísrael í áratug.
Sapir Berman hefur dæmt í Ísrael í áratug. ísraelska knattspyrnusambandið

Ísraelskur fótboltadómari hefur komið út sem transkona. Hún hét áður Sagi en heitir núna Sapir Berman.

„Ég leit alltaf á mig sem konu, allt frá unga aldri. En ég vissi að samfélagið myndi ekki samþykkja mig svo ég hélt svona áfram í 26 ár,“ sagði Sapir.

„Fyrir sex mánuðum ákvað ég að koma út og sýna öllum hver ég er,“ bætti hún við.

Sapir hefur dæmt í heimalandinu í áratug og er núna dómari í ísraelsku úrvalsdeildinni.

Hún segir að leikmenn og jafnvel ósáttir áhorfendur séu þegar farnir að ávarpa hana sem konu. Hún nýtur stuðnings ísraelska knattspyrnusambandsins og alþjóðasamtaka dómara.

Sapir er þó ekki fyrsta transkonan sem er dómari. Fyrir þremur árum kom enski dómarinn Nick Clark út sem Lucy Clark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×