Fótbolti

Leipzig án lykil­manns gegn Liver­pool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Forsberg verður ekki með í Búdapest í kvöld.
Forsberg verður ekki með í Búdapest í kvöld. Jan Woitas/Getty

Sænski landsliðsmaðurinn Emil Forsberg verður ekki með RB Leipzig annað kvöld er liðið mætir Liverpool í Meistaradeildinni.

Meistaradeildin snýr aftur annað kvöld er sextán liða úrslitin fara fram en Leipzig og Liverpool mætast í Búdapest vegna kórónuveirureglna í Þýskalandi.

Forsberg hefur verið meiddur að undanförnu og hann mun ekki vera í leikmannahóp Leipzig á morgun staðfesti Julian Nagelsmann stjóri Leipzig við Bulinews.

„Því miður er Emil Forsberg ekki nægilega tilbúinn. Hann er enn í vandræðum með stefnubreytingar,“ sagði Nagelsmann.

Forsberg hefur spilað átján leiki í þýsku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð. Hann hefur skorað fjögur mörk og lagt upp önnur fjögur.

Hann hefur spilað alla leiki Leipzig í Meistaradeildinni á leiktíðinni og skorað upp eitt mark og lagt upp annað.

Leikur Leipzig og Liverpool er í beinni útsendingu klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport í kvöld. Upphitun hefst klukkan 19.30.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×