Fótbolti

Portu tryggði Sociedad mikil­vægan sigur gegn erki­fjendunum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það var nóg af spjöldum í leik dagsins, minna var um mörk.
Það var nóg af spjöldum í leik dagsins, minna var um mörk. Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images

Erkifjendurnir í Athletic Bilbao og Real Sociedad mættust í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 1-0 Sociedad í vil þökk sé marki Cristian Portu.

Sigurmarkið kom strax á fimmtu mínútu en það gerði Portu eftir sendingu Mikel Oyarzabal. Fleiri urðu mörkin ekki en fjöldi gulra spjalda segir meira um leikinn heldur en fjöldi marka. Bilbao vann gulu spjalda keppnina en þeir fengu fimm gul spjöld á meðan Sociedad fékk „aðeins“ fjögur.

Sigurinn heldur Sociedad í efstu þremur sætunum en liðið er með 29 stig sem stendur í 3. sæti deildarinnar. Bilbao er á sama tíma í 11. sæti með 18 stig.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×