Fótbolti

Mar­ca: Zidane verður ekki þjálfari Real á næstu leik­tíð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zinedine Zidane gæti verið fortíð bráðum hjá spæska risanum.
Zinedine Zidane gæti verið fortíð bráðum hjá spæska risanum. Getty/David S. Bustamante

Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, verður ekki þjálfari liðsins á næstu leiktíð. Þetta hefur spænski miðillinn Marca samkvæmt sínum heimildum.

Það hefur hitnað undir Zidane að undanförnu en Madrídarliðið tapaði meðal annars 2-1 fyrir Levante á heimavelli um helgina.

Einhverjar sögusagnir voru um að Zidane gæti fengið reisupassann núna í vikunni en samkvæmt Marca verður Frakkinn að minnsta kosti ekki stjóri Real á næstu leiktíð.

Marca segir í grein sinni að stjórn félagsins hafi ákveðið það að Frakkanum verði sagt upp í sumar. Núverandi samningur hans hjá félaginu rennur út sumarið 2022.

Zidane stýrði Real með góðum árangri á árunum 2016 til 2018 áður en hann sagði upp störfum. Hann snéri svo aftur ári síðar og hefur stýrt liðinu meðal annars til spænsk meistaratitils í vor.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×