Lífið

Svona á að þvo sér um hendur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bryndís fór ítarlega yfir það hvernig maður á að þvo sér um hendur og spritta.
Bryndís fór ítarlega yfir það hvernig maður á að þvo sér um hendur og spritta.

Bryndís Sigurðardóttur smitsjúkdómalæknir mætti í Bítið í morgun og var með sýnikennslu í handþvotti en landsmenn allir eiga að vera mjög duglegir við handþvott um þessar mundir og það vegna kórónuveirunnar.

„Þetta er búið að vera rosalega skrýtinn tími og hver hefði getað ímyndað sér þetta, þegar við vorum að tala um þetta í janúar, að við værum hér í dag,“ segir Bryndís í samtali við þá Heimi og Gulla.

„Við erum svolítið bjartsýn að eðlisfari og hugsuðum eflaust að þetta yrði ekki neitt. Svo er þetta núna komið út í ástand sem enginn hefði getað séð fyrir. Þetta hefur sett gríðarlegt álag á heilbrigðiskerfið, mína einingu og mína kollega.“

Hún segir að blessunarlega séð hafi hennar deild fenginn inn aukamannskap og sjálf hefði hún átt að vera í fríi erlendis í þessari viku en eðli málsins samkvæmt er hún það ekki.

„Þetta eru áhugaverðir tímar og ég held að þetta gangi eins og er en maður veltir því fyrir sér hvernig ástandið verður eftir eina til tvær vikur. Við erum að reyna dreifa þessari kúrfu og er að reyna að ýta þessu svolítið á undan okkur svo við ráðum við þetta.“

Bryndís fór ítarlega yfir það hvernig maður á að þvo sér um hendur og má sjá viðtalið og leiðbeiningarnar hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×