Fótbolti

Costa fær að yfir­gefa Atlético

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Costa getur fundið sér nýtt lið.
Costa getur fundið sér nýtt lið. EPA-EFE/JUANJO MARTIN

Atlético Madrid samþykkti í dag að rifta samningi framherjans Diego Costa. Samningurinn átti að renna út næsta sumar en verður nú rift svo Costa geti fundið sér nýtt lið er janúarglugginn opnar.

Vísir greindi frá því í gær að Costa vildi yfirgefa félagið til þess að fá meiri spiltíma. Eflaust til að eiga möguleika á sæti í spænska landsliðinu á EM næsta sumar. Þá greindi Vísir frá því fyrr í dag að Costa gæti ekki gengið til liðs við Real Madrid eða Barcelona án þess að borga gríðar háa sekt.

Costa hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið og ekki leikið stóra rullu hjá Atlético á tímabilinu. Liðið sótti Luis Suarez fyrir tímabilið og sá hefur blómstrað í fremstu línu ásamt ungstirninu João Félix. Costa sjálfur var mjög spenntur fyrir samstarfinu með Suarez og grínaðist með að fyrir tímabilið að „annar okkar sparkar en hinn bítur.“

Samstarf þeirra hefur þó aldrei náð þeim hæðum sem reiknað var með og nú getur hinn 32 ára gamli Costa fundið sér nýtt lið.

Atlético Madrid er sem stendur á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar og komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Liðið mætir Getafe á heimavelli annað kvöld. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×