Frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta komið fram Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. febrúar 2021 15:15 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna. vísir/Vilhelm Frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta var birt í samráðsgátt stjórnvalda í dag. Í því er lagt til að kaup og varsla á takmörkuðu magni af fíkniefnum til eigin nota verði heimiluð. Samkvæmt frumvarpinu verða stærðir og tegundir leyfilegra neysluskammt útfærðar í reglugerð. Í greinargerð segir að fíkniefnamarkaðurinn sé síbreytilegur og því sé brýnt að geta brugðist við og bætt við efnum án þess að til lagabreytinga þurfi að koma. Lagt er til að sett verði á laggirnar notendasamráð þar sem fulltrúar velferðarþjónustu, lögreglunnar, heilbrigðisráðuneytis og frjálsra félagasamtaka munu eiga sæti. Ráðinu verður gert að leggja mat á og gera tillögur um hvaða magn fíkniefna getur talist til eigin nota samkvæmt lögunum. Í greinargerð frumvarpsins er vísað í tölfræði frá lögreglunni um að á árunum 2005 til 2018 hafi verið framin 26.807 fíkniefnabrot hér á landi. Þar af voru 19.689 brot vegna vörslu og meðferðar fíkniefna. Það gerir 73 prósent allra fíkniefnabrota og í greinargerð segir að sú tali muni líklega lækka umtalsvert verði frumvarpið samþykkt. Langflest skráð fíkniefnabrot lögreglu á liðnum árum eru vegna vörslu og meðferðar fíkniefna.vísir/Vilhelm Frumvarpið byggir að hluta á fyrri frumvörpum Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, um sama efni og einnig er stuðst við umsagnir sem bárust um þau. Í greinargerð segir að það sé stefna stjórnvalda að meðhöndla eigi vanda vímuefnanotenda í heilbrigðiskerfinu fremur en dómskerfinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að snúa þurfi af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna. Leggja eigi fremur áherslu á forvarnir og lýðheilsu. Heilbrigðisráðherra staðfesti í vikunni reglugerð um neyslurými og sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, í samtali við fréttastofu að samþykkt á frumvarpi um afglæpavæðingu neysluskammta myndi greiða fyrir rekstri á þeirri starfsemi. Alþingi Heilbrigðismál Fíkn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
Samkvæmt frumvarpinu verða stærðir og tegundir leyfilegra neysluskammt útfærðar í reglugerð. Í greinargerð segir að fíkniefnamarkaðurinn sé síbreytilegur og því sé brýnt að geta brugðist við og bætt við efnum án þess að til lagabreytinga þurfi að koma. Lagt er til að sett verði á laggirnar notendasamráð þar sem fulltrúar velferðarþjónustu, lögreglunnar, heilbrigðisráðuneytis og frjálsra félagasamtaka munu eiga sæti. Ráðinu verður gert að leggja mat á og gera tillögur um hvaða magn fíkniefna getur talist til eigin nota samkvæmt lögunum. Í greinargerð frumvarpsins er vísað í tölfræði frá lögreglunni um að á árunum 2005 til 2018 hafi verið framin 26.807 fíkniefnabrot hér á landi. Þar af voru 19.689 brot vegna vörslu og meðferðar fíkniefna. Það gerir 73 prósent allra fíkniefnabrota og í greinargerð segir að sú tali muni líklega lækka umtalsvert verði frumvarpið samþykkt. Langflest skráð fíkniefnabrot lögreglu á liðnum árum eru vegna vörslu og meðferðar fíkniefna.vísir/Vilhelm Frumvarpið byggir að hluta á fyrri frumvörpum Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, um sama efni og einnig er stuðst við umsagnir sem bárust um þau. Í greinargerð segir að það sé stefna stjórnvalda að meðhöndla eigi vanda vímuefnanotenda í heilbrigðiskerfinu fremur en dómskerfinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að snúa þurfi af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna. Leggja eigi fremur áherslu á forvarnir og lýðheilsu. Heilbrigðisráðherra staðfesti í vikunni reglugerð um neyslurými og sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, í samtali við fréttastofu að samþykkt á frumvarpi um afglæpavæðingu neysluskammta myndi greiða fyrir rekstri á þeirri starfsemi.
Alþingi Heilbrigðismál Fíkn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira