Sport

Meistarinn kominn í undan­úr­slit enn á ný

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Djokovic er kominn í undanúrslit í Ástralíu.
Djokovic er kominn í undanúrslit í Ástralíu. TPN/Getty Images

Novak Djokovic er kominn í undanúrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. Djokovic á titil að verja en hann hefur unnið Opna ástralska undanfarin tvö ár og alls átta sinnum á ferlinum.

Djokovic lagði Alexander Zverev frá Þýskalandi fyrr í dag og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum. Serbinn magnaði vann 3-1 sigur í viðureign sem tók tæplega fjórar klukkustundir. Eftir að hafa tapað fyrsta settinu eftir upphækkun, 6-8, vann Djokovic þrjú sett í röð [6-2, 6-4 og 8-6 eftir upphækkun] og tryggði sér sæti í undanúrslitum.

Í undanúrslitum mætir Djokovic Rússanum Aslan Karatsev og ætti að eiga greiða lið í úrslit þar sem Karatsev er á sínu fyrsta stórmóti á ferlinum. Rússinn situr sem stendur í 114. sæti og þarf að öllum líkindum að eiga sinn besta leik á ferlinum til að eiga roð í Djokovic.

Djokovic hefur hins vegar verið að glíma við meiðsli síðan hann lagði Taylor Fritz í þriðju umferð mótsins og því gæti Karatsev óvænt átt möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitum á sínu fyrsta stórmóti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×