Fótbolti

Trúir því að hann þjálfi Barcelona á næstu leik­tíð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það gekk ekki vel í Meistaradeildinni en í deildinni og spænska bikarnum hefur Koeman gert fína hluti.
Það gekk ekki vel í Meistaradeildinni en í deildinni og spænska bikarnum hefur Koeman gert fína hluti. David Ramos/Getty Images

Ronald Koeman, stjóri Barcelona, trúir því að hann verði áfram þjálfari liðsins á næstu leiktíð þrátt fyrir sögusagnir um annað.

Koeman fór ekki vel af stað hjá Barcelona en þegar liðið hefur á tímabilið hafa Börsungar gert það gott.

Þeir urðu spænskir bikarmeistarar á dögunum og eru í bullandi toppbaráttu ásamt Real Madrid, Atletico Madrid og Sevilla.

Börsungar mæta Villarael á morgun og fyrir leikinn var hann spurður út í það hvort að hann yrði þjálfari liðsins á næstu leiktíð.

„Forsetinn hefur gefið mér traust og stutt mig áfram. Þangað til hann segir eitthvað annað þá sé ég mig áfram hérna,“ sagði Koeman á blaðamannafundi dagsins.

„Ég er með samning en ef eitthvað annað gerist þá tölum við saman.“

Xavi hefur meðal annars verið orðaður við þjálfarastarfið hjá Barcelona en hann þjálfar nú Al Sadd í Katar.

Leikur Barcelona og Villareal hefst klukkan 14.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×